Í steininn fyrir að stela dagbók dóttur Bandaríkjaforseta Jón Þór Stefánsson skrifar 10. apríl 2024 22:32 Joe Biden Bandaríkjaforseti og dóttir hans Ashley Biden. Getty Dómari í New York-ríki Bandaríkjanna hefur dæmt konu, Aimee Harris, í mánaðar fangelsi fyrir að stela dagbók og öðrum persónulegum munum í eigu Ashley Biden, dóttur Joe Biden Bandaríkjaforseta. Í umfjöllun New York Times um málið segir að stuldurinn hafi verið hluti af ráðabruggi til þess að veikja stöðu Biden í forsetakosningunum 2020, en hann átti eftir að bera sigur úr býtum gegn sitjandi forseta Donald Trump. Stuldurinn átti sér stað fyrir fjórum árum síðan í borginni Delray Beach í Flórídaríki. Það var á heimili vinar Harris, en saksóknari sagði að Ashley Biden hefði geymt dagbókina þar í þeirri trú að hún væri örugg. Síðan seldi Harris bókina til Project Veritas, sem er lýst sem öfgahægri fylkingu, fyrir háar fjárhæðir. Hún játaði sök fyrir dómi og sagðist hafa fengið tuttugu þúsund Bandaríkjadali greidda af fjörutíu þúsundum sem henni var lofað. Fram hefur komið að efni dagbókarinnar varðaði að einhverju leyti æsku Ashley Biden. Hér sést hún í fangi föður síns, einungis fimm ára gömul.Getty „Ég er ekki hafin yfir lögin,“ sagði Harris fyrir dómi. Hún bað Ashley Biden afsökunar á því að hafa gert æsku og einkalíf hennar opinbert. Dómarinn í málinu sagði gjörðir Harris „fyrirlitlegar og alvarlegar“. Áður en hann kvað upp dóm sinn tók hann fram að Harris hefði gert tilraun til að selja dagbókina til kosningateymis Trumps, en án árangurs. Jafnframt gagnrýndi dómarinn framferði Harris fyrir dómi, með því að hafa gert ítrekaðar tilraunir til að láta málið dragast á langinn. Líkt og áður segir hlaut Harris mánaðar fangelsisdóm, en þar að auki hlýtur hún þriggja ára skilorðsbundin dóm, og þarf að sitja í stofufangelsi í þrjá mánuði. Einnig er henni gert að endurgreiða peningana sem hún fékk greidda fyrir þýfið. Joe Biden Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Í umfjöllun New York Times um málið segir að stuldurinn hafi verið hluti af ráðabruggi til þess að veikja stöðu Biden í forsetakosningunum 2020, en hann átti eftir að bera sigur úr býtum gegn sitjandi forseta Donald Trump. Stuldurinn átti sér stað fyrir fjórum árum síðan í borginni Delray Beach í Flórídaríki. Það var á heimili vinar Harris, en saksóknari sagði að Ashley Biden hefði geymt dagbókina þar í þeirri trú að hún væri örugg. Síðan seldi Harris bókina til Project Veritas, sem er lýst sem öfgahægri fylkingu, fyrir háar fjárhæðir. Hún játaði sök fyrir dómi og sagðist hafa fengið tuttugu þúsund Bandaríkjadali greidda af fjörutíu þúsundum sem henni var lofað. Fram hefur komið að efni dagbókarinnar varðaði að einhverju leyti æsku Ashley Biden. Hér sést hún í fangi föður síns, einungis fimm ára gömul.Getty „Ég er ekki hafin yfir lögin,“ sagði Harris fyrir dómi. Hún bað Ashley Biden afsökunar á því að hafa gert æsku og einkalíf hennar opinbert. Dómarinn í málinu sagði gjörðir Harris „fyrirlitlegar og alvarlegar“. Áður en hann kvað upp dóm sinn tók hann fram að Harris hefði gert tilraun til að selja dagbókina til kosningateymis Trumps, en án árangurs. Jafnframt gagnrýndi dómarinn framferði Harris fyrir dómi, með því að hafa gert ítrekaðar tilraunir til að láta málið dragast á langinn. Líkt og áður segir hlaut Harris mánaðar fangelsisdóm, en þar að auki hlýtur hún þriggja ára skilorðsbundin dóm, og þarf að sitja í stofufangelsi í þrjá mánuði. Einnig er henni gert að endurgreiða peningana sem hún fékk greidda fyrir þýfið.
Joe Biden Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira