Johnson leitaði á náðir Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2024 17:04 Mike Johnson og Donald Trump í Mar-a-Lago í gær. AP/Wilfredo Lee Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, leitaði í gær á náðir Donalds Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins. Johnson hefur átt í miklu basli með þingflokk sinn sem hefur mjög nauman meirihluta á þingi og nánir stuðningsmenn Trumps hafa unnið gegn honum. Má þar helst nefna Marjorie Taylor Greene, sem ætlar mögulega að reyna að velta honum úr sessi. Eftir fund Johnson og Trump í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Trump í Flórída, lýsti Trump því yfir að Johnson hefði staðið sig vel í starfi og nyti stuðnings síns. Sjá einnig: Erfiðir dagar í vændum á óreiðukenndu þingi Saman lýstu þeir því yfir að leggja ætti fram nýtt frumvarp sem ætlað væri að koma í veg fyrir það að innflytjendur, sem ekki eru bandarískir ríkisborgarar, kjósi í Bandaríkjunum. Sem er eitthvað sem gerist ekki þar í landi. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar eru það lögbrot að taka þátt í kosningum í Bandaríkjunum án ríkisborgararéttar og er einkar sjaldgæft að fólki reyni það. Slík tilfelli hafa komið upp en sérfræðingar segja að í yfirgnæfandi meirihluta atvika sé um að ræða löglega innflytjendur sem hafi ranglega talið að þau væru komin með kosningarétt. Trump stofnaði eftir forstakosningarnar 2016 sérstaka nefnd sem átti að rannsaka slík tilfelli þar sem hann sagði að eina ástæðan fyrir því að hann hefði fengið færri atkvæði á landsvísu en Hillary Clinton, væri að fjöldi fólks sem væri ekki ríkisborgarar hefðu tekið þátt í kosningunum. Nefndin var á endanum lögð niður án þess að finna eitt dæmi um slíkt. Þrátt fyrir það lýstu Johnson og Trump yfir áhyggjum af flæði farand- og flóttafólks til Bandaríkjanna og því að þetta fólk gæti tekið þátt í kosningunum. Líktu þeir ástandinu við innrás. Trump kallaði eftir því að Joe Biden, forseti, lokaði landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Umferð farand- og flóttafólks um landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó hefur aukist verulega og hefur Trump farið hörðum orðum um Joe Biden, sitjandi forseta og mótframbjóðanda sinn, vegna ástandsins. Trump sjálfur kom þó í veg fyrir umfangsmiklar aðgerðir á landamærunum þegar hann skipaði Repúblikönum að samþykkja ekki frumvarp sem þingmenn beggja flokka hefðu komið að því að semja og sagði hann opinberlega að ástæðan væri sú að hann vildi nota ástandið á landamærunum í kosningabaráttu sinni gegn Biden. Sjá einnig: Snerist hugur nokkrum tímum eftir að hann sagði aðgerðir nauðsynlegar Trump hefur ítrekað lýst farand- og flóttafólki sem dýrum á undanförnum vikum. Óttast að aðgerðir komi niður á borgurum Frumvarp sem Johnson og Trump lýstu í gær, myndi líklega aldrei fara í gegnum öldungadeildinar, þar sem Demókratar eru með nauman meirihluta. Því er að öllum líkindum eingöngu ætlað að vera notað gegn Demókrötum í kosningunum í nóvember. Ein af ástæðum þess að Demókratar óttast aðgerðir eins og þær sem Johnson og Trupm lýstu í gær er að þegar þær hafa verið reyndar áður hafa þær komið niður á fólki með kosningarétt. Þetta var til að mynda reynt í Texas árið 2019 og þá ætluðu Repúblikanar í leiðinni að meina tugum þúsunda manna með ríkisborgararrétt að taka þátt í kosningum. Tilraunin var stöðvuð af alríkisdómara og sagði innanríkisráðherra Texas af sér í kjölfarið. Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Trump lætur reyna á þagnarskylduna Innan við tveimur vikum eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var meinað af dómara að tjá sig með niðrandi og æsandi hætti um dóttur dómarans, vitni, kviðdómendur og aðra sem að réttarhöldunum gegn honum í New York koma, hefur Trump gagnrýnt tvo líkleg og mikilvæg vitni á samfélagsmiðlum. 12. apríl 2024 14:11 Vill herja á Trump vegna þungunarrofs Miklar deilur mynduðust á þingi Arizona í Bandaríkjunum í gær þegar Repúblikanar komu í veg fyrir umræðu um að fella úr gildi 160 ára gömul lög um bann við þungunarrofi sem voru nýverið endurvakin af hæstarétti ríkisins. „Skömm, Skömm!“ var kallað í þingsalnum þegar umræðan var stöðvuð. 11. apríl 2024 16:17 „Ég nota orðið dýr því það er það sem þau eru“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, sagði farand- og flóttafólk aftur vera „dýr“ í kosningaræðu í Michigan í gær. Þá endurtók hann gömul ummæli um að ráðamenn annarra ríkja væru að senda glæpamenn til Bandaríkjanna með ólöglegum hætti. 3. apríl 2024 10:15 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Sjá meira
Má þar helst nefna Marjorie Taylor Greene, sem ætlar mögulega að reyna að velta honum úr sessi. Eftir fund Johnson og Trump í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Trump í Flórída, lýsti Trump því yfir að Johnson hefði staðið sig vel í starfi og nyti stuðnings síns. Sjá einnig: Erfiðir dagar í vændum á óreiðukenndu þingi Saman lýstu þeir því yfir að leggja ætti fram nýtt frumvarp sem ætlað væri að koma í veg fyrir það að innflytjendur, sem ekki eru bandarískir ríkisborgarar, kjósi í Bandaríkjunum. Sem er eitthvað sem gerist ekki þar í landi. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar eru það lögbrot að taka þátt í kosningum í Bandaríkjunum án ríkisborgararéttar og er einkar sjaldgæft að fólki reyni það. Slík tilfelli hafa komið upp en sérfræðingar segja að í yfirgnæfandi meirihluta atvika sé um að ræða löglega innflytjendur sem hafi ranglega talið að þau væru komin með kosningarétt. Trump stofnaði eftir forstakosningarnar 2016 sérstaka nefnd sem átti að rannsaka slík tilfelli þar sem hann sagði að eina ástæðan fyrir því að hann hefði fengið færri atkvæði á landsvísu en Hillary Clinton, væri að fjöldi fólks sem væri ekki ríkisborgarar hefðu tekið þátt í kosningunum. Nefndin var á endanum lögð niður án þess að finna eitt dæmi um slíkt. Þrátt fyrir það lýstu Johnson og Trump yfir áhyggjum af flæði farand- og flóttafólks til Bandaríkjanna og því að þetta fólk gæti tekið þátt í kosningunum. Líktu þeir ástandinu við innrás. Trump kallaði eftir því að Joe Biden, forseti, lokaði landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Umferð farand- og flóttafólks um landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó hefur aukist verulega og hefur Trump farið hörðum orðum um Joe Biden, sitjandi forseta og mótframbjóðanda sinn, vegna ástandsins. Trump sjálfur kom þó í veg fyrir umfangsmiklar aðgerðir á landamærunum þegar hann skipaði Repúblikönum að samþykkja ekki frumvarp sem þingmenn beggja flokka hefðu komið að því að semja og sagði hann opinberlega að ástæðan væri sú að hann vildi nota ástandið á landamærunum í kosningabaráttu sinni gegn Biden. Sjá einnig: Snerist hugur nokkrum tímum eftir að hann sagði aðgerðir nauðsynlegar Trump hefur ítrekað lýst farand- og flóttafólki sem dýrum á undanförnum vikum. Óttast að aðgerðir komi niður á borgurum Frumvarp sem Johnson og Trump lýstu í gær, myndi líklega aldrei fara í gegnum öldungadeildinar, þar sem Demókratar eru með nauman meirihluta. Því er að öllum líkindum eingöngu ætlað að vera notað gegn Demókrötum í kosningunum í nóvember. Ein af ástæðum þess að Demókratar óttast aðgerðir eins og þær sem Johnson og Trupm lýstu í gær er að þegar þær hafa verið reyndar áður hafa þær komið niður á fólki með kosningarétt. Þetta var til að mynda reynt í Texas árið 2019 og þá ætluðu Repúblikanar í leiðinni að meina tugum þúsunda manna með ríkisborgararrétt að taka þátt í kosningum. Tilraunin var stöðvuð af alríkisdómara og sagði innanríkisráðherra Texas af sér í kjölfarið.
Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Trump lætur reyna á þagnarskylduna Innan við tveimur vikum eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var meinað af dómara að tjá sig með niðrandi og æsandi hætti um dóttur dómarans, vitni, kviðdómendur og aðra sem að réttarhöldunum gegn honum í New York koma, hefur Trump gagnrýnt tvo líkleg og mikilvæg vitni á samfélagsmiðlum. 12. apríl 2024 14:11 Vill herja á Trump vegna þungunarrofs Miklar deilur mynduðust á þingi Arizona í Bandaríkjunum í gær þegar Repúblikanar komu í veg fyrir umræðu um að fella úr gildi 160 ára gömul lög um bann við þungunarrofi sem voru nýverið endurvakin af hæstarétti ríkisins. „Skömm, Skömm!“ var kallað í þingsalnum þegar umræðan var stöðvuð. 11. apríl 2024 16:17 „Ég nota orðið dýr því það er það sem þau eru“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, sagði farand- og flóttafólk aftur vera „dýr“ í kosningaræðu í Michigan í gær. Þá endurtók hann gömul ummæli um að ráðamenn annarra ríkja væru að senda glæpamenn til Bandaríkjanna með ólöglegum hætti. 3. apríl 2024 10:15 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Sjá meira
Trump lætur reyna á þagnarskylduna Innan við tveimur vikum eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var meinað af dómara að tjá sig með niðrandi og æsandi hætti um dóttur dómarans, vitni, kviðdómendur og aðra sem að réttarhöldunum gegn honum í New York koma, hefur Trump gagnrýnt tvo líkleg og mikilvæg vitni á samfélagsmiðlum. 12. apríl 2024 14:11
Vill herja á Trump vegna þungunarrofs Miklar deilur mynduðust á þingi Arizona í Bandaríkjunum í gær þegar Repúblikanar komu í veg fyrir umræðu um að fella úr gildi 160 ára gömul lög um bann við þungunarrofi sem voru nýverið endurvakin af hæstarétti ríkisins. „Skömm, Skömm!“ var kallað í þingsalnum þegar umræðan var stöðvuð. 11. apríl 2024 16:17
„Ég nota orðið dýr því það er það sem þau eru“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, sagði farand- og flóttafólk aftur vera „dýr“ í kosningaræðu í Michigan í gær. Þá endurtók hann gömul ummæli um að ráðamenn annarra ríkja væru að senda glæpamenn til Bandaríkjanna með ólöglegum hætti. 3. apríl 2024 10:15