Lífið

Syst­kinin í Celebs frum­fluttu lag Barna­menningar­há­tíðar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hrafnkell Hugi Vernharðsson, einn meðlima Celebs, dansar með nemendum Hlíðaskóla.
Hrafnkell Hugi Vernharðsson, einn meðlima Celebs, dansar með nemendum Hlíðaskóla. Reykjavíkurborg

Suðureyrska systkinahljómsveitin Celebs frumfluttu lag sitt Spyrja eftir þér í Hlíðskóla í dag við mikla kátínu gesta. Texti lagsins er byggður á svörum barna í verkefni um lýðræði.

Þema Barnamenningarhátíðar í ár er lýðræði en í ár eru 80 ár síðan lýðveldi var stofnað á Íslandi. Systkinin Valgeir Skorri, Hrafnkell Hugi og Katla Vigdís í hljómsveitinni Celebs voru fengin til að semja lagið en þau segja verkefnið hafa verið einstaklega skemmtilegt. 

„Það er svo mikil orka í börnunum og við getum ekki beðið eftir því að stíga á svið í Hörpu og flytja lagið okkar,“ er haft eftir þeim í tilkynningu en hátíðin verður sett í Hörpu þriðjudaginn 23. apríl næstkomandi og stendur yfir til sunnudagsins 28. apríl.

Hér fyrir neðan má sjá þegar lagið var frumflutt í dag.

Klippa: Systkinin í Celebs spyrja eftir þér

Einar Þorsteinsson borgarstjóri var viðstaddur er lagið var frumflutt og afhentu nemendur Hlíðaskóla honum bréf frá nemendum í fjórðu bekkjum í Reykjavík þar sem þau segja frá því hverju þau vilja breyta í samfélaginu. 

„Meðal þess sem fram kemur í óskum barnanna er til dæmis að banna stríð og ofbeldi, kaupa mat fyrir þá sem þurfa, frið í heiminum, hætta að selja tóbak, McDonald‘s aftur á Íslandi, hraðskreiðari lyftur í skólana og fleiri ferðir til Tene, svo eitthvað sé nefnt,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×