Einvígið lifir þökk sé marki undir lokin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. apríl 2024 21:05 Sébastian Haller gaf Borussia Dortmund líflínu. ose Manuel Alvarez/Getty Images Atlético Madrid hefur ekki enn tapað í útsláttarkeppni Meistaradeild Evrópu undir stjórn Diego Simeone. Leikirnir eru nú orðnir 17 talsins en Atlétíco lagði Dortmund 2-1 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Það tók heimamenn í Atlético ekki langan tíma að komast yfir. Argentínumaðurinn Rodrigo de Paul kom þeim yfir strax á 4. mínútu eftir mistök í vörn gestanna. Gat hann ekki annað en skorað af stuttu færi og heimamenn á grænni grein. Þegar rúmur hálftími var liðinn af leiknum var staðan orðin 2-0. Antoine Griezmann átti þá góða sendingu á Samuel Lino sem skoraði af mikilli yfirvegun. Heimamenn tveimur mörkum yfir og voru það enn er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Gestirnir ógnuðu lítið framan af síðari hálfleik og heimamenn virtustu nokkuð sáttir með fenginn hlut. Á 81. mínútu fengu gestirnir hins vegar líflínu þegar Sébastian Haller minnkaði muninn í 2-1 og reyndust það lokatölur. Dortmund á því enn möguleika í síðari leiknum sem fer fram þann 16. apríl næstkomandi. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti
Atlético Madrid hefur ekki enn tapað í útsláttarkeppni Meistaradeild Evrópu undir stjórn Diego Simeone. Leikirnir eru nú orðnir 17 talsins en Atlétíco lagði Dortmund 2-1 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Það tók heimamenn í Atlético ekki langan tíma að komast yfir. Argentínumaðurinn Rodrigo de Paul kom þeim yfir strax á 4. mínútu eftir mistök í vörn gestanna. Gat hann ekki annað en skorað af stuttu færi og heimamenn á grænni grein. Þegar rúmur hálftími var liðinn af leiknum var staðan orðin 2-0. Antoine Griezmann átti þá góða sendingu á Samuel Lino sem skoraði af mikilli yfirvegun. Heimamenn tveimur mörkum yfir og voru það enn er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Gestirnir ógnuðu lítið framan af síðari hálfleik og heimamenn virtustu nokkuð sáttir með fenginn hlut. Á 81. mínútu fengu gestirnir hins vegar líflínu þegar Sébastian Haller minnkaði muninn í 2-1 og reyndust það lokatölur. Dortmund á því enn möguleika í síðari leiknum sem fer fram þann 16. apríl næstkomandi.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti