Afar undarleg sjálfsmörk og markmannsmistök Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. apríl 2024 16:08 Bart Verbruggen átti ólukkaða spyrnu upp völlinn sem fór í Josh Brownhill og þaðan í netið. Lewis Storey/Getty Images Þremur leikjum lauk rétt í þessu í ensku úrvalsdeildinni. Mest var spennan í leik Wolves og Nottingham Forest en aðrir leikir lituðust af furðulegum sjálfsmörkum og markmannsmistökum. Wolves og Nottingham Forest gerðu 2-2 jafntefli sín á milli. Wolves tók forystuna á 40. mínútu með glæsimarki frá Matheus Cunha. Hann fékk boltann á eigin vallarhelmingi og rak allan völlinn áður en hann þrumaði honum í þaknetið. Stoðsendingin barst frá José Sá, markverði Wolves. Morgan Gibbs-White jafnaði svo metin með kollspyrnu eftir hornspyrnu Giovanni Reyna rétt fyrir hálfleik. Snemma í seinni hálfleik náði Nottingham svo forystu þegar Danilo skoraði eftir stungusendingu frá Gibbs-White. Aðeins fjórum mínútum síðar, á 62. mínútu, jafnaði Wolves á nýjan leik. Aftur var Matheus Cunha á ferðinni, fyrstur í frákast eftir skot sem Matt Selz, markvörður Forest missti frá sér. Fleiri urðu mörkin ekki og liðin skildu jöfn. Mikill sjálfsmarkadagur Brentford vann 2-0 sigur á Sheffield United. Tvö mörk voru skoruð með stuttu millibilli í seinni hálfleik. Oliver Arblaster potaði boltanum óvart í eigið net á 64. mínútu eftir fyrirgjöf Mikkel Damsgaard. Fjórum mínútum síðar skoraði Damsgaard svo sjálfur með laglegri klippu en markið var dæmt af eftir myndbandsskoðun. Það kom ekki að sök því Frank Onyeka skoraði annað mark fyrir Brentford og gulltryggði sigurinn á þriðju mínútu uppbótartíma. Markmannsmistök á markmannsmistök ofan Burnley og Brighton skildu jöfn 1-1 í steindauðum leik sem litaðist af furðulegum markmannsmistökum á báðum endum. Burnley urðu fyrstir til að skora á 74. mínútu, afar ólukkuleg spyrna markmannsins Bart Verbruggen skaust í Josh Brownhill og af honum í netið. Gæðin voru ekki meiri hinum megin á vellinum en Arijanet Muric fékk sendingu frá Sander Berge og misreiknaði sig í móttökunni, missti boltann undir fótinn og þaðan rúllaði hann í netið. Stöðuna í ensku úrvalsdeildinni má finna hér. Enski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Wolves og Nottingham Forest gerðu 2-2 jafntefli sín á milli. Wolves tók forystuna á 40. mínútu með glæsimarki frá Matheus Cunha. Hann fékk boltann á eigin vallarhelmingi og rak allan völlinn áður en hann þrumaði honum í þaknetið. Stoðsendingin barst frá José Sá, markverði Wolves. Morgan Gibbs-White jafnaði svo metin með kollspyrnu eftir hornspyrnu Giovanni Reyna rétt fyrir hálfleik. Snemma í seinni hálfleik náði Nottingham svo forystu þegar Danilo skoraði eftir stungusendingu frá Gibbs-White. Aðeins fjórum mínútum síðar, á 62. mínútu, jafnaði Wolves á nýjan leik. Aftur var Matheus Cunha á ferðinni, fyrstur í frákast eftir skot sem Matt Selz, markvörður Forest missti frá sér. Fleiri urðu mörkin ekki og liðin skildu jöfn. Mikill sjálfsmarkadagur Brentford vann 2-0 sigur á Sheffield United. Tvö mörk voru skoruð með stuttu millibilli í seinni hálfleik. Oliver Arblaster potaði boltanum óvart í eigið net á 64. mínútu eftir fyrirgjöf Mikkel Damsgaard. Fjórum mínútum síðar skoraði Damsgaard svo sjálfur með laglegri klippu en markið var dæmt af eftir myndbandsskoðun. Það kom ekki að sök því Frank Onyeka skoraði annað mark fyrir Brentford og gulltryggði sigurinn á þriðju mínútu uppbótartíma. Markmannsmistök á markmannsmistök ofan Burnley og Brighton skildu jöfn 1-1 í steindauðum leik sem litaðist af furðulegum markmannsmistökum á báðum endum. Burnley urðu fyrstir til að skora á 74. mínútu, afar ólukkuleg spyrna markmannsins Bart Verbruggen skaust í Josh Brownhill og af honum í netið. Gæðin voru ekki meiri hinum megin á vellinum en Arijanet Muric fékk sendingu frá Sander Berge og misreiknaði sig í móttökunni, missti boltann undir fótinn og þaðan rúllaði hann í netið. Stöðuna í ensku úrvalsdeildinni má finna hér.
Enski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti