„Ég vil fræða en ekki hræða“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 14. apríl 2024 12:20 Markmið Sunnevu er fyrst og fremst að hvetja fólk til umhugsunar og meðvitundar um þau fjölmörgu efni sem leynast í umhverfinu- og skaðsemi þeirra. Vísir/Vilhelm „Við erum allan daginn að anda að okkur eða komast í snertingu við hin og þessi efni, það er óhjákvæmilegt. Hvort sem það eru raftækin sem við notum, eldhúsáhöldin, matvælaumbúðirnar, rúmdýnurnar sem við sofum á, kertin sem við kveikjum á,“ segir Sunneva Halldórsdóttir meistaranemi í líf og læknavísindum. Sunneva heldur úti Instagram síðunni Efnasúpan þar sem hún fjallar um efni og efnanotkun. Hún birtir aðgengilegt fræðsluefni tengt skaðlegum efnum í nærumhverfinu. Sunneva stofnaði síðuna fyrir tæpum tveimur mánuðum og hafa viðbrögðin farið fram úr hennar björtustu vonum. „Ég finn að fólk er mjög opið fyrir þessu og er tilbúið að fræðast meira. Þetta geta verið flókin fræði; mikið af orðum og hugtökum sem eru framandi. Þess vegna vildi ég reyna að setja þetta upp á aðgengilegan hátt og í léttum dúr. Þessi umræða þarf nefnilega ekki að vera háalvarleg eða leiðinleg.“ Minna er meira Sunneva er með BS gráðu í lífefnafræði og er í mastersnámi í líf og læknavísindum við Háskóla Íslands. „Ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á þessum fræðum. Það byrjaði strax í grunnskóla. Mér fannst efnafræðin alltaf rosalega spennandi.“ Þegar Sunneva byrjaði í BS náminu á sínum tíma fór síðan virkilega að velta fyrir sér hinum og þessum efnum sem eru í umhverfinu í kringum okkur – og skaðsemi þeirra. Eftir því sem hún fór að lesa sér meira til óx áhuginn og þá sérstaklega eftir að hún varð móðir. Þá fór hún að lesa sér enn meira til um efni í hinum og þessum vörum sem ætlaðar eru ungabörnum. „Það er endalaust verið að markaðssetja allskonar krem og húðvörur fyrir lítil börn. En það er spurning hvort þau þurfi virkilega á öllum þessu að halda. Ónæmiskerfið þeirra er ekki þroskað og höndlar ekki öll þessi efni,” segir hún og bætir við að það sama gildi um hinar og þessar vörur sem verið er að pranga inn á konur; allskyns krem og snyrtivörur. View this post on Instagram A post shared by Efnasúpan (@efnasupan) „Ég las einhvers staðar að meðalkona í Bretlandi notar sextán snyrtivörur á dag, eins og svitalyktareyði, sjampó, húðkrem, farða og þess háttar. Ég segi alltaf að „less is more” þegar kemur að snyrtivörum. Í dag eru rosalega margar stelpur að birta myndbönd á samfélagsmiðlum -svona „get ready with me” myndbönd þar sem þær eru að sýna frá húðrútínunni sinni og eru kanski að nota einhverjar sautján mismunandi vörur. Mér finnst þetta mjög varhugavert; ertu í alvöru að hreinsa húðina eða ertu að baða hana í efnum? Húðin er svo magnað líffæri og getur séð um sig sjálf að svo mörgu leyti, og það er algjör óþarfi að vera endalaust að drekkja henni í einhverjum kremum og olíum. Ég viðurkenni það alveg að þegar kemur að sjálfri mér þá eru dæmis ákveðnar förðunarvörur sem ég hef ekki getað skipt út fyrir annað. En ég reyni að “jafna það út” með því að nota til dæmis bara hreinar og góðar vörur þegar ég er að þrífa húðina. Líkt og Sunneva bendir á þá er það hinn gullni meðalvegur sem gildir.Aðsend Ég held að það sé mikilvægt að hafa í huga þessa samanlögðu áhrif. Við erum nota fjöldan allan af vörum á hverjum degi, og það er mismunandi hversu mikið magn af skaðlegum efnum er í hverri og einni vöru. Þegar þetta er allt lagt saman þá eru kanski komin fram yfir það sem telst vera hæfilegt magn. “ View this post on Instagram A post shared by Efnasúpan (@efnasupan) Hinn gullni meðalvegur „Við munum auðvitað aldrei ná að sneiða framhjá öllum þessum efnum, mikið af þessu er komið til að vera,” segir Sunneva jafnframt. „Við lifum í efnasúpu, það er bara staðreynd. En það sem við getum gert er að fræða okkur, og vera meðvituð, og taka upplýstar ákvarðanir. Við höfum allavega tækifæri til að velja, og velja betur. Athuga úr hverju varan er og kanna hvort það sé eitthvað betra í boði. Eins og bara næst þegar þú þarft að kaupa nýja sleif í eldhúsið, kaupa þá frekar trésleif en ekki plastsleif. Eða ef þig vantar nýjan uppþvottabursta; kaupa þá frekar uppþvottabursta með bambushárum, þó það sé freistandi að kaupa ódýran bursta úr Ikea á 99 krónur. Það eru margir með ilmstrá heima hjá sér, það er til dæmis hægt að skipta þeim út fyrir fersk blóm.” View this post on Instagram A post shared by Efnasúpan (@efnasupan) Hún tekur fram að „réttu“ valkostirnir séu vissulega oft dýrari. „Það er dýrara að versla vandað tréleikfang fyrir barnið sitt heldur en að kaupa eitthvað ódýrt plastleikfang, og hör er dýrara en pólýester efni, það er bara þannig. En þetta snýst um hinn gullna meðalveg. Og ég vil alls ekki að fólk fái samviskubit. Það er ekki hægt að vera fullkominn þegar kemur að þessum málum. Við erum ekki að tala um það fólk þurfi að rjúka til og losa sig við allt plast og annað af heimilinu.“ Líkt og Sunneva bendir á hefur blessunarlega orðið mikil vitundarvakning undanfarin ár þegar kemur að þessari umræðu. En það er ennþá langt í land. Tilgangur Sunnevu með Instagram síðunni er að fræða, en ekki hræða.Vísir/Vilhelm „Bara til að nefna dæmi þá hefur verið sýnt fram á að karlmenn sem eru fæddir í kringum 1960 eru með helmingi fleiri sáðfrumur en karlmenn sem eru fæddir í kringum 1990. Það er auðvitað margt sem spilar inn í en það segir sig sjálft að umhverfisáhrif og efnin í kringum okkur spila stóran þátt. Í dag eru rosalega mörg börn með allskyns greiningar; ADHD og allskonar þroska- og taugaraskanir. Það er sannað að það eru fjölmörg efni í umhverfinu sem hafa skaðleg áhrif á hormóna- og innkirtlastarfsemi og það hefur verið sýnt fram á tengsl á milli þessara efna og raskana af þessu tagi, og líka aðra sjúkdóma eins og sykursýki og offitu. “ View this post on Instagram A post shared by Efnasúpan (@efnasupan) Vill fræða en ekki hræða Instagram síðan Efnasúpan fæddist fyrir tæpum tveimur mánuðum. „Mig langaði að búa mér til eitthvað skemmtilegt verkefni í fæðingarorlofinu. Ég var búin að vera að birta færslur á minni eigin Instagram síðu þar sem ég var að fjalla um ýmislegt þessu tengdu. Svo fékk ég þessa hugmynd, að gera sér Instagram síðu þar sem ég myndi taka þetta fyrir.“ Viðbrögðin létu ekki á sér standa og hefur fylgjendahópurinn stækkað dag frá degi. Í dag eru hátt í fjögur þúsund manns að fylgja henni á miðlinum. „Þetta er búið að vinda rosalega hratt upp á sig. En ég vil alls ekki vera að predika yfir fólki eða vera með einhvern hræðsluáróður. Ég segi alltaf að ég vilji fyrst og fremst fræða- en ekki hræða.Og tek það alveg skýrt fram að ég er svo sannarlega ekkert heilög í þessum efnum, ég er langt frá því að vera fullkomin. Það er sko alveg plast og allskonar á mínu heimili og ef ég er að ferðast eitthvað með strákinn minn þá set ég hann í einnota bleyju.“ Sunneva tekur fram að setji ekki inn fræðsluefni á síðuna sem ekki er rökstutt með rannsóknum eða ritrýndum heimildum. Í hverri og einni færslu tekur hún fyrir ákveðið viðfangsefni fyrir í nokkurskonar glæruformi, og þá hefur hún einnig birt myndskeið. View this post on Instagram A post shared by Efnasúpan (@efnasupan) „Af því að ég veit að það eru ekkert allir sem nenna að lesa það sem ég set inn, þess vegna vildi ég líka hafa myndbönd og setja þetta fram með öðrum hætti. “ Sunneva hefur fengið óteljandi fyrirspurnir frá fólki eftir að hún byrjaði að birta efnið á Instagram. „Fólk er að spyrja mig nánar út í hitt og þetta, og spyrja hvort ég geti mælt með hinum eða þessum vörum eða hvort þessi eða þessi vara sé í lagi. Ég fæ rosalega mikið af spurningum um til dæmis snyrtivörur og líka hinar og þessar barnavörur eins og bleyjur og snuð og leikföng. “ Fljótlega fóru fyrirtæki að setja sig í samband við Sunnevu og vildu fá hana til að fjalla um vörur sínar. Hún hefur afþakkað meirihlutann af þeim boðum. Hin tilboðin velur hún af mikilli kostgæfni. „Ég vil ekki missa trúverðugleikann; ég vil geta staðið og fallið með því sem ég set þarna inn. Ég vil vera með hlutlausa umfjöllun. Það er síðan undir fólki komið hvað það gerir í framhaldinu. “ Sunneva hefur fengið gífurlega jákvæðar undirtektir eftir að hún byrjaði með Efnasúpuna á Instagram.Aðsend Sunneva telur að áhrifavaldar beri ákveðna ábyrgð í þessum efnum. „Fyrirtæki eru að flytja inn hinar og þessar snyrtivörur en eru ekkert að spá í að hvaða efni varan inniheldur, og fá síðan áhrifavalda til að fjalla um þær. Og mikið af þeirra fylgjendum eru ungar og áhrifagjarnar stelpur. Mitt markmið er að hvetja fólk til umhugsunar, og ýta undir vitundarvakningu. Mig langar að dreifa boðskapnum enn lengra og hvetja til efnalæsis. Eftir því sem fleiri fara að spá í þessu og vera meðvitaðir þá setur það líka þrýsting á framleiðendur til að gera betur. “ Umhverfismál Samfélagsmiðlar Heilbrigðismál Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Sunneva heldur úti Instagram síðunni Efnasúpan þar sem hún fjallar um efni og efnanotkun. Hún birtir aðgengilegt fræðsluefni tengt skaðlegum efnum í nærumhverfinu. Sunneva stofnaði síðuna fyrir tæpum tveimur mánuðum og hafa viðbrögðin farið fram úr hennar björtustu vonum. „Ég finn að fólk er mjög opið fyrir þessu og er tilbúið að fræðast meira. Þetta geta verið flókin fræði; mikið af orðum og hugtökum sem eru framandi. Þess vegna vildi ég reyna að setja þetta upp á aðgengilegan hátt og í léttum dúr. Þessi umræða þarf nefnilega ekki að vera háalvarleg eða leiðinleg.“ Minna er meira Sunneva er með BS gráðu í lífefnafræði og er í mastersnámi í líf og læknavísindum við Háskóla Íslands. „Ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á þessum fræðum. Það byrjaði strax í grunnskóla. Mér fannst efnafræðin alltaf rosalega spennandi.“ Þegar Sunneva byrjaði í BS náminu á sínum tíma fór síðan virkilega að velta fyrir sér hinum og þessum efnum sem eru í umhverfinu í kringum okkur – og skaðsemi þeirra. Eftir því sem hún fór að lesa sér meira til óx áhuginn og þá sérstaklega eftir að hún varð móðir. Þá fór hún að lesa sér enn meira til um efni í hinum og þessum vörum sem ætlaðar eru ungabörnum. „Það er endalaust verið að markaðssetja allskonar krem og húðvörur fyrir lítil börn. En það er spurning hvort þau þurfi virkilega á öllum þessu að halda. Ónæmiskerfið þeirra er ekki þroskað og höndlar ekki öll þessi efni,” segir hún og bætir við að það sama gildi um hinar og þessar vörur sem verið er að pranga inn á konur; allskyns krem og snyrtivörur. View this post on Instagram A post shared by Efnasúpan (@efnasupan) „Ég las einhvers staðar að meðalkona í Bretlandi notar sextán snyrtivörur á dag, eins og svitalyktareyði, sjampó, húðkrem, farða og þess háttar. Ég segi alltaf að „less is more” þegar kemur að snyrtivörum. Í dag eru rosalega margar stelpur að birta myndbönd á samfélagsmiðlum -svona „get ready with me” myndbönd þar sem þær eru að sýna frá húðrútínunni sinni og eru kanski að nota einhverjar sautján mismunandi vörur. Mér finnst þetta mjög varhugavert; ertu í alvöru að hreinsa húðina eða ertu að baða hana í efnum? Húðin er svo magnað líffæri og getur séð um sig sjálf að svo mörgu leyti, og það er algjör óþarfi að vera endalaust að drekkja henni í einhverjum kremum og olíum. Ég viðurkenni það alveg að þegar kemur að sjálfri mér þá eru dæmis ákveðnar förðunarvörur sem ég hef ekki getað skipt út fyrir annað. En ég reyni að “jafna það út” með því að nota til dæmis bara hreinar og góðar vörur þegar ég er að þrífa húðina. Líkt og Sunneva bendir á þá er það hinn gullni meðalvegur sem gildir.Aðsend Ég held að það sé mikilvægt að hafa í huga þessa samanlögðu áhrif. Við erum nota fjöldan allan af vörum á hverjum degi, og það er mismunandi hversu mikið magn af skaðlegum efnum er í hverri og einni vöru. Þegar þetta er allt lagt saman þá eru kanski komin fram yfir það sem telst vera hæfilegt magn. “ View this post on Instagram A post shared by Efnasúpan (@efnasupan) Hinn gullni meðalvegur „Við munum auðvitað aldrei ná að sneiða framhjá öllum þessum efnum, mikið af þessu er komið til að vera,” segir Sunneva jafnframt. „Við lifum í efnasúpu, það er bara staðreynd. En það sem við getum gert er að fræða okkur, og vera meðvituð, og taka upplýstar ákvarðanir. Við höfum allavega tækifæri til að velja, og velja betur. Athuga úr hverju varan er og kanna hvort það sé eitthvað betra í boði. Eins og bara næst þegar þú þarft að kaupa nýja sleif í eldhúsið, kaupa þá frekar trésleif en ekki plastsleif. Eða ef þig vantar nýjan uppþvottabursta; kaupa þá frekar uppþvottabursta með bambushárum, þó það sé freistandi að kaupa ódýran bursta úr Ikea á 99 krónur. Það eru margir með ilmstrá heima hjá sér, það er til dæmis hægt að skipta þeim út fyrir fersk blóm.” View this post on Instagram A post shared by Efnasúpan (@efnasupan) Hún tekur fram að „réttu“ valkostirnir séu vissulega oft dýrari. „Það er dýrara að versla vandað tréleikfang fyrir barnið sitt heldur en að kaupa eitthvað ódýrt plastleikfang, og hör er dýrara en pólýester efni, það er bara þannig. En þetta snýst um hinn gullna meðalveg. Og ég vil alls ekki að fólk fái samviskubit. Það er ekki hægt að vera fullkominn þegar kemur að þessum málum. Við erum ekki að tala um það fólk þurfi að rjúka til og losa sig við allt plast og annað af heimilinu.“ Líkt og Sunneva bendir á hefur blessunarlega orðið mikil vitundarvakning undanfarin ár þegar kemur að þessari umræðu. En það er ennþá langt í land. Tilgangur Sunnevu með Instagram síðunni er að fræða, en ekki hræða.Vísir/Vilhelm „Bara til að nefna dæmi þá hefur verið sýnt fram á að karlmenn sem eru fæddir í kringum 1960 eru með helmingi fleiri sáðfrumur en karlmenn sem eru fæddir í kringum 1990. Það er auðvitað margt sem spilar inn í en það segir sig sjálft að umhverfisáhrif og efnin í kringum okkur spila stóran þátt. Í dag eru rosalega mörg börn með allskyns greiningar; ADHD og allskonar þroska- og taugaraskanir. Það er sannað að það eru fjölmörg efni í umhverfinu sem hafa skaðleg áhrif á hormóna- og innkirtlastarfsemi og það hefur verið sýnt fram á tengsl á milli þessara efna og raskana af þessu tagi, og líka aðra sjúkdóma eins og sykursýki og offitu. “ View this post on Instagram A post shared by Efnasúpan (@efnasupan) Vill fræða en ekki hræða Instagram síðan Efnasúpan fæddist fyrir tæpum tveimur mánuðum. „Mig langaði að búa mér til eitthvað skemmtilegt verkefni í fæðingarorlofinu. Ég var búin að vera að birta færslur á minni eigin Instagram síðu þar sem ég var að fjalla um ýmislegt þessu tengdu. Svo fékk ég þessa hugmynd, að gera sér Instagram síðu þar sem ég myndi taka þetta fyrir.“ Viðbrögðin létu ekki á sér standa og hefur fylgjendahópurinn stækkað dag frá degi. Í dag eru hátt í fjögur þúsund manns að fylgja henni á miðlinum. „Þetta er búið að vinda rosalega hratt upp á sig. En ég vil alls ekki vera að predika yfir fólki eða vera með einhvern hræðsluáróður. Ég segi alltaf að ég vilji fyrst og fremst fræða- en ekki hræða.Og tek það alveg skýrt fram að ég er svo sannarlega ekkert heilög í þessum efnum, ég er langt frá því að vera fullkomin. Það er sko alveg plast og allskonar á mínu heimili og ef ég er að ferðast eitthvað með strákinn minn þá set ég hann í einnota bleyju.“ Sunneva tekur fram að setji ekki inn fræðsluefni á síðuna sem ekki er rökstutt með rannsóknum eða ritrýndum heimildum. Í hverri og einni færslu tekur hún fyrir ákveðið viðfangsefni fyrir í nokkurskonar glæruformi, og þá hefur hún einnig birt myndskeið. View this post on Instagram A post shared by Efnasúpan (@efnasupan) „Af því að ég veit að það eru ekkert allir sem nenna að lesa það sem ég set inn, þess vegna vildi ég líka hafa myndbönd og setja þetta fram með öðrum hætti. “ Sunneva hefur fengið óteljandi fyrirspurnir frá fólki eftir að hún byrjaði að birta efnið á Instagram. „Fólk er að spyrja mig nánar út í hitt og þetta, og spyrja hvort ég geti mælt með hinum eða þessum vörum eða hvort þessi eða þessi vara sé í lagi. Ég fæ rosalega mikið af spurningum um til dæmis snyrtivörur og líka hinar og þessar barnavörur eins og bleyjur og snuð og leikföng. “ Fljótlega fóru fyrirtæki að setja sig í samband við Sunnevu og vildu fá hana til að fjalla um vörur sínar. Hún hefur afþakkað meirihlutann af þeim boðum. Hin tilboðin velur hún af mikilli kostgæfni. „Ég vil ekki missa trúverðugleikann; ég vil geta staðið og fallið með því sem ég set þarna inn. Ég vil vera með hlutlausa umfjöllun. Það er síðan undir fólki komið hvað það gerir í framhaldinu. “ Sunneva hefur fengið gífurlega jákvæðar undirtektir eftir að hún byrjaði með Efnasúpuna á Instagram.Aðsend Sunneva telur að áhrifavaldar beri ákveðna ábyrgð í þessum efnum. „Fyrirtæki eru að flytja inn hinar og þessar snyrtivörur en eru ekkert að spá í að hvaða efni varan inniheldur, og fá síðan áhrifavalda til að fjalla um þær. Og mikið af þeirra fylgjendum eru ungar og áhrifagjarnar stelpur. Mitt markmið er að hvetja fólk til umhugsunar, og ýta undir vitundarvakningu. Mig langar að dreifa boðskapnum enn lengra og hvetja til efnalæsis. Eftir því sem fleiri fara að spá í þessu og vera meðvitaðir þá setur það líka þrýsting á framleiðendur til að gera betur. “
Umhverfismál Samfélagsmiðlar Heilbrigðismál Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira