Gunnar Jarl: Aukaleikarar sem ættu ekki að skipta sér af Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. apríl 2024 14:31 Gunnar Jarl Jónsson er margreyndur og hefur fimm sinnum verið valinn dómari ársins. vísir/anton Gunnar Jarl Jónsson var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977. Þar ræddi hann meðal annars agaleysi á varamannabekkjum liða á Íslandi og spjaldveitingar í upphafi móts. Spjaldagleði dómara hefur vakið athygli og umtal í fyrstu umferðum Bestu deildarinnar. Formaður dómaranefndar KSÍ sagði „löngu tímabært að taka á þessum ofsafengnu mótmælum gagnvart ákvörðun dómara.“ Alls fóru 52 gul og 2 rauð spjöld á loft í 1. umferð. Svo mikið var um spjöldin að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ sektaði HK fyrir fjölda spjalda í leiknum fyrir norðan. Markvarðaþjálfari KA var einnig áminntur á meðan leik stóð. Rauðu spjöldin í fyrstu umferð fóru hins vegar bæði á loft í Árbænum þar sem Fylkir tapaði gegn KR. Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis hlaut eitt þeirra og hitt hlaut Halldór Steinsson í liðsstjórn Árbæinga. Það þykir ansi óvenjulegt að þjálfarar og liðsstjórar, menn sem standa utan vallar meðan leikur fer fram, fái áminningu eða rautt spjald. Auk þeirra sem nefndir eru hér að ofan fékk markvarðaþjálfari Víkings rautt spjald og tók út leikbann í fyrstu umferð. Gunnar Jarl Jónsson, margreyndur dómari og meðlimur í dómaranefnd KSÍ, sagði þetta vandamál séríslenskt: „Það ættu engir aukaleikarar, ef við getum orðað það svo, að skipta sér af málum. Hér heima eru búningastjórar, liðsstjórar, markmannsþjálfarar, sjúkraþjálfarar, leikgreinendur, allir að skipta sér af dómgæslu. Þetta gerist ekki á Norðurlöndum.“ „Þú ert ráðinn í vinnu til að vera sjúkraþjálfari, þjálfa markverðina eða sjá um aðbúnað leikmanna. Þú ert ráðinn í vinnu til þess. Munurinn á bekkjunum hér og t.d. í Danmörku, þar er ákveðinn kúltúr og það er enginn leikgreinandi að skipta sér af hlutunum, það er séríslenskt.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Umræðan um spjöldin hefst eftir tæpa klukkustund. Besta deild karla Tengdar fréttir Heimir ósáttur eftir leik: Má ekki anda og þá er búið að lyfta spjaldi Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, taldi sína menn eiga skilið meira úr leiknum eftir eftir 2-0 tap sinna manna gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. 8. apríl 2024 22:31 Óli Jóh: Við erum alltaf tilraunadýr Það vantaði ekki gulu spjöldin í fyrstu leikjum Íslandsmótsins í knattspyrnu en þau fóru mjög mörg á loft í sex leikjum Bestu deildar karla um helgina. 9. apríl 2024 09:31 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Sjá meira
Spjaldagleði dómara hefur vakið athygli og umtal í fyrstu umferðum Bestu deildarinnar. Formaður dómaranefndar KSÍ sagði „löngu tímabært að taka á þessum ofsafengnu mótmælum gagnvart ákvörðun dómara.“ Alls fóru 52 gul og 2 rauð spjöld á loft í 1. umferð. Svo mikið var um spjöldin að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ sektaði HK fyrir fjölda spjalda í leiknum fyrir norðan. Markvarðaþjálfari KA var einnig áminntur á meðan leik stóð. Rauðu spjöldin í fyrstu umferð fóru hins vegar bæði á loft í Árbænum þar sem Fylkir tapaði gegn KR. Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis hlaut eitt þeirra og hitt hlaut Halldór Steinsson í liðsstjórn Árbæinga. Það þykir ansi óvenjulegt að þjálfarar og liðsstjórar, menn sem standa utan vallar meðan leikur fer fram, fái áminningu eða rautt spjald. Auk þeirra sem nefndir eru hér að ofan fékk markvarðaþjálfari Víkings rautt spjald og tók út leikbann í fyrstu umferð. Gunnar Jarl Jónsson, margreyndur dómari og meðlimur í dómaranefnd KSÍ, sagði þetta vandamál séríslenskt: „Það ættu engir aukaleikarar, ef við getum orðað það svo, að skipta sér af málum. Hér heima eru búningastjórar, liðsstjórar, markmannsþjálfarar, sjúkraþjálfarar, leikgreinendur, allir að skipta sér af dómgæslu. Þetta gerist ekki á Norðurlöndum.“ „Þú ert ráðinn í vinnu til að vera sjúkraþjálfari, þjálfa markverðina eða sjá um aðbúnað leikmanna. Þú ert ráðinn í vinnu til þess. Munurinn á bekkjunum hér og t.d. í Danmörku, þar er ákveðinn kúltúr og það er enginn leikgreinandi að skipta sér af hlutunum, það er séríslenskt.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Umræðan um spjöldin hefst eftir tæpa klukkustund.
Besta deild karla Tengdar fréttir Heimir ósáttur eftir leik: Má ekki anda og þá er búið að lyfta spjaldi Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, taldi sína menn eiga skilið meira úr leiknum eftir eftir 2-0 tap sinna manna gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. 8. apríl 2024 22:31 Óli Jóh: Við erum alltaf tilraunadýr Það vantaði ekki gulu spjöldin í fyrstu leikjum Íslandsmótsins í knattspyrnu en þau fóru mjög mörg á loft í sex leikjum Bestu deildar karla um helgina. 9. apríl 2024 09:31 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Sjá meira
Heimir ósáttur eftir leik: Má ekki anda og þá er búið að lyfta spjaldi Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, taldi sína menn eiga skilið meira úr leiknum eftir eftir 2-0 tap sinna manna gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. 8. apríl 2024 22:31
Óli Jóh: Við erum alltaf tilraunadýr Það vantaði ekki gulu spjöldin í fyrstu leikjum Íslandsmótsins í knattspyrnu en þau fóru mjög mörg á loft í sex leikjum Bestu deildar karla um helgina. 9. apríl 2024 09:31