Ruglið kringum Bjarna Ben Birgir Dýrfjörð skrifar 15. apríl 2024 08:01 Í kosningum til Alþingis árið 2021 voru rúmlega 203 þúsund kjósendur. Af þeim 203 þús. voru 166 þús. yfirlýstir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins, sem var þá eins og nú undir forustu Bjarna Benediktssonar. Þeir kusu allir aðra flokka. Frambjóðendur allra þeirra 166 þús. andstæðinga fóru gegn Sjálfstæðisflokknum. Þeir vöruðu kjósendur við að kjósa Bjarna Benediktsson og flokk hans. Hvaðan koma þeir? Nú hafa meira en 40 þús. kjósendur ýtt á hnapp og skorað þannig á Bjarna að segja af sér. Því er spurt. Eru þessi liðlega 40 þús. Sem ýttu á hnappinn og vilja Bjarna burt, úr hópi þeirra sem kusu hann og fólu honum umboð sitt til að stjórna. Eða ætli þeir séu úr hópi þeirra 166 þús. kjósenda sem unnu gegn þingsetu hans, og reyndu þannig að því koma í veg fyrir að hann yrði ráðherra? Ætla þeir kannski nú, að hefna þess í héraði sem þeir töpuðu á Alþingi? Í lýðræðisríki er mikilvægt að fólk nýti rétt sinn til að sýna hug sinn til verka stjórnmálamanna og flokka og geri ályktanir þar um. Það er samt óheiðarlegt að láta í veðri vaka, að almennar pólitískar ályktanir hafi stjórnskipunarlega stöðu, sem geti breytt einhverju um samþykktir Alþingis. Vanhugsuð árás Sjálfstæðisflokkurinn er nú illa tættur af innanmeinum. Mörgum vansælum klíkum, sem bítast um pláss við jötuna og eyða orku sinni í, að standa í vegi hver fyrir annarri. Er líklegt að þessi árás andstæðinga Bjarna Ben geti bjargað því sem Sjálfstæðisflokkinn vantar mest nú, að hún ýti undir að þeir snú bökum saman og eflist sem samstæður hópur? Það mun væntanlega koma í ljós í skoðanakönnunum þegar fram líður. Es: Afi minn sagði oft: „Í upphafi skyldi endinn skoða.“ Það á við enn í dag. Höfundur er rafvirkjameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í kosningum til Alþingis árið 2021 voru rúmlega 203 þúsund kjósendur. Af þeim 203 þús. voru 166 þús. yfirlýstir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins, sem var þá eins og nú undir forustu Bjarna Benediktssonar. Þeir kusu allir aðra flokka. Frambjóðendur allra þeirra 166 þús. andstæðinga fóru gegn Sjálfstæðisflokknum. Þeir vöruðu kjósendur við að kjósa Bjarna Benediktsson og flokk hans. Hvaðan koma þeir? Nú hafa meira en 40 þús. kjósendur ýtt á hnapp og skorað þannig á Bjarna að segja af sér. Því er spurt. Eru þessi liðlega 40 þús. Sem ýttu á hnappinn og vilja Bjarna burt, úr hópi þeirra sem kusu hann og fólu honum umboð sitt til að stjórna. Eða ætli þeir séu úr hópi þeirra 166 þús. kjósenda sem unnu gegn þingsetu hans, og reyndu þannig að því koma í veg fyrir að hann yrði ráðherra? Ætla þeir kannski nú, að hefna þess í héraði sem þeir töpuðu á Alþingi? Í lýðræðisríki er mikilvægt að fólk nýti rétt sinn til að sýna hug sinn til verka stjórnmálamanna og flokka og geri ályktanir þar um. Það er samt óheiðarlegt að láta í veðri vaka, að almennar pólitískar ályktanir hafi stjórnskipunarlega stöðu, sem geti breytt einhverju um samþykktir Alþingis. Vanhugsuð árás Sjálfstæðisflokkurinn er nú illa tættur af innanmeinum. Mörgum vansælum klíkum, sem bítast um pláss við jötuna og eyða orku sinni í, að standa í vegi hver fyrir annarri. Er líklegt að þessi árás andstæðinga Bjarna Ben geti bjargað því sem Sjálfstæðisflokkinn vantar mest nú, að hún ýti undir að þeir snú bökum saman og eflist sem samstæður hópur? Það mun væntanlega koma í ljós í skoðanakönnunum þegar fram líður. Es: Afi minn sagði oft: „Í upphafi skyldi endinn skoða.“ Það á við enn í dag. Höfundur er rafvirkjameistari.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar