Vésteinn harmar aðferðir við nýja heimsmetið: „Skjóta sig í fótinn“ Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2024 14:30 Mykolas Alekna er nýr heimsmethafi en Vésteinn Hafsteinsson vill að heimsmet falli á stórmótum frekar en úti á engi. Samsett/Getty/Arnar Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ, er ekki hrifinn af því með hvaða hætti Litháinn Mykolas Alekna bætti heimsmetið í kringlukasti um helgina – metið sem hafði staðið lengst í frjálsum íþróttum karla. Alekna kastaði 74,35 metra á kastmóti sem fram fór í Oklahoma í Bandaríkjunum. Segja má að mótið hafi farið fram við ansi látlausar eða frumstæðar aðstæður, á opnu engi nánast án áhorfenda, og án þess að minna nokkuð á glæsilegt frjálsíþróttamót eða stórmót. Alekna gat líkt og aðrir keppendur mótsins nýtt sér kjöraðstæður í veðri og ljóst að vindurinn hjálpaði honum að slá heimsmetið sem staðið hafði frá árinu 1986, og var 74,08 metrar. Vésteinn er ekki hrifinn af því að met falli við þessar aðstæður. „Bent á það í tuttugu ár að þetta eru mistök“ „Með fullri virðingu fyrir Alekna þá hef ég alltaf verið á móti þessari tegund af mótum. Mér finnst að með þessu séu menn að skjóta sig í fótinn,“ segir Vésteinn við Aftonbladet og bendir á að sams konar kasti komi menn ekki til með að geta náð á stórmótum. „Það sem gerist er að menn ná árangri í sterkum vindi og síðan verða köstin mikið styttri á stórmóti. Ég hef bent á það í tuttugu ár að þetta eru mistök,“ segir Vésteinn. Enginn muni kasta svona langt á ÓL Hann hefur þjálfað fremstu kringlukastara heims í gegnum tíðina, til að mynda Svíana Daniel Ståhl og Simon Pettersson sem unnu gull og silfur á síðsutu Ólympíuleikum. „Ég hef aldrei kunnað við þetta [að mót séu haldin við kjöraðstæður til þess eins að ná sem lengstu kasti] og þegar ég þjálfaði Daniel og Simon leituðum við aldrei að svona mótum. Þess vegna finnst mér sigurkast Daniel Ståhl á HM í Búdapest stærra afrek en þetta nýja heimsmet. Ekki bara af því að það var Daniel, heldur líka vegna þess hvernig hann gerði þetta. Hann náði besta kasti sem náðst hefur á alþjóðlegu stórmóti í sínu síðasta kasti,“ sagði Vésteinn sem vill að reglum verði breytt svo að mót eins og það sem fram fór í Oklahoma hafi ekki sama gildi í afrekaskrám. „Ég vil ekki hljóma neikvæður og þetta er ekki nein gagnrýni á Alekna. Hann er stærsti kringlukastari sem ég hef séð og var fimm metrum betri en allir aðrir á mótinu. En það mun enginn kasta yfir 74 metra á Ólympíuleikunum í París í sumar. Og fyrir mér þá kom þetta heimsmet ekkert á óvart í ljósi aðstæðna. Ég vissi það um leið og Perrez kastaði 73,09 í kvennakeppninni daginn áður,“ sagði Vésteinn en hin kúbverska Yaime Perez náði lengsta kasti kvenna frá árinu 1989 á sama stað. Frjálsar íþróttir Mest lesið Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sjá meira
Alekna kastaði 74,35 metra á kastmóti sem fram fór í Oklahoma í Bandaríkjunum. Segja má að mótið hafi farið fram við ansi látlausar eða frumstæðar aðstæður, á opnu engi nánast án áhorfenda, og án þess að minna nokkuð á glæsilegt frjálsíþróttamót eða stórmót. Alekna gat líkt og aðrir keppendur mótsins nýtt sér kjöraðstæður í veðri og ljóst að vindurinn hjálpaði honum að slá heimsmetið sem staðið hafði frá árinu 1986, og var 74,08 metrar. Vésteinn er ekki hrifinn af því að met falli við þessar aðstæður. „Bent á það í tuttugu ár að þetta eru mistök“ „Með fullri virðingu fyrir Alekna þá hef ég alltaf verið á móti þessari tegund af mótum. Mér finnst að með þessu séu menn að skjóta sig í fótinn,“ segir Vésteinn við Aftonbladet og bendir á að sams konar kasti komi menn ekki til með að geta náð á stórmótum. „Það sem gerist er að menn ná árangri í sterkum vindi og síðan verða köstin mikið styttri á stórmóti. Ég hef bent á það í tuttugu ár að þetta eru mistök,“ segir Vésteinn. Enginn muni kasta svona langt á ÓL Hann hefur þjálfað fremstu kringlukastara heims í gegnum tíðina, til að mynda Svíana Daniel Ståhl og Simon Pettersson sem unnu gull og silfur á síðsutu Ólympíuleikum. „Ég hef aldrei kunnað við þetta [að mót séu haldin við kjöraðstæður til þess eins að ná sem lengstu kasti] og þegar ég þjálfaði Daniel og Simon leituðum við aldrei að svona mótum. Þess vegna finnst mér sigurkast Daniel Ståhl á HM í Búdapest stærra afrek en þetta nýja heimsmet. Ekki bara af því að það var Daniel, heldur líka vegna þess hvernig hann gerði þetta. Hann náði besta kasti sem náðst hefur á alþjóðlegu stórmóti í sínu síðasta kasti,“ sagði Vésteinn sem vill að reglum verði breytt svo að mót eins og það sem fram fór í Oklahoma hafi ekki sama gildi í afrekaskrám. „Ég vil ekki hljóma neikvæður og þetta er ekki nein gagnrýni á Alekna. Hann er stærsti kringlukastari sem ég hef séð og var fimm metrum betri en allir aðrir á mótinu. En það mun enginn kasta yfir 74 metra á Ólympíuleikunum í París í sumar. Og fyrir mér þá kom þetta heimsmet ekkert á óvart í ljósi aðstæðna. Ég vissi það um leið og Perrez kastaði 73,09 í kvennakeppninni daginn áður,“ sagði Vésteinn en hin kúbverska Yaime Perez náði lengsta kasti kvenna frá árinu 1989 á sama stað.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sjá meira