„Við eigum ekki hvor aðra heldur veljum við hvor aðra“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 14. apríl 2024 08:01 Samband Evu Jennýar og Elísabetar einkennist af góðu jafnvægi, samheldni þar sem þær gefa hvor annarri pláss til að þroskast sem einstaklingar, saman og í sitthvoru lagi. Elísabet Blöndal Eva Jenný Þorsteinsdóttir myndlistakona og Elísabet Blöndal ljósmyndari kynntust árið 2012 en leiðir þeirra lágu þó ekki saman fyrr en um tveimur árum síðar. Síðan þá hafa þær trúlofað sig, gengið í hjónaband og eignast saman tvö börn, þau Árna Styrmi og Kolfinnu. Áður en Eva Jenný lagði myndalistina fyrir sig starfaði hún sem ráðgjafi á vegum Barnaverndar Reykjavíkur. „Ég hef alltaf haft gaman af því að teikna og mála og hingað til hafði ég ekki gefið mér tíma í það. Ég var líka með mikla fullkomnunaráráttu gagnvart teikningunum mínum. Það var ekki fyrr en ég fór í aðgerð síðastliðið haust að ég þurfti að taka því rólega og fór þá að gera teikningar með penna til að ögra þessari fullkomnunaráráttu og finna flæðið,“ segir Eva Jenný. Elísabet Blöndal Áhugamál parsins sameinast í listræna heiminum og dreymir þeim um að opna sameignlegt listastudio á næstu árum. Eva Jenný situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Ást er. Elísabet Blöndal Hvort ykkar tók fyrsta skrefið? Ég byrjaði að spjalla við hana á Facebook. Fyrsti kossinn okkar: Bara bestur. Hvernig myndiru lýsa sambandinu ykkar: Við erum mestu pepparar hvor annarar og grípum hvor aðra. Leyfum okkur að þroskast saman og sem einstaklingar. Erum meðvitaðar um að við eigum ekki hvor aðra heldur veljum við hvor aðra. Ég dreg hana niður á jörðina á meðan hún lyftir mér upp. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Yfirleitt eitthvað spontant og óplanað í hversdagsleikanum. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Allavega engin með Hugh Grant. via GIPHY Uppáhalds break up ballaðan mín er: Sko, ég hlusta mjög mikið á tónlist en ballöður lenda ekki oft inn á playlistanum mínum. Ef ég ætti að mæla með einhverju næs væru það td: Think about you LÉON eða Dancing with a stranger með India Carney. Lagið okkar: Þau eru svo mörg! Elskum að chilla og elda heima við þetta: Beginner’s Luck með Maribou State. Eruði rómantískar? Já við getum verið það. Ég örugglega meira en Elísabet svona dags daglega en svo kemur hún með bombur inn á milli. Fyrsta gjöfin sem ég gaf konunni minni: Ég ætti varla að segja það, en það var semsagt algjört djók út frá spjalli um allskonar uppáhalds. Sveppaaskja (sko þessir úr grænmetisdeildinni - hver borðar hráa sveppi??) og nóa kropp. Fyrsta gjöfin sem konan mín gaf mér: Fékk 66 norður jakka í jólagjöf. Konan mín er: Lífsins viskubrunnur. Elísabet Blöndal Rómantískasti staður á landinu: Mér þykir rosa vænt um Garðskaga enda er ég alin upp í Garðinum, en sá rómantískasti? veit það nú ekki Fyndnasta minningin af ykkur saman? Ókei, mögulegt had to be there moment en við allavega getum grenjað úr hlátri yfir þessari minningu enn þann daginn í dag. Við vorum að ferðast tvær saman um Vestfirði sumarið 2016. Ævintýraþráin alveg að fara með okkur og stefnan var tekin á Rauðasand. Fengum svo fallegt veður þennan dag að gleðin var að fara með okkur, tónlistin í botni og fagnaðarlæti þegar við svo loksins kláruðum að keyra veginn niður að Rauðasandi. Alveg hræðilegur malarvegur, í minningunni allavega. Við leggjum bílnum og löbbum lengst út á sand. Sko lengst. Aðal markmiðið var að taka næs myndir og njóta rjómablíðunnar. Elísabet Blöndal Vorum vissulega ekki búnar að tengja júlí mánuð við snaróðar kríur. Jæja, áður en við vitum af fara þær að steypa sér niður og svoleiðis gogga í okkur og ég bara gjörsamlega fríka út. Á að geta kallað mig yfirvegaða og rólega týpu en nei nei ég öskra bara. Ég byrja að hlaupa í burtu (hljóp örugglega bara í hringi í geðshræringunni) og henda mér niður í sandinn frá brjáluðum kríum á meðan Elísabet kemur, búin að rífa upp úr töskunni risastóran trefil og byrjar að sveifla honum um eins og kúreki með snöru. Mættust til að redda málinu. Hún sagði mér reyndar eftir á að ég hafi verið að trylla hana úr hræðslu með minni frammistöðu, hún er bara svona öflug undir álagi greinilega. Óttaslegnar hlaupum við í átt að bílnum, sem virtist vera heilli Sahara eyðimörk í burtu, með gargandi kríur á eftir okkur. Ég hef ekki farið á Rauðasand síðan. Hver væri titillinn á ævisögu ykkar? Góðir hlutir gerast hægt. Elísabet Blöndal Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun? Setjumst saman niður á kaffihús og förum yfir litlu og stóru málin. Lýstu konunni þinni í þremur orðum: Fáranlega hæfileikarík og falleg. Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? Listapar með okkar eigið studio, unglingamömmur og væri næs að eiga eins og einn sumarbústað. Hvernig viðhaldið þið neistanum? Passa að gleymast ekki í hversdagsleikanum og gefa okkur tíma í að vera par. Ást er ... Geggjuð orka. Ást er... Ástin og lífið Myndlist Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál „Sniðug, opin, klár og heit“ Makamál Gréta Karen leitar að íbúð og kærasta Makamál Einhleypurnar: Hverjir eru á lausu og hverjir á föstu? Makamál Hvað syngur Bryndís Alexandersdóttir? Makamál Hefur þú laðast kynferðislega að einhverjum sem þú þolir ekki? Makamál Einhleypan: Hver er Heimir Hallgrímsson? Makamál Nekt, örvandi nudd og hugleiðsla í Wild Love Tantra Iceland Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Áður en Eva Jenný lagði myndalistina fyrir sig starfaði hún sem ráðgjafi á vegum Barnaverndar Reykjavíkur. „Ég hef alltaf haft gaman af því að teikna og mála og hingað til hafði ég ekki gefið mér tíma í það. Ég var líka með mikla fullkomnunaráráttu gagnvart teikningunum mínum. Það var ekki fyrr en ég fór í aðgerð síðastliðið haust að ég þurfti að taka því rólega og fór þá að gera teikningar með penna til að ögra þessari fullkomnunaráráttu og finna flæðið,“ segir Eva Jenný. Elísabet Blöndal Áhugamál parsins sameinast í listræna heiminum og dreymir þeim um að opna sameignlegt listastudio á næstu árum. Eva Jenný situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Ást er. Elísabet Blöndal Hvort ykkar tók fyrsta skrefið? Ég byrjaði að spjalla við hana á Facebook. Fyrsti kossinn okkar: Bara bestur. Hvernig myndiru lýsa sambandinu ykkar: Við erum mestu pepparar hvor annarar og grípum hvor aðra. Leyfum okkur að þroskast saman og sem einstaklingar. Erum meðvitaðar um að við eigum ekki hvor aðra heldur veljum við hvor aðra. Ég dreg hana niður á jörðina á meðan hún lyftir mér upp. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Yfirleitt eitthvað spontant og óplanað í hversdagsleikanum. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Allavega engin með Hugh Grant. via GIPHY Uppáhalds break up ballaðan mín er: Sko, ég hlusta mjög mikið á tónlist en ballöður lenda ekki oft inn á playlistanum mínum. Ef ég ætti að mæla með einhverju næs væru það td: Think about you LÉON eða Dancing with a stranger með India Carney. Lagið okkar: Þau eru svo mörg! Elskum að chilla og elda heima við þetta: Beginner’s Luck með Maribou State. Eruði rómantískar? Já við getum verið það. Ég örugglega meira en Elísabet svona dags daglega en svo kemur hún með bombur inn á milli. Fyrsta gjöfin sem ég gaf konunni minni: Ég ætti varla að segja það, en það var semsagt algjört djók út frá spjalli um allskonar uppáhalds. Sveppaaskja (sko þessir úr grænmetisdeildinni - hver borðar hráa sveppi??) og nóa kropp. Fyrsta gjöfin sem konan mín gaf mér: Fékk 66 norður jakka í jólagjöf. Konan mín er: Lífsins viskubrunnur. Elísabet Blöndal Rómantískasti staður á landinu: Mér þykir rosa vænt um Garðskaga enda er ég alin upp í Garðinum, en sá rómantískasti? veit það nú ekki Fyndnasta minningin af ykkur saman? Ókei, mögulegt had to be there moment en við allavega getum grenjað úr hlátri yfir þessari minningu enn þann daginn í dag. Við vorum að ferðast tvær saman um Vestfirði sumarið 2016. Ævintýraþráin alveg að fara með okkur og stefnan var tekin á Rauðasand. Fengum svo fallegt veður þennan dag að gleðin var að fara með okkur, tónlistin í botni og fagnaðarlæti þegar við svo loksins kláruðum að keyra veginn niður að Rauðasandi. Alveg hræðilegur malarvegur, í minningunni allavega. Við leggjum bílnum og löbbum lengst út á sand. Sko lengst. Aðal markmiðið var að taka næs myndir og njóta rjómablíðunnar. Elísabet Blöndal Vorum vissulega ekki búnar að tengja júlí mánuð við snaróðar kríur. Jæja, áður en við vitum af fara þær að steypa sér niður og svoleiðis gogga í okkur og ég bara gjörsamlega fríka út. Á að geta kallað mig yfirvegaða og rólega týpu en nei nei ég öskra bara. Ég byrja að hlaupa í burtu (hljóp örugglega bara í hringi í geðshræringunni) og henda mér niður í sandinn frá brjáluðum kríum á meðan Elísabet kemur, búin að rífa upp úr töskunni risastóran trefil og byrjar að sveifla honum um eins og kúreki með snöru. Mættust til að redda málinu. Hún sagði mér reyndar eftir á að ég hafi verið að trylla hana úr hræðslu með minni frammistöðu, hún er bara svona öflug undir álagi greinilega. Óttaslegnar hlaupum við í átt að bílnum, sem virtist vera heilli Sahara eyðimörk í burtu, með gargandi kríur á eftir okkur. Ég hef ekki farið á Rauðasand síðan. Hver væri titillinn á ævisögu ykkar? Góðir hlutir gerast hægt. Elísabet Blöndal Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun? Setjumst saman niður á kaffihús og förum yfir litlu og stóru málin. Lýstu konunni þinni í þremur orðum: Fáranlega hæfileikarík og falleg. Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? Listapar með okkar eigið studio, unglingamömmur og væri næs að eiga eins og einn sumarbústað. Hvernig viðhaldið þið neistanum? Passa að gleymast ekki í hversdagsleikanum og gefa okkur tíma í að vera par. Ást er ... Geggjuð orka.
Ást er... Ástin og lífið Myndlist Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál „Sniðug, opin, klár og heit“ Makamál Gréta Karen leitar að íbúð og kærasta Makamál Einhleypurnar: Hverjir eru á lausu og hverjir á föstu? Makamál Hvað syngur Bryndís Alexandersdóttir? Makamál Hefur þú laðast kynferðislega að einhverjum sem þú þolir ekki? Makamál Einhleypan: Hver er Heimir Hallgrímsson? Makamál Nekt, örvandi nudd og hugleiðsla í Wild Love Tantra Iceland Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira