Vorleysingar vitundarinnar á ævikvöldinu Matthildur Björnsdóttir skrifar 15. apríl 2024 17:01 Móttökutæki reynslu í líkama okkar eru mun flóknari, en lengi var talið. Ég man ekki eftir að talað væri um undirvitundina. Hvað þá að það væru fleiri en ein slík víruð þarna inni, eins og vitað er í dag. Og Carl Jung vissi fyrir löngu. Rök-hyggju-deild heilans var séð sem það eina mikilvæga. Nú tel ég mig vita að þau börn sem eru ekki velkomin í heiminn við fæðingu og fá snubrótta byrjun sem var tilfellið með milljónir einstaklinga fyrir daga getnaðarvarna sem lifa þá taugakerfis mengun án þess að skilja það sjálf þá.En leiðir sjálfvirkt til þess að upplifun á sjálfi þeirra kollsteypist inn í felur í taugakerfunum, og það sem ég kalla aðra rás tekur yfir. Og geti verið það alla ævi, eða í einhverja áratugi. Það er ef mannveran nær að átta sig og finna tækifæri til að finna sjálfa sig. Goðsögnin, að allar konur væru eins, og að allir einstaklingar þráðu afkvæmi frá veruleika frekju getnaðarfæra kerfa er mjög óholl. Það er kenning sem hefur ekki reynst sönn. Trú og viðhorf sem milljónir einstaklinga um allan heim hafa lifað við undir blekkingu um á erfiðan hátt. Mörg þeirra eru enn að lifa við afleiðingar þess að þau sem börn voru og eru ekki gleðigjafi foreldra. Slíkt getur birst á ýmsa vegu. Til dæmis getur það verið munnlegt níð og niðurlæging sem foreldrar eiga til að beita því barni sínu, og afleiðingar slíks fara á hraðferð inn í hin ýmsu tauga kerfi líkamans, án möguleika á sorteringu. Því fylgir upplifun og skynjun á að vera hafnað. Atriðin sem einstaklingar enda uppi með, eru auðvitað af allskonar tagi en það eru örfá sem ég get nefnt. Á þeim tímum þegar það var mjög illa séð að maður segði öðrum frá slæmri reynslu sinni, þá fóru afleiðingar þess á hraðferð inn í kerfin. Það var engin þekking né vilji til að sjá slíkt sem mögulegt í hugum þjóðarinnar eða heimsins. Ég lifði við þau viðhorf sem mér leið ekki vel við að þurfa að lúta. Svo að þegar ég að lokum löngu seinna fékk nýjar bækur í hendurnar. Bækur fræðinga sem staðfestu innsæi mitt. „Gut feeling“ sem hafði setið í mér síðan fyrir meira en hálfri öld. Þá fóru þessar svokölluðu vorleysingar vitundarinnar að sýna sig frá iðrum mínum. Sem var og er, af því að þær fengu staðfestingu utan frá. En fyrst er að kíkja á gildin sem höfðu læst fólk í fornaldar viðhorfum um aldir. ÞAÐ SORGLEGA VIÐ AÐ VILJA HALDA VANÞEKKINGUNNI Í GILDI Grein um Páfann í blaðinu „Women´s Weekly“ sem er nýkomið út hér í Ástralíu lýsir því að flestir hinna í Vatikaninu vilja taka lygar Goðsagna sinna til upphafs þeirrar stofnunar. Þeir vilja ekki viðurkenna neina þá mannlegu reynslu sem loksins er verið að viðurkenna í dag. Eins og til dæmis um að kyneðli. Þá meina ég meira en trans eða samkynhneigð, heldur að konur geti valið að fæða engin börn í heiminn, eða velja að verða mæður án maka. Svo eru það þau sem þrá börn en geta ekki gert það sjálf, og fá þá staðgöngumóður. Atriði sem Páfinn vill geta neitað fólki um. Veruleiki um kyneðli hefur verið þannig um aldir og er fjölbreyttara en sú stofnun hefur haldið dauðahaldi í. Annað dæmi um stjórn að vilja fara til grimmdar fornalda er að þeir í Gambíu vilja snúa banni við kynfæraskurði stúlkna og fá að skera það aftur úr þeim. Hvort að mannkyn og fylgjendur þeirrar stofnunar munu halda áfram að vera þeirrar trúar áfram, kemur í ljós þegar Páfinn hefur flutt yfir í hina víðáttumiklu vídd og hlaðborð andaheima, og nýr Páfi verður valinn sem reyni að reygja viðhorf heilabúa heimsins aftur um tvö þúsund ár eða svo. VIÐURKENNING Á HINUM AUGUM ÓSÝNILEGA SANNLEIKA Nú hefur komið í ljós að öll möguleg erfið og sár reynsla hleðst inn í hin ýmsu taugakerfi, og að þau eru fleiri og flóknari og víðáttumeiri en var viðurkennt um aldir. Það er dásamlegt fyrir hvaða mannveru sem er að fá slíka staðfestingu koma að sér frá þeim. Og það sérstaklega eftir að hafa verið að basla við eitt og annað um tilfinningar og afleiðingar þöggunar og bælingar í mörg ár, og vitað í maganum „gut feeling“ að reynslan flaug ekki út í buskann. Heldur fór á hraðferð ljóssins inn, og fékk ekki vinnslu fyrr en áratugum síðar. En virkaði sem mengun í taugakerfum og sellum líkamans og margir eru að læra um sig. Líkamlegt ofbeldi er svo önnur tegund sem skilur eftir ytri marbletti þegar hinar leiðir með orðum skilja þá eftir innanborðs í líkamanum. Það eru og væru milljónir leiða til að láta einstaklingi líða illa, og upplifa sig ekki hafa virði sem mannvera. Slíkar sögur og dæmi um það eru að koma í æ meira mæli fram í dagsljósið á síðari tímum, hér í Ástralíu. Svo sé ég að það er að gerast á Íslandi síðustu árin. Það er þá hin mikla áskorun og tækifæri mannkyns að læra að koma á annan hátt fram við börn og aðra, án þess þó að láta allt líðast. Fíknin í dóp og annað er merki um að mikið sé óunnið í þeim veruleika. Ég veit, og bæti því við, að orkan, andrúmsloftið og tónn í tjáskiptum eru mjög mikilvægt atriði til að orðin og skilaboðið fari á réttan stað hið innra í þeim sem talað er við til gagnlegrar leiðbeiningar. Vinnan á þann hátt breytir orku og sál þeirra sem vinna í því sem fer þá á réttan stað í heilanum. Thomas Hubl talar um að það að heila heilu hópana sé um leið heilandi fyrir næstu kynslóðir. Skrif hans um það eru á háu plani og lærdómur fyrir framtíðina. Margt tapaðist af mikilvægum atriðum í lífi fólks þegar einstaklingum var skipað að giftast vegna þess að þau leyfðu kynhvötinni að ráða þá stundina fyrir daga getnaðarvarna. Einstaklingar sem voru engan veginn á leið í hjónaband með hvert öðru. Þá var og er það ansi oft uppskrift af allskonar meðferð og lífi sem leiðir til þess að þeir einstaklingar ná ekki að blómstra sem einstaklingar. Og þá auðvitað ekki að njóta þess lífs sem þeim er ýtt í. Einstaklingar sem mörg höfðu haft lífsplan sitt á hreinu, en það endað af ráðríkum foreldrum, prestum eða öðrum. Og ótal dæmi eru um og hafa komið fram í fjölmiðlum og samræðuþáttum hér í Ástralíu og börnin gjalda þess. AÐ GETA LOKSINS ANDAÐ LÉTTARA VIÐ AÐ VERA EKKI RENGD UM ÞAÐ Þegar löngu þráð innsæis vitneskja undirvitundarinnar fær ákall og leyfi utan frá til að koma upp á yfirborðið. Þá virkar það sem ljúfur loka-áfangi. Af því að þau fræði sem koma með staðfestingu þekkingar nútímans á sál, undirvitund og litríki erfiðrar reynslu, gegn viðhorfum fyrri tíma. Skapa viss tímamót og virka þá sem lykill að von um betri tíma. Annan veruleika en þau sem sett voru upp frá barnalegum Goðsagnarkenningum. Kenningum sem standast ekki veruleika lífsins. Bókin hans Bessel´s Van Der Kolk, „The Body Keep´s the Score hefur nýlega verið þýdd til að heita á þessu máli „Líkaminn geymir allt“. Það var kannski fyrsta bók af því tagi sem hefur verið þýdd yfir á þetta mál. Innihald hennar var ný alda vorleysinga úr innviðum mínum sem gerðist hér í Ástralíu. Sem var stóra hlassið númer tvö. Frænka mín í Ameríku sagði mér frá henni eftir að hún las bókina mína sem var skrifuð á ensku árið 2013 og áfram. Og er titillinn „Diving Into The Threads of Life“ A Woman´s story. Sem var skrifuð þrjátíu árum eftir að flytja úr landi og fá tækifæri fyrir fyrstu almennilegu afhlaðninguna. Sú lota í líföndun með meiru gaf mér mig til mín frá því sem var veitt í því ferli. Og afhlóð þá því sem líkaminn gat leyst úr viðjum eins og á, á Íslandi á vori. Líkamar geta átt það til að leysa djúpri mengun erfiðrar reynslu í áföngum í gegn um árin. Ég hef lært frá þeim veruleika að kerfin eru glúrin við að geyma reynsluna hér og þar í manni þangað til rétt tækifæri og opnun utan frá gerist, og setja svo unnin atriði í sögudálk heilans sem hefur ekki svo sterka tilfinningalega orku eins og það óunna hefur. En dæla ekki öllu út í einu. EINSKONAR RÖNTGEN AUGU Á ÞAÐ INNRA SEM VAR EKKI FALT UM ALDIR Svo komu fleiri bækur sem staðfestu það enn betur sem innsæi mitt og líkami hafði vitað. Sú staðreynd var og er eins og áður er getið, að erfið tilfinningaleg reynsla hverfur ekki út í buskann. Heldur fer á hraðferð framhjá heilabúinu beint inn í taugakerfin og sellur líkamans. Það er Thomas Hubl með tveim bókum sínum sem settu það allt fyrir framan mig á nýjan hátt vitundarlega. Fyrst með bókinni „Healing Intergenerational Trauma“sem staðfesti þá innri vitund að erfiðar tilfinningar hyrfu ekki eins og þjóðin og hugsanlega allur heimurinn vildi halda fram um aldir, en færist niður kynslóðirnar á einn og annan veg. Svo kom bókin „Attuned“ sem er í raun eins og smásjáar röntgen sýn á taugakerfin og það sem situr þar. Atriði sem komu að mér frá síðum bókarinnar virkuðu eins og spegill að mér frá mínu innra sjálfi og myndu vera fyrir ótal aðra einstaklinga. Bókin er með svo mörg af þeim atriðum sem ég lifði við, og ég hef unnið þó nokkuð með, sem er með ólíkindum frelsandi. Slíkt virkar þá í manni eins og punktur á eftir langri sögu allskonar upplifana af höfnun sem milljónir einstaklinga á jörðu hafa einnig lifað. Vorleysingarnar sem ég kem að hér, er orðtæki sem kemur í hugann við að fá viðurkenninguna og staðfestinguna á veruleika sem var ekki viðurkenndur. En milljónir einstaklinga lifðu. Svo að til lukku nýrra kynslóða, er að nú eru fræðingar að sýna okkur þá staðreynd, að það er mikið meira falið í að vera mannvera í líkama, en reynt var að halda fram á þeim tímum. Þegar allir áttu bara að vera í og á rökhyggjunni og ekki sýna tilfinningar nema í fáum spari atvikum. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur til langs tíma í Ástralíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Kæri Ásmundur, hvað kom fyrir barnið? Diljá Ámundadóttir Zoega Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson Skoðun Nýtt fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóhann Páll Jóhannsson,Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kunnugleg rödd og kosningaloforð Sigvarður Ari Huldarsson skrifar Skoðun Czy masz poczucie, że jesteś ważny? Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson skrifar Skoðun Að lifa með reisn Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andleg heilsa er dauðans alvara Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Píslarganga lántakandans - Dæmi Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Af hverju ættum við að trúa? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum Anna Júlíusdóttir skrifar Skoðun Nýtt fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóhann Páll Jóhannsson,Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi og mannréttindabrot á Íslandi ekki forgangsmál þingmanna Grímur Atlason skrifar Skoðun Börnum fórnað fyrir bætt kjör Guðný Hrafnkelsdóttir skrifar Skoðun Sérhagsmunafúsk á Alþingi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir skrifar Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson skrifar Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar Skoðun Af hverju að gefa sósíalistum séns? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Er aðgangur að sérfræðiþjónustu jafnaður óháð búsetu? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar Skoðun Var eitthvað sérstakt við búvörulögin? Stjórnskipunarkrísa? Jón Jónsson skrifar Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Fiskmarkaðir Kári Jónsson skrifar Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir skrifar Skoðun Austurland í gíslingu..? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Rís upp unga Ísland! Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kennarar á krossgötum Karen Dögg Úlfarsdóttir Braun skrifar Skoðun Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ingibergur Valgarðsson skrifar Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Móttökutæki reynslu í líkama okkar eru mun flóknari, en lengi var talið. Ég man ekki eftir að talað væri um undirvitundina. Hvað þá að það væru fleiri en ein slík víruð þarna inni, eins og vitað er í dag. Og Carl Jung vissi fyrir löngu. Rök-hyggju-deild heilans var séð sem það eina mikilvæga. Nú tel ég mig vita að þau börn sem eru ekki velkomin í heiminn við fæðingu og fá snubrótta byrjun sem var tilfellið með milljónir einstaklinga fyrir daga getnaðarvarna sem lifa þá taugakerfis mengun án þess að skilja það sjálf þá.En leiðir sjálfvirkt til þess að upplifun á sjálfi þeirra kollsteypist inn í felur í taugakerfunum, og það sem ég kalla aðra rás tekur yfir. Og geti verið það alla ævi, eða í einhverja áratugi. Það er ef mannveran nær að átta sig og finna tækifæri til að finna sjálfa sig. Goðsögnin, að allar konur væru eins, og að allir einstaklingar þráðu afkvæmi frá veruleika frekju getnaðarfæra kerfa er mjög óholl. Það er kenning sem hefur ekki reynst sönn. Trú og viðhorf sem milljónir einstaklinga um allan heim hafa lifað við undir blekkingu um á erfiðan hátt. Mörg þeirra eru enn að lifa við afleiðingar þess að þau sem börn voru og eru ekki gleðigjafi foreldra. Slíkt getur birst á ýmsa vegu. Til dæmis getur það verið munnlegt níð og niðurlæging sem foreldrar eiga til að beita því barni sínu, og afleiðingar slíks fara á hraðferð inn í hin ýmsu tauga kerfi líkamans, án möguleika á sorteringu. Því fylgir upplifun og skynjun á að vera hafnað. Atriðin sem einstaklingar enda uppi með, eru auðvitað af allskonar tagi en það eru örfá sem ég get nefnt. Á þeim tímum þegar það var mjög illa séð að maður segði öðrum frá slæmri reynslu sinni, þá fóru afleiðingar þess á hraðferð inn í kerfin. Það var engin þekking né vilji til að sjá slíkt sem mögulegt í hugum þjóðarinnar eða heimsins. Ég lifði við þau viðhorf sem mér leið ekki vel við að þurfa að lúta. Svo að þegar ég að lokum löngu seinna fékk nýjar bækur í hendurnar. Bækur fræðinga sem staðfestu innsæi mitt. „Gut feeling“ sem hafði setið í mér síðan fyrir meira en hálfri öld. Þá fóru þessar svokölluðu vorleysingar vitundarinnar að sýna sig frá iðrum mínum. Sem var og er, af því að þær fengu staðfestingu utan frá. En fyrst er að kíkja á gildin sem höfðu læst fólk í fornaldar viðhorfum um aldir. ÞAÐ SORGLEGA VIÐ AÐ VILJA HALDA VANÞEKKINGUNNI Í GILDI Grein um Páfann í blaðinu „Women´s Weekly“ sem er nýkomið út hér í Ástralíu lýsir því að flestir hinna í Vatikaninu vilja taka lygar Goðsagna sinna til upphafs þeirrar stofnunar. Þeir vilja ekki viðurkenna neina þá mannlegu reynslu sem loksins er verið að viðurkenna í dag. Eins og til dæmis um að kyneðli. Þá meina ég meira en trans eða samkynhneigð, heldur að konur geti valið að fæða engin börn í heiminn, eða velja að verða mæður án maka. Svo eru það þau sem þrá börn en geta ekki gert það sjálf, og fá þá staðgöngumóður. Atriði sem Páfinn vill geta neitað fólki um. Veruleiki um kyneðli hefur verið þannig um aldir og er fjölbreyttara en sú stofnun hefur haldið dauðahaldi í. Annað dæmi um stjórn að vilja fara til grimmdar fornalda er að þeir í Gambíu vilja snúa banni við kynfæraskurði stúlkna og fá að skera það aftur úr þeim. Hvort að mannkyn og fylgjendur þeirrar stofnunar munu halda áfram að vera þeirrar trúar áfram, kemur í ljós þegar Páfinn hefur flutt yfir í hina víðáttumiklu vídd og hlaðborð andaheima, og nýr Páfi verður valinn sem reyni að reygja viðhorf heilabúa heimsins aftur um tvö þúsund ár eða svo. VIÐURKENNING Á HINUM AUGUM ÓSÝNILEGA SANNLEIKA Nú hefur komið í ljós að öll möguleg erfið og sár reynsla hleðst inn í hin ýmsu taugakerfi, og að þau eru fleiri og flóknari og víðáttumeiri en var viðurkennt um aldir. Það er dásamlegt fyrir hvaða mannveru sem er að fá slíka staðfestingu koma að sér frá þeim. Og það sérstaklega eftir að hafa verið að basla við eitt og annað um tilfinningar og afleiðingar þöggunar og bælingar í mörg ár, og vitað í maganum „gut feeling“ að reynslan flaug ekki út í buskann. Heldur fór á hraðferð ljóssins inn, og fékk ekki vinnslu fyrr en áratugum síðar. En virkaði sem mengun í taugakerfum og sellum líkamans og margir eru að læra um sig. Líkamlegt ofbeldi er svo önnur tegund sem skilur eftir ytri marbletti þegar hinar leiðir með orðum skilja þá eftir innanborðs í líkamanum. Það eru og væru milljónir leiða til að láta einstaklingi líða illa, og upplifa sig ekki hafa virði sem mannvera. Slíkar sögur og dæmi um það eru að koma í æ meira mæli fram í dagsljósið á síðari tímum, hér í Ástralíu. Svo sé ég að það er að gerast á Íslandi síðustu árin. Það er þá hin mikla áskorun og tækifæri mannkyns að læra að koma á annan hátt fram við börn og aðra, án þess þó að láta allt líðast. Fíknin í dóp og annað er merki um að mikið sé óunnið í þeim veruleika. Ég veit, og bæti því við, að orkan, andrúmsloftið og tónn í tjáskiptum eru mjög mikilvægt atriði til að orðin og skilaboðið fari á réttan stað hið innra í þeim sem talað er við til gagnlegrar leiðbeiningar. Vinnan á þann hátt breytir orku og sál þeirra sem vinna í því sem fer þá á réttan stað í heilanum. Thomas Hubl talar um að það að heila heilu hópana sé um leið heilandi fyrir næstu kynslóðir. Skrif hans um það eru á háu plani og lærdómur fyrir framtíðina. Margt tapaðist af mikilvægum atriðum í lífi fólks þegar einstaklingum var skipað að giftast vegna þess að þau leyfðu kynhvötinni að ráða þá stundina fyrir daga getnaðarvarna. Einstaklingar sem voru engan veginn á leið í hjónaband með hvert öðru. Þá var og er það ansi oft uppskrift af allskonar meðferð og lífi sem leiðir til þess að þeir einstaklingar ná ekki að blómstra sem einstaklingar. Og þá auðvitað ekki að njóta þess lífs sem þeim er ýtt í. Einstaklingar sem mörg höfðu haft lífsplan sitt á hreinu, en það endað af ráðríkum foreldrum, prestum eða öðrum. Og ótal dæmi eru um og hafa komið fram í fjölmiðlum og samræðuþáttum hér í Ástralíu og börnin gjalda þess. AÐ GETA LOKSINS ANDAÐ LÉTTARA VIÐ AÐ VERA EKKI RENGD UM ÞAÐ Þegar löngu þráð innsæis vitneskja undirvitundarinnar fær ákall og leyfi utan frá til að koma upp á yfirborðið. Þá virkar það sem ljúfur loka-áfangi. Af því að þau fræði sem koma með staðfestingu þekkingar nútímans á sál, undirvitund og litríki erfiðrar reynslu, gegn viðhorfum fyrri tíma. Skapa viss tímamót og virka þá sem lykill að von um betri tíma. Annan veruleika en þau sem sett voru upp frá barnalegum Goðsagnarkenningum. Kenningum sem standast ekki veruleika lífsins. Bókin hans Bessel´s Van Der Kolk, „The Body Keep´s the Score hefur nýlega verið þýdd til að heita á þessu máli „Líkaminn geymir allt“. Það var kannski fyrsta bók af því tagi sem hefur verið þýdd yfir á þetta mál. Innihald hennar var ný alda vorleysinga úr innviðum mínum sem gerðist hér í Ástralíu. Sem var stóra hlassið númer tvö. Frænka mín í Ameríku sagði mér frá henni eftir að hún las bókina mína sem var skrifuð á ensku árið 2013 og áfram. Og er titillinn „Diving Into The Threads of Life“ A Woman´s story. Sem var skrifuð þrjátíu árum eftir að flytja úr landi og fá tækifæri fyrir fyrstu almennilegu afhlaðninguna. Sú lota í líföndun með meiru gaf mér mig til mín frá því sem var veitt í því ferli. Og afhlóð þá því sem líkaminn gat leyst úr viðjum eins og á, á Íslandi á vori. Líkamar geta átt það til að leysa djúpri mengun erfiðrar reynslu í áföngum í gegn um árin. Ég hef lært frá þeim veruleika að kerfin eru glúrin við að geyma reynsluna hér og þar í manni þangað til rétt tækifæri og opnun utan frá gerist, og setja svo unnin atriði í sögudálk heilans sem hefur ekki svo sterka tilfinningalega orku eins og það óunna hefur. En dæla ekki öllu út í einu. EINSKONAR RÖNTGEN AUGU Á ÞAÐ INNRA SEM VAR EKKI FALT UM ALDIR Svo komu fleiri bækur sem staðfestu það enn betur sem innsæi mitt og líkami hafði vitað. Sú staðreynd var og er eins og áður er getið, að erfið tilfinningaleg reynsla hverfur ekki út í buskann. Heldur fer á hraðferð framhjá heilabúinu beint inn í taugakerfin og sellur líkamans. Það er Thomas Hubl með tveim bókum sínum sem settu það allt fyrir framan mig á nýjan hátt vitundarlega. Fyrst með bókinni „Healing Intergenerational Trauma“sem staðfesti þá innri vitund að erfiðar tilfinningar hyrfu ekki eins og þjóðin og hugsanlega allur heimurinn vildi halda fram um aldir, en færist niður kynslóðirnar á einn og annan veg. Svo kom bókin „Attuned“ sem er í raun eins og smásjáar röntgen sýn á taugakerfin og það sem situr þar. Atriði sem komu að mér frá síðum bókarinnar virkuðu eins og spegill að mér frá mínu innra sjálfi og myndu vera fyrir ótal aðra einstaklinga. Bókin er með svo mörg af þeim atriðum sem ég lifði við, og ég hef unnið þó nokkuð með, sem er með ólíkindum frelsandi. Slíkt virkar þá í manni eins og punktur á eftir langri sögu allskonar upplifana af höfnun sem milljónir einstaklinga á jörðu hafa einnig lifað. Vorleysingarnar sem ég kem að hér, er orðtæki sem kemur í hugann við að fá viðurkenninguna og staðfestinguna á veruleika sem var ekki viðurkenndur. En milljónir einstaklinga lifðu. Svo að til lukku nýrra kynslóða, er að nú eru fræðingar að sýna okkur þá staðreynd, að það er mikið meira falið í að vera mannvera í líkama, en reynt var að halda fram á þeim tímum. Þegar allir áttu bara að vera í og á rökhyggjunni og ekki sýna tilfinningar nema í fáum spari atvikum. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur til langs tíma í Ástralíu.
Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson Skoðun
Skoðun Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum Anna Júlíusdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldi og mannréttindabrot á Íslandi ekki forgangsmál þingmanna Grímur Atlason skrifar
Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar
Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar
Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson Skoðun