Metamfetamín felldi markvörðinn Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2024 08:30 Nikola Portner er í slæmum málum eftir að hafa orðið uppvís að neyslu metamfetamíns. Getty/Lars baron Nýjar upplýsingar hafa nú komið fram varðandi það af hverju liðsfélagi Íslendinganna hjá Evrópumeisturum Magdeburg, markvörðurinn Nikola Portner, féll á lyfjaprófi. Þýska lyfjaeftirlitið hefur nú staðfest við þýska fjölmiðla að það sem felldi Portner hafi verið örvandi efnið metamfetamín, sem greindist í prufu úr honum. Efnið er flokkað með efnum á borð við amfetamín og kókaín en er enn sterkara og meira ávanabindandi. Ekki er búið að dæma Portner en hann er þó kominn í hlé frá æfingum og keppni á meðan að málið er til meðferðar. Hann á rétt á að andmæla og fara fram á að B-sýni verði skoðað en sagan sýnir að allar líkur eru á að það sýni skili sömu niðurstöðu. Gæti hafa grætt á að nota efnið Þýski lyfjasérfræðingurinn Fritz Sörgel segir við fréttaveituna dpa að Portner gæti vel hafa grætt á því að nota metamfetamín fyrir leik. Það geti til að mynda aukið viðbragð. „Markvörður sem nær að hreyfa hendurnar 1/10 úr sekúndu hraðar, gæti þannig náð að verja vítakast,“ bendir Sörgel á. Portner, sem er þrítugur, hefur varið mark Magdeburg frá árinu 2022 og er liðsfélagi Gísla Þorgeirs Kristjánssonar, Ómars Inga Magnússonar og Janusar Daða Smárasonar. Hann er einnig landsliðsmarkvörður Sviss. Magdeburg þarf nú að reiða sig alfarið á Spánverjann Sergey Hernandez í þeirri titlabaráttu sem fram undan er hjá liðinu, og þar er næst á dagskrá bikarhelgin í Þýskalandi en Magdeburg mætir Füchse Berlín í stórleik í undanúrslitum á morgun. Fullyrti að hann hefði engar reglur brotið Þegar fyrstu fréttir bárust af því að Portner hefði fallið á lyfjaprófi, áður en ljóst var hvaða efni felldi hann, sagði hann tíðindin koma sér í opna skjöldu. Hann hélt fram sakleysi sínu í skrifum á Instagram: „Kæra Magdeburg og svissneska handboltafjölskylda, kæru stuðningsmenn. Því miður verð ég að segja ykkur þetta: Ég hef fengið að vita að sýni úr mér virðist skila „niðurstöðum sem eru ekki venjulegar“ og þess vegna þarf að bregðast við því. Ég er í algjöru áfalli yfir þessum upplýsingum. Mér þykir fyrir því að þessi staða hafi komið upp og ég mun gera allt sem ég get til að sýna að ég hef ekki brotið neinar reglur um lyfjamál, hef alltaf hagað mér í samræmi við gildi íþrótta og mun áfram gera það.“ Þýski handboltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Þýska lyfjaeftirlitið hefur nú staðfest við þýska fjölmiðla að það sem felldi Portner hafi verið örvandi efnið metamfetamín, sem greindist í prufu úr honum. Efnið er flokkað með efnum á borð við amfetamín og kókaín en er enn sterkara og meira ávanabindandi. Ekki er búið að dæma Portner en hann er þó kominn í hlé frá æfingum og keppni á meðan að málið er til meðferðar. Hann á rétt á að andmæla og fara fram á að B-sýni verði skoðað en sagan sýnir að allar líkur eru á að það sýni skili sömu niðurstöðu. Gæti hafa grætt á að nota efnið Þýski lyfjasérfræðingurinn Fritz Sörgel segir við fréttaveituna dpa að Portner gæti vel hafa grætt á því að nota metamfetamín fyrir leik. Það geti til að mynda aukið viðbragð. „Markvörður sem nær að hreyfa hendurnar 1/10 úr sekúndu hraðar, gæti þannig náð að verja vítakast,“ bendir Sörgel á. Portner, sem er þrítugur, hefur varið mark Magdeburg frá árinu 2022 og er liðsfélagi Gísla Þorgeirs Kristjánssonar, Ómars Inga Magnússonar og Janusar Daða Smárasonar. Hann er einnig landsliðsmarkvörður Sviss. Magdeburg þarf nú að reiða sig alfarið á Spánverjann Sergey Hernandez í þeirri titlabaráttu sem fram undan er hjá liðinu, og þar er næst á dagskrá bikarhelgin í Þýskalandi en Magdeburg mætir Füchse Berlín í stórleik í undanúrslitum á morgun. Fullyrti að hann hefði engar reglur brotið Þegar fyrstu fréttir bárust af því að Portner hefði fallið á lyfjaprófi, áður en ljóst var hvaða efni felldi hann, sagði hann tíðindin koma sér í opna skjöldu. Hann hélt fram sakleysi sínu í skrifum á Instagram: „Kæra Magdeburg og svissneska handboltafjölskylda, kæru stuðningsmenn. Því miður verð ég að segja ykkur þetta: Ég hef fengið að vita að sýni úr mér virðist skila „niðurstöðum sem eru ekki venjulegar“ og þess vegna þarf að bregðast við því. Ég er í algjöru áfalli yfir þessum upplýsingum. Mér þykir fyrir því að þessi staða hafi komið upp og ég mun gera allt sem ég get til að sýna að ég hef ekki brotið neinar reglur um lyfjamál, hef alltaf hagað mér í samræmi við gildi íþrótta og mun áfram gera það.“
Þýski handboltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti