Afar undarleg sjálfsmörk og markmannsmistök Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. apríl 2024 16:08 Bart Verbruggen átti ólukkaða spyrnu upp völlinn sem fór í Josh Brownhill og þaðan í netið. Lewis Storey/Getty Images Þremur leikjum lauk rétt í þessu í ensku úrvalsdeildinni. Mest var spennan í leik Wolves og Nottingham Forest en aðrir leikir lituðust af furðulegum sjálfsmörkum og markmannsmistökum. Wolves og Nottingham Forest gerðu 2-2 jafntefli sín á milli. Wolves tók forystuna á 40. mínútu með glæsimarki frá Matheus Cunha. Hann fékk boltann á eigin vallarhelmingi og rak allan völlinn áður en hann þrumaði honum í þaknetið. Stoðsendingin barst frá José Sá, markverði Wolves. Morgan Gibbs-White jafnaði svo metin með kollspyrnu eftir hornspyrnu Giovanni Reyna rétt fyrir hálfleik. Snemma í seinni hálfleik náði Nottingham svo forystu þegar Danilo skoraði eftir stungusendingu frá Gibbs-White. Aðeins fjórum mínútum síðar, á 62. mínútu, jafnaði Wolves á nýjan leik. Aftur var Matheus Cunha á ferðinni, fyrstur í frákast eftir skot sem Matt Selz, markvörður Forest missti frá sér. Fleiri urðu mörkin ekki og liðin skildu jöfn. Mikill sjálfsmarkadagur Brentford vann 2-0 sigur á Sheffield United. Tvö mörk voru skoruð með stuttu millibilli í seinni hálfleik. Oliver Arblaster potaði boltanum óvart í eigið net á 64. mínútu eftir fyrirgjöf Mikkel Damsgaard. Fjórum mínútum síðar skoraði Damsgaard svo sjálfur með laglegri klippu en markið var dæmt af eftir myndbandsskoðun. Það kom ekki að sök því Frank Onyeka skoraði annað mark fyrir Brentford og gulltryggði sigurinn á þriðju mínútu uppbótartíma. Markmannsmistök á markmannsmistök ofan Burnley og Brighton skildu jöfn 1-1 í steindauðum leik sem litaðist af furðulegum markmannsmistökum á báðum endum. Burnley urðu fyrstir til að skora á 74. mínútu, afar ólukkuleg spyrna markmannsins Bart Verbruggen skaust í Josh Brownhill og af honum í netið. Gæðin voru ekki meiri hinum megin á vellinum en Arijanet Muric fékk sendingu frá Sander Berge og misreiknaði sig í móttökunni, missti boltann undir fótinn og þaðan rúllaði hann í netið. Stöðuna í ensku úrvalsdeildinni má finna hér. Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Sjá meira
Wolves og Nottingham Forest gerðu 2-2 jafntefli sín á milli. Wolves tók forystuna á 40. mínútu með glæsimarki frá Matheus Cunha. Hann fékk boltann á eigin vallarhelmingi og rak allan völlinn áður en hann þrumaði honum í þaknetið. Stoðsendingin barst frá José Sá, markverði Wolves. Morgan Gibbs-White jafnaði svo metin með kollspyrnu eftir hornspyrnu Giovanni Reyna rétt fyrir hálfleik. Snemma í seinni hálfleik náði Nottingham svo forystu þegar Danilo skoraði eftir stungusendingu frá Gibbs-White. Aðeins fjórum mínútum síðar, á 62. mínútu, jafnaði Wolves á nýjan leik. Aftur var Matheus Cunha á ferðinni, fyrstur í frákast eftir skot sem Matt Selz, markvörður Forest missti frá sér. Fleiri urðu mörkin ekki og liðin skildu jöfn. Mikill sjálfsmarkadagur Brentford vann 2-0 sigur á Sheffield United. Tvö mörk voru skoruð með stuttu millibilli í seinni hálfleik. Oliver Arblaster potaði boltanum óvart í eigið net á 64. mínútu eftir fyrirgjöf Mikkel Damsgaard. Fjórum mínútum síðar skoraði Damsgaard svo sjálfur með laglegri klippu en markið var dæmt af eftir myndbandsskoðun. Það kom ekki að sök því Frank Onyeka skoraði annað mark fyrir Brentford og gulltryggði sigurinn á þriðju mínútu uppbótartíma. Markmannsmistök á markmannsmistök ofan Burnley og Brighton skildu jöfn 1-1 í steindauðum leik sem litaðist af furðulegum markmannsmistökum á báðum endum. Burnley urðu fyrstir til að skora á 74. mínútu, afar ólukkuleg spyrna markmannsins Bart Verbruggen skaust í Josh Brownhill og af honum í netið. Gæðin voru ekki meiri hinum megin á vellinum en Arijanet Muric fékk sendingu frá Sander Berge og misreiknaði sig í móttökunni, missti boltann undir fótinn og þaðan rúllaði hann í netið. Stöðuna í ensku úrvalsdeildinni má finna hér.
Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Sjá meira