Bann vofir yfir Kane en rangt netfang flækti málið Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2024 14:20 DeAndre Kane er sennilega á leiðinni í leikbann fyrir leiðindi í garð dómara. vísir/Diego DeAndre Kane, lykilleikmaður Grindavíkur, var úrskurðaður í tveggja leikja bann á dögunum en það var svo dregið til baka, vegna misskilnings. Bannið vofir enn yfir Kane en samkvæmt upplýsingum Vísis getur hann spilað gegn Tindastóli í kvöld. Einvígi Grindavíkur og Tindastóls í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta hefst í Smáranum í Kópavogi í kvöld. Ljóst er að miklu munar um það hve mikinn þátt Kane fær að taka í einvíginu og það gæti reynst honum og Grindavík dýrkeypt hvernig hann lét við dómarana í Garðabæ í næstsíðustu umferð deildakeppninnar. Kane er gefið að sök að hafa gengið ógnandi að dómara í leiknum við Stjörnuna á skírdag, 28. mars, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Klippa: DeAndre Kane lét illa við dómarana Eftir að leiknum var lokið mun Kane einnig hafa látið niðurlægjandi orð falla í garð dómaranna, en eins og heyra má í myndbandinu hér að ofan segir hann þá vera „fokking skelfilega“ (e. fucking terrible). Grindavík fékk ekki póst og gat ekki andmælt Kane var kærður vegna hegðunar sinnar og Grindvíkingum sendur tölvupóstur til upplýsingar um það, og gefinn kostur á að andmæla. Þessi póstur mun hins vegar hafa verið sendur á rangt netfang og barst því aldrei neinum sem nokkuð hafði með málið að gera hjá Grindavík. Kane var því úrskurðaður í tveggja leikja bann, án nokkurra andmæla, en þegar í ljós kom hvernig var í pottinn búið var sá úrskurður dreginn til baka og Grindavík gefinn kostur á að andmæla, sem þeir og gerðu. Þess vegna hefur enn ekki fengist niðurstaða í málið, nú þegar nokkrar klukkustundir eru í að einvígi Grindavíkur og Tindastóls hefjist, og ljóst að hún fæst ekki fyrr eftir þennan fyrsta leik. Fari svo að Kane fái tveggja leikja bann myndi hann væntanlega missa af leik tvö í einvíginu á Sauðárkróki á mánudaginn, og leik þrjú í Smáranum föstudaginn 19. apríl, en það á þó allt eftir að skýrast. Leikur Grindavíkur og Tindastóls í kvöld er sýndur á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 19. Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Einvígi Grindavíkur og Tindastóls í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta hefst í Smáranum í Kópavogi í kvöld. Ljóst er að miklu munar um það hve mikinn þátt Kane fær að taka í einvíginu og það gæti reynst honum og Grindavík dýrkeypt hvernig hann lét við dómarana í Garðabæ í næstsíðustu umferð deildakeppninnar. Kane er gefið að sök að hafa gengið ógnandi að dómara í leiknum við Stjörnuna á skírdag, 28. mars, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Klippa: DeAndre Kane lét illa við dómarana Eftir að leiknum var lokið mun Kane einnig hafa látið niðurlægjandi orð falla í garð dómaranna, en eins og heyra má í myndbandinu hér að ofan segir hann þá vera „fokking skelfilega“ (e. fucking terrible). Grindavík fékk ekki póst og gat ekki andmælt Kane var kærður vegna hegðunar sinnar og Grindvíkingum sendur tölvupóstur til upplýsingar um það, og gefinn kostur á að andmæla. Þessi póstur mun hins vegar hafa verið sendur á rangt netfang og barst því aldrei neinum sem nokkuð hafði með málið að gera hjá Grindavík. Kane var því úrskurðaður í tveggja leikja bann, án nokkurra andmæla, en þegar í ljós kom hvernig var í pottinn búið var sá úrskurður dreginn til baka og Grindavík gefinn kostur á að andmæla, sem þeir og gerðu. Þess vegna hefur enn ekki fengist niðurstaða í málið, nú þegar nokkrar klukkustundir eru í að einvígi Grindavíkur og Tindastóls hefjist, og ljóst að hún fæst ekki fyrr eftir þennan fyrsta leik. Fari svo að Kane fái tveggja leikja bann myndi hann væntanlega missa af leik tvö í einvíginu á Sauðárkróki á mánudaginn, og leik þrjú í Smáranum föstudaginn 19. apríl, en það á þó allt eftir að skýrast. Leikur Grindavíkur og Tindastóls í kvöld er sýndur á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 19.
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum