Erlent

Þrjár stúlkur læstar inni og beittar of­beldi

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan í Svíþjóð hefur málið til rannsóknar en hefur lítið viljað segja.
Lögreglan í Svíþjóð hefur málið til rannsóknar en hefur lítið viljað segja. EPA/Henrik Hansson

Þrjár týndar táningsstúlkur flúðu á dögunum úr húsi í Svíþjóð þar sem þeim hafði verið haldið um mánaða skeið. Lögreglan hefur lítið viljað segja um málið annað en að það sé til rannsóknar.

Stúlkurnar eru sagðar hafa bankað upp á dyr hús fyrir utan bæinn Mellerud í Vestur-Gautalandi á aðfaranótt sunnudags. Þær voru illa klæddar og kaldar og sögðust hafa flúið frá öðru húsi á svæðinu, þar sem þeim hafði verið haldið.

Leitað hefur verið að stúlkunum um nokkuð skeið, frá því þær fóru frá unglingaheimili sem þær bjuggu á.

Samkvæmt heimildum TV4 eru stúlkurnar nokkuð ungar og eru þær sagðar hafa verið beittar ofbeldi. Þær sögðu lögregluþjónum að þeim hefði verið haldið í húsinu í nokkra mánuði.

Miðillinn segja nokkra hafa stöðu grunaðra í málinu en enn sem komið er hafi lögreglan eða saksóknarar lítið vilja segja við fjölmiðla.

SVT segir þó að enginn hafi verið handtekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×