Herskátt myndband Ástþórs vekur athygli Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2024 09:00 Slagurinn er að harðna. Ástþór beinir spjótum sínum að „hermangsþríeykið“ Katrínu, Baldri og Jóni í nýju myndbandi og undir ómar lag Hatara sem Ástþór tók til notkunar að hljómsveitinni forspurðri. Ástþór telur greinilega að ekki verði barist fyrir friði friðsamlega. Nú er tekið að hitna í baráttunni um Bessastaði og ljóst að Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi ætlar ekki að hverfa úr þeirri baráttu hægt og hljótt. Óhætt er að segja að nýtt myndband Ástþórs hafi vakið athygli þar sem tónlist Hatara hljómar undir í ósátt hljómsveitarinnar. Ástþór hefur sett í loftið afar herskátt Youtube-myndband þar sem hann talar fyrir friði. Við lok ávarps Ástþórs tekur við kafli þar undir hljómar tónlist frá Hatara og þau þrjú sem efst eru í skoðanakönnun, þau Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr eru í skotlínunni. Þau kallar Ástþór hermangsþríeykið. Þar eru þau sýnd saman og sitt í hvoru lagi sem stríðsæsingamenn og svo lýkur myndbandinu með kjarnorkusprengju. Ástþór segir í ávarpi sínu, áður heimagerða myndbandið hefst, að við verðum að takafrumkvæði í að leiða heiminn til friðar. Hann hafi varað við því að stríð myndi hefjast gegn Rússlands og íslands. „Það stríð er nú hafið, sendiráði lokað, ekki eitt einasta orð, ekki einn einasti fundur, ekki eitt símtal til friðar. stríðsæsingurinn er slíkur að aðeins er tímaspursmál hvenær verður ráðist á okkur. Framtíð okkar veltur á þér. Það eru aðeins tveir möguleikar: Stríð eða friður. Guð blessi Ísland.“ Og þá tekur við dúndrandi heimsósóminn, vídeóið þar sem í aðalhlutverki eru mótframbjóðendur Ástþórs, þau Katrín, Baldur og Jón og undir er viðeigandi brot úr lagi með Hatara: „Dansið eða deyið“.Herskátt myndband Ástþórs vekur athygli Samkvæmt heimildum Vísis voru þeir Hatara-menn ekki hafðir með í ráðum, lagið var notað að þeim forspurðum og eru þeir, eftir því sem næst verður komist, að leita upplýsinga um hvernig best er að bregðast við öðru eins og þessu. Forsetakosningar 2024 Höfundarréttur Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Ástþór hefur sett í loftið afar herskátt Youtube-myndband þar sem hann talar fyrir friði. Við lok ávarps Ástþórs tekur við kafli þar undir hljómar tónlist frá Hatara og þau þrjú sem efst eru í skoðanakönnun, þau Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr eru í skotlínunni. Þau kallar Ástþór hermangsþríeykið. Þar eru þau sýnd saman og sitt í hvoru lagi sem stríðsæsingamenn og svo lýkur myndbandinu með kjarnorkusprengju. Ástþór segir í ávarpi sínu, áður heimagerða myndbandið hefst, að við verðum að takafrumkvæði í að leiða heiminn til friðar. Hann hafi varað við því að stríð myndi hefjast gegn Rússlands og íslands. „Það stríð er nú hafið, sendiráði lokað, ekki eitt einasta orð, ekki einn einasti fundur, ekki eitt símtal til friðar. stríðsæsingurinn er slíkur að aðeins er tímaspursmál hvenær verður ráðist á okkur. Framtíð okkar veltur á þér. Það eru aðeins tveir möguleikar: Stríð eða friður. Guð blessi Ísland.“ Og þá tekur við dúndrandi heimsósóminn, vídeóið þar sem í aðalhlutverki eru mótframbjóðendur Ástþórs, þau Katrín, Baldur og Jón og undir er viðeigandi brot úr lagi með Hatara: „Dansið eða deyið“.Herskátt myndband Ástþórs vekur athygli Samkvæmt heimildum Vísis voru þeir Hatara-menn ekki hafðir með í ráðum, lagið var notað að þeim forspurðum og eru þeir, eftir því sem næst verður komist, að leita upplýsinga um hvernig best er að bregðast við öðru eins og þessu.
Forsetakosningar 2024 Höfundarréttur Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00