Táningar sakaðir um skipulagningu hryðjuverkaárása Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2024 15:25 Viðbúnaðarstig vegna mögulegra hryðjuverka hefur verið hækkað. EPA/HANNIBAL HANSCHKE Lögregluþjónar í Þýskalandi hafa handtekið fjóra táninga, tvo drengi og tvær stúlkur, sem grunuð eru um undirbúning hryðjuverkaárása í nafni Íslamska ríkisins. Þrjú voru handtekinn í Norðurrín Vestfalíu og einn í Stuttgart. Þremenningarnir, sem eru fimmtán og sextán ára, eru grunuð um að hafa ætlað að fremja morð. Sextán ára unglingur í Stuttgart er sakaður um að hafa undirbúið alvarlegan glæp sem ógna myndi öryggi ríkisins. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar hafa frekari upplýsingar ekki verið gefnar upp. Í frétt DW er haft eftir heimildarmönnum að málið byggi á samskiptum milli ungmennanna. Þar eru þau sögð hafa rætt um að gera árásir í kirkjum og lögreglustöðvum í Dortmund, Düsseldorf og Köln með hnífum og bensínsprengjum. Við leit í Düsseldorf hafi fundist sveðja og rýtingur en engar bensínsprengjur fundust eða efni til sprengjugerðar. DW segir einnig að faðir sextán ára drengsins í Düsseldorf sé þekktur af lögreglu og hann hafi verið grunaður um að safna peningum fyrir Íslamska ríkið. Viðbúnaðarstig í Þýskalandi vegna mögulegra hryðjuverkaárása hefur verið hækkað vegna stríðsins á Gasaströndinni og árásar Íslamska ríkisins í Khorasan eða ISKP í Moskvu á dögunum. Viðbúnaðarstig hefur einnig verið hækkað í Frakklandi, þar sem ólympíuleikarnir verða haldnir í sumar. Ráðamenn í Þýskalandi segja hættuna á hryðjuverkaárásum vera hærri um þessar mundir en hún hafi verið í langan tíma. Þjóðverjar segjast hafa komið í veg fyrir eina árás fyrr á þessu ári og voru þar á ferðinni menn frá Tadsíkistan sem taldir eru aðhyllast boðskap ISKP. Þá voru tveir menn frá Afganistan handteknir í Þýskalandi í síðasta mánuði en þeir eru grunaðir um að hafa ætlað sér að gera árás á sænska þingið. Þýskaland Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Sjá meira
Þremenningarnir, sem eru fimmtán og sextán ára, eru grunuð um að hafa ætlað að fremja morð. Sextán ára unglingur í Stuttgart er sakaður um að hafa undirbúið alvarlegan glæp sem ógna myndi öryggi ríkisins. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar hafa frekari upplýsingar ekki verið gefnar upp. Í frétt DW er haft eftir heimildarmönnum að málið byggi á samskiptum milli ungmennanna. Þar eru þau sögð hafa rætt um að gera árásir í kirkjum og lögreglustöðvum í Dortmund, Düsseldorf og Köln með hnífum og bensínsprengjum. Við leit í Düsseldorf hafi fundist sveðja og rýtingur en engar bensínsprengjur fundust eða efni til sprengjugerðar. DW segir einnig að faðir sextán ára drengsins í Düsseldorf sé þekktur af lögreglu og hann hafi verið grunaður um að safna peningum fyrir Íslamska ríkið. Viðbúnaðarstig í Þýskalandi vegna mögulegra hryðjuverkaárása hefur verið hækkað vegna stríðsins á Gasaströndinni og árásar Íslamska ríkisins í Khorasan eða ISKP í Moskvu á dögunum. Viðbúnaðarstig hefur einnig verið hækkað í Frakklandi, þar sem ólympíuleikarnir verða haldnir í sumar. Ráðamenn í Þýskalandi segja hættuna á hryðjuverkaárásum vera hærri um þessar mundir en hún hafi verið í langan tíma. Þjóðverjar segjast hafa komið í veg fyrir eina árás fyrr á þessu ári og voru þar á ferðinni menn frá Tadsíkistan sem taldir eru aðhyllast boðskap ISKP. Þá voru tveir menn frá Afganistan handteknir í Þýskalandi í síðasta mánuði en þeir eru grunaðir um að hafa ætlað sér að gera árás á sænska þingið.
Þýskaland Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Sjá meira