Einhleypan: Æfir sig í að láta ekkert stoppa sig Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 16. júní 2023 20:01 Beta Ey sló í gegn með bandinu Systur í Söngvakeppninni í fyrra. Vísir/Villi „Mín mikilvægustu og dýrmætustu hlutverk í lífinu eru að vera mamma, dóttir, systir, frænka, vinkona og tónlistarkona,“ segir tónlistarkonan og kennarinn Elísabet Eyþórsdóttir, betur þekkt sem Beta Ey. „Ég er frekar mikið út um allt svona dags daglega en reyni eftir bestu getu að vera bara í núinu að LIBBA OG NJÓTA!“Beta skaust upp á stjörnuhimininn með hljómsveitinni Systur eftir að þær bræddu hjörtu þjóðarinnar með laginu Með hækkandi sól í söngvakeppni sjónvarpsins og Eurovision í fyrra. Beta er Einhleypa vikunnar og svaraði nokkrum skemmtilegum spurningum. Aldur? 36 ára Starf? Tónlistarkona og tónlistarkennari. Hver eru áhugamál þín? Áhugamálin mín breytast mikið á milli daga og vikna. Núna eru mín aðal áhugamál til dæmis að ferðast til landa þar sem sólin skín, ferðalög um Ísland, lagasmíðar, útsetningar, kvikmyndatónlist, fara á tónleika og í leikhús og sjálfsvinna. Gælunafn eða hliðarsjálf? Ég heiti Elísabet og er kölluð Beta. Hvað myndir þú segja að þú værir gömul í anda? Er klárlega oftast töluvert yngri í andlegum þroska og finnst það bara geggjað. Vona að ég verði það alltaf. Menntun? Ég útskrifaðist úr tónlistar- og kennaradeild FÍH árið 2016. Ertu A eða B týpa? Ég held að ég sé mögulega C týpa en alveg stundum A týpa þegar þess þarf. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég get sónað alveg út ef það er verið að tala um leiðinlega hluti. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Hvað var ég aftur að fara gera? Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Semja tónlist, koma fram á tónleikum, fíflast, ferðast, dansa, spjalla og eiga kósí kvöld með vinkonum mínum! Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að tala um pólitík. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Nei. Syngur þú í sturtu? Nei, ég syng reyndar aldrei í sturtu. Ég syng og raula hins vegar mjög oft með lögum á mjög random stöðum eins og í búðum eða á veitingastöðum. Ég bara syng og radda með allskonar lögum og það þarf ekki einu sinni að vera lag sem ég kann, ég bara syng eitthvað með. Við systurnar erum að vinna mikið með þetta. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Já, ég hef alveg nokkrum sinnum lent í því. Til dæmis lagið, As I walk through the valley of the shadow of death, með tónlistarmanninum Coolio. Ég var mikið að hlusta á það lag þegar ég var yngri og kunni allan textann, svona næstum því. Ég söng og syng mögulega stundum enn í dag, hver veit. Cause I’ve been resin and lesin so lonely en það er víst, Cause I’ve been blastin and laughin so long. Ég er að vinna svolítið með það að finna bara upp ný orð þegar ég veit ekki hver réttu orðin eru og gaman að segja frá því að ég var bara að sjá fyrst núna hver réttu orðin eru. Good times! Aðsend Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Modern Family. Hvaða bók lastu síðast? Var að byrja á hljóðbók sem heitir No bad parts. Hvaða kvikmynd er guilty pleasure? How to Lose a Guy in 10 Days. Hvernig viltu eggin þín? Hrærð. Hvernig viltu kaffið þitt? Sterkt og með smá mjólk. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Ljón. Hvaða þremur einstaklingum, lífs eða liðnum, myndir þú vilja eiga kvöldstund með? Ariel hafmeyja, Louis Armstrong og Dolly Parton. Þvílíka veislan sem það yrði. Hvert ferðu ef þú ferð út á lífið? Ég fer ekki mikið á skemmtistaði lengur en þegar ég geri það þá finnst mér skemmtilegast að fara á staði þar sem er hægt að dansa og helst við old school hip hop tónlist. Maður lendir svolítið í því að vera aldursforseti á svoleiðis stöðum og þá er nú aldeilis gott að vera ung í anda. Beta Ey Var skotin í Ellen Degeneres og Andy Garcia Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? Sko ég er í samfélagsmiðla pásu núna þannig að ég myndi segja að WordSnack sé uppáhalds appið mitt. Er hooked á því, reyndar líka þegar ég er ekki í samfélagsmiðla pásu. Ertu á stefnumótaforritum? Nei, en ég kíki stundum inn á Tinder en er ekki mikið að pæla í að matcha heldur fer ég bara í að svæpa (e. swipe) þangað til að það kemur, there is no one new around you, og þá líður mér eins og ég sé búin að vinna. Ég er mögulega eitthvað að misskilja conseptið. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Ellen Degeneres, en þá vissi ég samt ekki að hún væri dónaleg við fólk, og Andy Garcia fannst mér mjög sætur, og finnst það enn. Ást er okkar innsti kjarni Hvað er Ást? Ást er kærleikur, virðing, heiðarleiki, öryggi, frelsi, samstaða, sorg og gleði. Ást er okkar innsti kjarni. Hvernig væri draumastefnumótið fyrir þér? Hmmmm… bara að eiga góða stund með manneskju sem er skemmtileg, sönn, fyndin og sæt. Beta Ey Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Jákvæð, ofhugsari, hvatvís. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér? Heyrðu ég sendi bara beint á dásamlegu vinkonur mínar til að fá það á hreint og fékk svo falleg svör frá þeim því þær eru alveg bestar. „Hvatvís, góðhjörtuð, til staðar, ljónamamma, kaldhæðin, sönn, falleg að innan sem utan, mjög fyndin, stríðin, ótrúlega blíð og barngóð.“ Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Heiðarleiki, réttlætiskennd, auðmýkt, húmor og andlegt heilbrigði. En óheillandi? Óheiðarleiki, mikil dýrkun á veraldlegum hlutum, baktal og neikvæðni. Ertu með einhvern markmiðalista (e. Bucket list)? Nei, bara lifa lífinu og æfa mig í að láta ekki neitt stoppa mig í að gera hluti sem mig langar að gera. Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Einhleypan: „Kvöldið endar í faðmlögum við fjöru vatnsins“ „Fyrir mér er ég heiðarlegur, segi það sem mér finnst, er réttsýnn og góður drengur,“segir hlaðvarpsstjórnandinn og framkvæmdastjórinn Hugi Halldórsson um sjálfan sig. 8. júní 2023 20:00 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari Makamál Bönnuð á Tinder fyrir lífstíð Makamál Íris Björk: „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma?“ Makamál Hefur þú orðið ástfangin(n) í gegnum netið? Makamál Ríma-búið-bless Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
„Ég er frekar mikið út um allt svona dags daglega en reyni eftir bestu getu að vera bara í núinu að LIBBA OG NJÓTA!“Beta skaust upp á stjörnuhimininn með hljómsveitinni Systur eftir að þær bræddu hjörtu þjóðarinnar með laginu Með hækkandi sól í söngvakeppni sjónvarpsins og Eurovision í fyrra. Beta er Einhleypa vikunnar og svaraði nokkrum skemmtilegum spurningum. Aldur? 36 ára Starf? Tónlistarkona og tónlistarkennari. Hver eru áhugamál þín? Áhugamálin mín breytast mikið á milli daga og vikna. Núna eru mín aðal áhugamál til dæmis að ferðast til landa þar sem sólin skín, ferðalög um Ísland, lagasmíðar, útsetningar, kvikmyndatónlist, fara á tónleika og í leikhús og sjálfsvinna. Gælunafn eða hliðarsjálf? Ég heiti Elísabet og er kölluð Beta. Hvað myndir þú segja að þú værir gömul í anda? Er klárlega oftast töluvert yngri í andlegum þroska og finnst það bara geggjað. Vona að ég verði það alltaf. Menntun? Ég útskrifaðist úr tónlistar- og kennaradeild FÍH árið 2016. Ertu A eða B týpa? Ég held að ég sé mögulega C týpa en alveg stundum A týpa þegar þess þarf. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég get sónað alveg út ef það er verið að tala um leiðinlega hluti. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Hvað var ég aftur að fara gera? Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Semja tónlist, koma fram á tónleikum, fíflast, ferðast, dansa, spjalla og eiga kósí kvöld með vinkonum mínum! Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að tala um pólitík. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Nei. Syngur þú í sturtu? Nei, ég syng reyndar aldrei í sturtu. Ég syng og raula hins vegar mjög oft með lögum á mjög random stöðum eins og í búðum eða á veitingastöðum. Ég bara syng og radda með allskonar lögum og það þarf ekki einu sinni að vera lag sem ég kann, ég bara syng eitthvað með. Við systurnar erum að vinna mikið með þetta. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Já, ég hef alveg nokkrum sinnum lent í því. Til dæmis lagið, As I walk through the valley of the shadow of death, með tónlistarmanninum Coolio. Ég var mikið að hlusta á það lag þegar ég var yngri og kunni allan textann, svona næstum því. Ég söng og syng mögulega stundum enn í dag, hver veit. Cause I’ve been resin and lesin so lonely en það er víst, Cause I’ve been blastin and laughin so long. Ég er að vinna svolítið með það að finna bara upp ný orð þegar ég veit ekki hver réttu orðin eru og gaman að segja frá því að ég var bara að sjá fyrst núna hver réttu orðin eru. Good times! Aðsend Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Modern Family. Hvaða bók lastu síðast? Var að byrja á hljóðbók sem heitir No bad parts. Hvaða kvikmynd er guilty pleasure? How to Lose a Guy in 10 Days. Hvernig viltu eggin þín? Hrærð. Hvernig viltu kaffið þitt? Sterkt og með smá mjólk. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Ljón. Hvaða þremur einstaklingum, lífs eða liðnum, myndir þú vilja eiga kvöldstund með? Ariel hafmeyja, Louis Armstrong og Dolly Parton. Þvílíka veislan sem það yrði. Hvert ferðu ef þú ferð út á lífið? Ég fer ekki mikið á skemmtistaði lengur en þegar ég geri það þá finnst mér skemmtilegast að fara á staði þar sem er hægt að dansa og helst við old school hip hop tónlist. Maður lendir svolítið í því að vera aldursforseti á svoleiðis stöðum og þá er nú aldeilis gott að vera ung í anda. Beta Ey Var skotin í Ellen Degeneres og Andy Garcia Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? Sko ég er í samfélagsmiðla pásu núna þannig að ég myndi segja að WordSnack sé uppáhalds appið mitt. Er hooked á því, reyndar líka þegar ég er ekki í samfélagsmiðla pásu. Ertu á stefnumótaforritum? Nei, en ég kíki stundum inn á Tinder en er ekki mikið að pæla í að matcha heldur fer ég bara í að svæpa (e. swipe) þangað til að það kemur, there is no one new around you, og þá líður mér eins og ég sé búin að vinna. Ég er mögulega eitthvað að misskilja conseptið. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Ellen Degeneres, en þá vissi ég samt ekki að hún væri dónaleg við fólk, og Andy Garcia fannst mér mjög sætur, og finnst það enn. Ást er okkar innsti kjarni Hvað er Ást? Ást er kærleikur, virðing, heiðarleiki, öryggi, frelsi, samstaða, sorg og gleði. Ást er okkar innsti kjarni. Hvernig væri draumastefnumótið fyrir þér? Hmmmm… bara að eiga góða stund með manneskju sem er skemmtileg, sönn, fyndin og sæt. Beta Ey Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Jákvæð, ofhugsari, hvatvís. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér? Heyrðu ég sendi bara beint á dásamlegu vinkonur mínar til að fá það á hreint og fékk svo falleg svör frá þeim því þær eru alveg bestar. „Hvatvís, góðhjörtuð, til staðar, ljónamamma, kaldhæðin, sönn, falleg að innan sem utan, mjög fyndin, stríðin, ótrúlega blíð og barngóð.“ Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Heiðarleiki, réttlætiskennd, auðmýkt, húmor og andlegt heilbrigði. En óheillandi? Óheiðarleiki, mikil dýrkun á veraldlegum hlutum, baktal og neikvæðni. Ertu með einhvern markmiðalista (e. Bucket list)? Nei, bara lifa lífinu og æfa mig í að láta ekki neitt stoppa mig í að gera hluti sem mig langar að gera.
Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Einhleypan: „Kvöldið endar í faðmlögum við fjöru vatnsins“ „Fyrir mér er ég heiðarlegur, segi það sem mér finnst, er réttsýnn og góður drengur,“segir hlaðvarpsstjórnandinn og framkvæmdastjórinn Hugi Halldórsson um sjálfan sig. 8. júní 2023 20:00 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari Makamál Bönnuð á Tinder fyrir lífstíð Makamál Íris Björk: „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma?“ Makamál Hefur þú orðið ástfangin(n) í gegnum netið? Makamál Ríma-búið-bless Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Einhleypan: „Kvöldið endar í faðmlögum við fjöru vatnsins“ „Fyrir mér er ég heiðarlegur, segi það sem mér finnst, er réttsýnn og góður drengur,“segir hlaðvarpsstjórnandinn og framkvæmdastjórinn Hugi Halldórsson um sjálfan sig. 8. júní 2023 20:00