Segir yfirlýsingu bankaráðsins „auma“ Kjartan Kjartansson skrifar 12. apríl 2024 19:01 Tryggvi Pálsson, formaður stjórnar Bankasýslu ríkisins. í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vísir/Arnar Formaður stjórnar Bankasýslunnar segir það „aumt“ hjá bankaráði Landsbankans að fullyrða í yfirlýsingu að henni hefði átt að vera fullkunnugt um áform bankans um að bjóða í TM. Skipta þurfi bankaráðinu út til þess að fara nánar yfir kaupin. Fráfarandi bankaráð Landsbankans gaf frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem það fullyrti að Bankasýslan hefði verið upplýst um að bankinn ætlaði að bjóða í tryggingafélagið TM í desember. Bankasýslan hafi ekki gert athugasemdir eða óskað eftir frekari upplýsingum þrátt fyrir fjölda tækifæra til þess. Yfirlýsingin kom skömmu eftir að Bankasýslan sendi fjármálaráðherra bréf með viðbrögðum sínum við greinargerð sem Landsbankinn skilaði vegna kaupanna á TM. Bankasýslan telur að kaupin stríði gegn eigendastefnu ríkisins og að bankaráðið hafi ekki veitt upplýsingar í samræmi við samning þess við bankasýsluna. Bankaráðinu verður skipt út á aðalfundi í næstu viku að tillögu Bankasýslunnar. Hafi tæplega lesið viðbrögð Bankasýslunnar Tryggvi Pálsson, formaður stjórnar Bankasýslunnar, sagði það ekki standast neina skoðun að halda því fram að bankaráðið hafi upplýst Bankasýsluna um fyrirhuguð kaup á TM þegar í desember. Þar vísi bankaráðið í þriggja mínútna samtal sitt við formann bankaráðsins í síma. Þar hafi ekki verið rætt neitt um skuldbindandi tilboð í TM. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi fjármálaráðherra, hafi lýst andstöðu sinni við möguleg kaup Landsbankans á TM í febrúar og bankaráðinu hafi verið fullkunnugt um það. Skuldbinandi tilboð hafi ekki verið lagt fram fyrr en 15. mars og þá hafi Bankasýslan ekki fengið neinar upplýsingar. „Mér finnst þetta mjög aumt að koma með þessa yfirlýsingu og vera að tala um að þetta ætti að vera okkur fullkunnugt. Það er á engan hátt þannig,“ sagði Tryggvi í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sagði hann bankaráðið tæplega hafa náð að lesa skýrslu Bankasýslunnar áður en það sendi frá sér yfirlýsinguna í dag. Nýtt bankaráð leggi mat á valkosti bankans Bankasýslan vilji ekki rýra orðspor Landsbankans en hún telji að bankaráðið hafi ekki staðið sig sem skyldi. „Þess vegna verðum við að grípa til þess að koma með nýtt fólk sem á að meta þennan samning og meta hvaða valkosti Landsbankinn hefur,“ sagði Tryggvi sem benti á að Samkeppniseftirlitið ætti eftir að taka afstöðu til kaupanna og það væru einhverjir mánuðir í að það lægi fyrir. Þá sagði Tryggvi að Bankasýslan tæki ekki neina afstöðu til þess hvort málið hefði áhrif á stöðu Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans. Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Fráfarandi bankaráð Landsbankans gaf frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem það fullyrti að Bankasýslan hefði verið upplýst um að bankinn ætlaði að bjóða í tryggingafélagið TM í desember. Bankasýslan hafi ekki gert athugasemdir eða óskað eftir frekari upplýsingum þrátt fyrir fjölda tækifæra til þess. Yfirlýsingin kom skömmu eftir að Bankasýslan sendi fjármálaráðherra bréf með viðbrögðum sínum við greinargerð sem Landsbankinn skilaði vegna kaupanna á TM. Bankasýslan telur að kaupin stríði gegn eigendastefnu ríkisins og að bankaráðið hafi ekki veitt upplýsingar í samræmi við samning þess við bankasýsluna. Bankaráðinu verður skipt út á aðalfundi í næstu viku að tillögu Bankasýslunnar. Hafi tæplega lesið viðbrögð Bankasýslunnar Tryggvi Pálsson, formaður stjórnar Bankasýslunnar, sagði það ekki standast neina skoðun að halda því fram að bankaráðið hafi upplýst Bankasýsluna um fyrirhuguð kaup á TM þegar í desember. Þar vísi bankaráðið í þriggja mínútna samtal sitt við formann bankaráðsins í síma. Þar hafi ekki verið rætt neitt um skuldbindandi tilboð í TM. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi fjármálaráðherra, hafi lýst andstöðu sinni við möguleg kaup Landsbankans á TM í febrúar og bankaráðinu hafi verið fullkunnugt um það. Skuldbinandi tilboð hafi ekki verið lagt fram fyrr en 15. mars og þá hafi Bankasýslan ekki fengið neinar upplýsingar. „Mér finnst þetta mjög aumt að koma með þessa yfirlýsingu og vera að tala um að þetta ætti að vera okkur fullkunnugt. Það er á engan hátt þannig,“ sagði Tryggvi í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sagði hann bankaráðið tæplega hafa náð að lesa skýrslu Bankasýslunnar áður en það sendi frá sér yfirlýsinguna í dag. Nýtt bankaráð leggi mat á valkosti bankans Bankasýslan vilji ekki rýra orðspor Landsbankans en hún telji að bankaráðið hafi ekki staðið sig sem skyldi. „Þess vegna verðum við að grípa til þess að koma með nýtt fólk sem á að meta þennan samning og meta hvaða valkosti Landsbankinn hefur,“ sagði Tryggvi sem benti á að Samkeppniseftirlitið ætti eftir að taka afstöðu til kaupanna og það væru einhverjir mánuðir í að það lægi fyrir. Þá sagði Tryggvi að Bankasýslan tæki ekki neina afstöðu til þess hvort málið hefði áhrif á stöðu Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans.
Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira