Kirkjan á krossgötum Árni Már Jensson skrifar 10. apríl 2024 12:00 Veröld sem var Kjölfestan í trúarlífi Íslendinga er Þjóðkirkjan. Stofnun sem er samofin menningarlífi okkar og sögu með helgidómum kirknanna í öllum landshlutum. Þjóðkirkja sem hefur þjónað landsmönnum öldum saman í þeirri viðleitni að vera líkami Krists í túlkun boðskapar hans á fagnaðarerindinu. Skírnir, fermingar, giftingar, samfögnuðir, helgisöngvar, gleðistundir, útfarir, sorg, líkn og sáluhjálp. Þjónar kirkjunnar eru og hafa verið fyrir fólkið í landinu allsstaðar og á öllum stundum. Biskupsefnin Við höfum fengið að kynnast fortíð, nútíð og framtíðarsýn þeirra einstaklinga sem í biskupskjöri eru. Af þeim þremur mætu frambjóðendum sem eftir eru, er einn aðili sem vekur ítrekað athygli á alvarlegustu ógn þjóðkirkjunnar og boðun kristninnar sem slíkrar, nefnilega nýliðun, eða öllu heldur hrun í nýliðun inn í kirkjuna. Skírnum til kristni innan Þjóðkirkjunnar hefur fækkað um 60%. Það þýðir að óbreyttu að innan 14 ára mun fermingum einnig fækka í sama hlutfalli. Þessi grafalvarlega þróun er ekki einungis vá fyrir fjárhagslegan grunn Þjóðkirkjunnar með hruni framtíðar-tekna, heldur einnig vísbending um að kirkjan, í boðun kristninnar, hefur misst samtalið við yngra fólk. Ekki vegna trúardoða eða áhugaleysis kirkjunnar þjóna, heldur vegna þess að þeir komu ekki tímanlega auga á vandamálið sem við blasti: Nýjar víddir í umhverfi gagnvirkra samskipta. Veröld sem verður Tæknibylting internetsins er ekki að ná sínum toppi. Af og frá. Upplýsingabyltingin er við það að taka ofurstökk inn í huliðsheima gerfigreindarinnar. Heima sem munu hafa gríðarleg áhrif á hugsun og hegðun kynslóða framtíðarinnar. Kynslóða sem að ýmsu leiti verða ólæs á uppruna upplýsinganna og tilætlan þeirra afla sem framleiða þær. Gervigreindina verður því hægt að nota til góðs eða ills gegnum óvarða undirvitund notendanna. Og hvaða hópur er þar viðkvæmastur? Jú, hinn næmi hugur æskunnar. Þeirrar sömu æsku sem nú þiggur megnið af sinni þekkingu og afreyingu gegnum símann sinn. Þeirri sömu æsku og kristin kirkja hefur að stórum hluta misst samtalið við. Ekki bara á Íslandi heldur um víða veröld. Þessi þróun er staðreynd sem ekki er hægt að sporna við með boðum og bönnum. Það er hins vegar hægt, með yfirgripsmikilli þekkingu, að öðlast læsi inn í þessa huliðs-veröld sem er og verður æ stærri áhrifa-afl komandi kynslóða. Þjóðkirkjan og boðun kristninnar í landinu á því framtíð sína undir getu þjónanna til að lesa í hið framvirka samtíðarstökk upplýsingabyltingarinnar með aukinni þekkingu til að bregðast við og nýta sér hana til góðs. Skýring Eðlilega hefur Þjóðkirkjan ekki áttað sig á þessum ljóshraða-breytingum. Hún er rótgróin og mikilfengleg stofnun sem í aldanna rás hefur búið við einokun eða fákeppni í boðun fagnaðarerindisins. Íhaldsemi hennar, eða skortur á samtímalæsi, er því eðlileg afleiðing sögu hennar og umhverfis. Þegar litið er um öxl er því við engan að sakast enda snýst hrun í nýliðun kirkjunnar ekki um viljaleysi eða þekkingarskort á ritningunni heldur vanlæsi á því tækniumhverfi sem snýr að gagnvirkum samskiptum og upplýsingamiðlun sem nauðsynlegt er að hagnýta til að ná samtali við yngri kynslóðir. Það er brýnt að kirkjan horfist í augu við þessa staðreynd sem við blasir. Að hún hefur misst samtalið við yngra fólk í of miklu mæli. Kynslóðin sem samtalið hefur rofnað við er sú kynslóð foreldra sem EKKI eru að skíra börn sín til kristni nú og EKKI eru að kenna börnum sínum um Jesú Krist og mátt bænarinnar. Þetta samtalsleysi getur gengið í eina kynslóð, þá sem er u.þ.b. að vaxa úr grasi, en síðan blasir við hrun í tekjum og hrun í boðun. Þannig mun sú veröld sem var - kletturinn sem Þjóðkirkjan hefur staðið á, klofna, verði viðsnúningu ekki komið á hið fyrsta. Tíðarandinn Í tíðaranda umræðunnar má gjarnan heyra háð og neikvæðni um kirkju og kristni. Meginstraumsfjölmiðlar hafa að ýmsu leiti úthýst kristninni og stjórnmálin ekki látið sitt eftir liggja að úthýsa kristnifræðslu úr grunnskólum. Kvikmyndir, heimildarmyndir og framhalds þættir með kristilegum tilvísunum í efnisvali eru vart framleiddir eða sýndir nema að inntakið lúti að mannvonsku, kult menningu eða pervertisma. Einnig verða þær samtíma raddir hljómmeiri að hluti eðlilegrar þróunar sé afhelgun kirkna sem síðan er breytt í veitingastaði, gististaði og bari eins og ekkert sé eðlilegra. Slíkur málflutningur er vitnisburður um uppgjöf eða ólæsi á nútíma aðstæður þar sem samhliða mannfjölgun ætti að vera fjölgun kirkna en ekki fækkun. Hnignun kristninnar er einfaldlega ekki valkostur þóknanlegur Guði. Allt tal um áhrif upplýsingarinnar og fjölmenningarinnar sem eðlilega skýringu á hopi kristinnar kirkju og boðunar hennar eru þannig undanlátsamar réttlætingar í þágu annara afla en ljóssins. Andans víddir og raunheimar Fyrir alllmörgum árum dreymdi mig draum. Vinstra megin við rúm mitt stóð Kristur og ávarpaði mig á eftirfarandi hátt, orðrétt: “Það hrynur undan kirkjunni minni á Íslandi og víða annarsstaðar. Þú þarft að hefjast handa.” Ég brást við, setti fyrirtæki mitt erlendis í söluferli, flutti heim og stofnaði Pax Vobis. Í upphafi biskupskjörsins dreymdi mig síðan þrjá drauma. Sá fyrsti var á þá leið að ég ætti að kynna mér ákveðinn sóknarprest. Ég var ekki skýrari í kollinum en svo að draumurinn fór inn um eitt og út um hitt yfir morgunkaffinu og aðhafðist ég ekkert. Draumur númer tvö var að mér aftur bent á þennan sama sóknarprest og tjáð að þessi drengur væri kirkjunni þóknanlegur. Ég brást þannig við að googla viðkomandi aðila og lét þar við sitja og aðhafðist ekkert. Í þriðja draumnum kom Jesú aftur að rúmbeði mínu, heldur ábúðarfyllri en fyrr, og tjáði mér að það væri ekki mitt að ákveða hver yrði valinn í þjónustu sinnar kirkju. Orðum mínum skaltu hlýða. Að vonum hrökk ég upp eins og stálfjöður, tók upp símann og hringdi í viðkomandi sóknarprest sem heitir Guðmundur Karl Brynjarsson og boðaði til viðtals. Þennan mann hafði ég aldrei séð, hitt, heyrt um, né rætt við. Ég kynnti mér fortíð hans, nútíð og innsæi á mannlegt eðli, kristni og framtíðarsýn Þjóðkirkjunnar. Álit mitt á GKB skiptir reyndar engu máli í þessu samhengi. Það sem öllu máli skiptir, er að ég laut vilja Jesú gegnum skilaboð draumheima. Lærðist mér þó í viðkynningunni, að allt sem Jesú hafði sagt um drenginn þóknanlega, var að sjálfsögðu satt og rétt. Biskupsefnið Guðmundur Karl greinir ekki einungis kjarnann í vanda kirkjunnar, heldur hefur umliðna tvo til þrjá áratugi sýnt það og sannað í störfum sínum sem sóknarprestur og frumkvöðull að uppbyggingu Lindakirkju, að hann er læs í aldirnar, samtímann og framtíðina. Hann býr yfir sköpunarkrafti frumkvöðuls með næmni á listir, kvikmyndagerð, ungt fólk, tæknilegt umhverfi þess og samskiptaaðferðir. Það sem meira er; hann er auðmjúkur og sannur lærisveinn Jesú Krists. Guðmundur Karl hefur vakið athygli á að Þjóðkirkjan getur skapað sér eigið dagskrárvald gegnum gagnvirka margmiðlunartækni samfélagsmiðla. Því sama umhverfi og unga fólkið lifir og hrærist í og þannig náð samskipta-vopnum sínum á ný. Þeim sömu og glatast hafa, þó í nýju umhverfi kunna að vera. Þetta hefur Guðmundur Karl ítrekað komið inn á í málflutningi sínum til biskupsframboðs umliðnar vikur og bent á aðferðir til úrbóta. Þetta sagði Guðmundur Karl í viðtali í Kirkjublaðinu nýlega: „Biskup á því að vera sýnilegur og nálægur á vettvangi fjölmiðla, hlaðvarpa og samfélagsmiðla og bregðast við umræðu og aðstæðum í samfélaginu og miðla erindi kristinnar trúar. Í þeim efnum eru orð postulans Péturs góður vegvísir: „Verið ætíð reiðubúin að svara hverjum manni sem krefst raka fyrir voninni sem þið eigið. En gerið það með hógværð og virðingu og hafið góða samvisku …“ (1Pét 3.) GKB heldur áfram: „Möguleikarnir sem samfélagsmiðlarnir gefa okkur eru að nú er kirkjan í bullandi séns að miðla sinni réttu ásýnd meðal þjóðarinnar. Við þurfum ekkert endilega að fá fjölmiðla með okkur í lið. Við getum tekið dagskrárvaldið í okkar hendur, miðlað okkar eigin narratívu, hver við erum sem kirkja. Það er mikilvægt að við getum verið stolt af því að elska þjóðkirkjuna okkar, sem mætir öllum í þjónustu sinni, býður upp á fjölbreytt og lifandi starf og reynir að koma til móts við mismunandi þarfir fólks í nútímanum.” GKB heldur áfram: „Á stefnumótafundi sem efnt var til á vegum kirkjuþings og haldinn var árið 2021 var unnið í umræðuhópum og töldu hóparnir að mikilvægasta málið sem setja ætti í forgang í starfi þjóðkirkjunnar væri að efla og bæta æskulýðsstarf. Hvað hefur á hinn bóginn verið gert í þeim málaflokki sem metinn var mikilvægastur? Augljóst má vera að þar er enn verk að vinna. Um leið og ég (GKB) býð mig fram til biskups vek ég um leið athygli á því frumkvæði sem ég hef haft á því sviði sem talið er mikilvægast. Ég hef brunnið fyrir barna- og æskulýðsstarfi innan þeirra safnaða sem ég hef þjónað gegnum tíðina. Ég hef skrifað talsvert af fræðsluefni tengt barna- og æskulýðsstarfi. Ég nefni þættina Daginn í dag, sem ég átti minn þátt í að yrðu að veruleika á sínum tíma og eru enn í dag að gera gott mót á myndveitum Símans og Vodafone. Auk þess skrifaði ég ásamt fleirum, þætti um Hafdísi og Klemma, Tófu og Nebbanú sem eru sívinsælir í sunnudagaskólum landsins. Svo má ég til með að nefna nýjan og spennandi vef í smíðum sem nefnist Humm. Hann er runninn undan rifjum Elínar Elísabetar fræðslustjóra en ég sit í ritstjórn hans. Í þeirri vinnu er leitað til fagfólks í hverju rúmi hvað varðar forritun, útlit, kennslufræði og guðfræði. Þessi vefur hefur markhópinn börn og ungt fólk. Honum er ætlað að mæta þeim sem lítið eða ekkert þekkja til trúarinnar. Vefnum er ætlað að efla skilning og þekkingu á biblíusögum og hvernig þær tengjast daglegu lífi okkar í nútímanum. Vonandi kveikir hann trú og auðgar trúarlíf. Þarna verður líka lögð áhersla á menningarlæsi í samhengi kristinnar trúar. Auk þess verður líka flokkur fyrir börn um Biblíuna, trúna og gildin svo eitthvað sé nefnt. Humm á að geta nýst jafnt kirkjunni, skólum, heimilum og einstaklingum og verður auglýstur rækilega þegar hann verður opnaður.” (Tilvitnun lýkur). Lokaorð Á framangreindar aðferðir og framtíðarsýn Guðmundar Karls Brynjarssonar þurfa kosningabærir þjónar innan kirkju og safnaða að hlusta með athygli á. Þeir þurfa einnig að hlusta á eigið innsæið slá með hjarta og vilja Krists. Því Þjóðkirkjan sem við eigum í dag verður einungis svipur hjá sjón á morgun náist ekki að endurbyggja þá samtalsbrú við yngri kynslóðir sem þegar hafa brostið. Samtalsbrú sem Guðmundur Karl, að öðrum biskupsefnum ólöstuðum, hefur sýnt að hann hefur skilning og getu til að byggja. Höfundur er frumkvöðull og stofnandi Pax Vobis. Áhugamaður um betra líf, samfélag, kristna trú, heimspeki og gildi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Veröld sem var Kjölfestan í trúarlífi Íslendinga er Þjóðkirkjan. Stofnun sem er samofin menningarlífi okkar og sögu með helgidómum kirknanna í öllum landshlutum. Þjóðkirkja sem hefur þjónað landsmönnum öldum saman í þeirri viðleitni að vera líkami Krists í túlkun boðskapar hans á fagnaðarerindinu. Skírnir, fermingar, giftingar, samfögnuðir, helgisöngvar, gleðistundir, útfarir, sorg, líkn og sáluhjálp. Þjónar kirkjunnar eru og hafa verið fyrir fólkið í landinu allsstaðar og á öllum stundum. Biskupsefnin Við höfum fengið að kynnast fortíð, nútíð og framtíðarsýn þeirra einstaklinga sem í biskupskjöri eru. Af þeim þremur mætu frambjóðendum sem eftir eru, er einn aðili sem vekur ítrekað athygli á alvarlegustu ógn þjóðkirkjunnar og boðun kristninnar sem slíkrar, nefnilega nýliðun, eða öllu heldur hrun í nýliðun inn í kirkjuna. Skírnum til kristni innan Þjóðkirkjunnar hefur fækkað um 60%. Það þýðir að óbreyttu að innan 14 ára mun fermingum einnig fækka í sama hlutfalli. Þessi grafalvarlega þróun er ekki einungis vá fyrir fjárhagslegan grunn Þjóðkirkjunnar með hruni framtíðar-tekna, heldur einnig vísbending um að kirkjan, í boðun kristninnar, hefur misst samtalið við yngra fólk. Ekki vegna trúardoða eða áhugaleysis kirkjunnar þjóna, heldur vegna þess að þeir komu ekki tímanlega auga á vandamálið sem við blasti: Nýjar víddir í umhverfi gagnvirkra samskipta. Veröld sem verður Tæknibylting internetsins er ekki að ná sínum toppi. Af og frá. Upplýsingabyltingin er við það að taka ofurstökk inn í huliðsheima gerfigreindarinnar. Heima sem munu hafa gríðarleg áhrif á hugsun og hegðun kynslóða framtíðarinnar. Kynslóða sem að ýmsu leiti verða ólæs á uppruna upplýsinganna og tilætlan þeirra afla sem framleiða þær. Gervigreindina verður því hægt að nota til góðs eða ills gegnum óvarða undirvitund notendanna. Og hvaða hópur er þar viðkvæmastur? Jú, hinn næmi hugur æskunnar. Þeirrar sömu æsku sem nú þiggur megnið af sinni þekkingu og afreyingu gegnum símann sinn. Þeirri sömu æsku og kristin kirkja hefur að stórum hluta misst samtalið við. Ekki bara á Íslandi heldur um víða veröld. Þessi þróun er staðreynd sem ekki er hægt að sporna við með boðum og bönnum. Það er hins vegar hægt, með yfirgripsmikilli þekkingu, að öðlast læsi inn í þessa huliðs-veröld sem er og verður æ stærri áhrifa-afl komandi kynslóða. Þjóðkirkjan og boðun kristninnar í landinu á því framtíð sína undir getu þjónanna til að lesa í hið framvirka samtíðarstökk upplýsingabyltingarinnar með aukinni þekkingu til að bregðast við og nýta sér hana til góðs. Skýring Eðlilega hefur Þjóðkirkjan ekki áttað sig á þessum ljóshraða-breytingum. Hún er rótgróin og mikilfengleg stofnun sem í aldanna rás hefur búið við einokun eða fákeppni í boðun fagnaðarerindisins. Íhaldsemi hennar, eða skortur á samtímalæsi, er því eðlileg afleiðing sögu hennar og umhverfis. Þegar litið er um öxl er því við engan að sakast enda snýst hrun í nýliðun kirkjunnar ekki um viljaleysi eða þekkingarskort á ritningunni heldur vanlæsi á því tækniumhverfi sem snýr að gagnvirkum samskiptum og upplýsingamiðlun sem nauðsynlegt er að hagnýta til að ná samtali við yngri kynslóðir. Það er brýnt að kirkjan horfist í augu við þessa staðreynd sem við blasir. Að hún hefur misst samtalið við yngra fólk í of miklu mæli. Kynslóðin sem samtalið hefur rofnað við er sú kynslóð foreldra sem EKKI eru að skíra börn sín til kristni nú og EKKI eru að kenna börnum sínum um Jesú Krist og mátt bænarinnar. Þetta samtalsleysi getur gengið í eina kynslóð, þá sem er u.þ.b. að vaxa úr grasi, en síðan blasir við hrun í tekjum og hrun í boðun. Þannig mun sú veröld sem var - kletturinn sem Þjóðkirkjan hefur staðið á, klofna, verði viðsnúningu ekki komið á hið fyrsta. Tíðarandinn Í tíðaranda umræðunnar má gjarnan heyra háð og neikvæðni um kirkju og kristni. Meginstraumsfjölmiðlar hafa að ýmsu leiti úthýst kristninni og stjórnmálin ekki látið sitt eftir liggja að úthýsa kristnifræðslu úr grunnskólum. Kvikmyndir, heimildarmyndir og framhalds þættir með kristilegum tilvísunum í efnisvali eru vart framleiddir eða sýndir nema að inntakið lúti að mannvonsku, kult menningu eða pervertisma. Einnig verða þær samtíma raddir hljómmeiri að hluti eðlilegrar þróunar sé afhelgun kirkna sem síðan er breytt í veitingastaði, gististaði og bari eins og ekkert sé eðlilegra. Slíkur málflutningur er vitnisburður um uppgjöf eða ólæsi á nútíma aðstæður þar sem samhliða mannfjölgun ætti að vera fjölgun kirkna en ekki fækkun. Hnignun kristninnar er einfaldlega ekki valkostur þóknanlegur Guði. Allt tal um áhrif upplýsingarinnar og fjölmenningarinnar sem eðlilega skýringu á hopi kristinnar kirkju og boðunar hennar eru þannig undanlátsamar réttlætingar í þágu annara afla en ljóssins. Andans víddir og raunheimar Fyrir alllmörgum árum dreymdi mig draum. Vinstra megin við rúm mitt stóð Kristur og ávarpaði mig á eftirfarandi hátt, orðrétt: “Það hrynur undan kirkjunni minni á Íslandi og víða annarsstaðar. Þú þarft að hefjast handa.” Ég brást við, setti fyrirtæki mitt erlendis í söluferli, flutti heim og stofnaði Pax Vobis. Í upphafi biskupskjörsins dreymdi mig síðan þrjá drauma. Sá fyrsti var á þá leið að ég ætti að kynna mér ákveðinn sóknarprest. Ég var ekki skýrari í kollinum en svo að draumurinn fór inn um eitt og út um hitt yfir morgunkaffinu og aðhafðist ég ekkert. Draumur númer tvö var að mér aftur bent á þennan sama sóknarprest og tjáð að þessi drengur væri kirkjunni þóknanlegur. Ég brást þannig við að googla viðkomandi aðila og lét þar við sitja og aðhafðist ekkert. Í þriðja draumnum kom Jesú aftur að rúmbeði mínu, heldur ábúðarfyllri en fyrr, og tjáði mér að það væri ekki mitt að ákveða hver yrði valinn í þjónustu sinnar kirkju. Orðum mínum skaltu hlýða. Að vonum hrökk ég upp eins og stálfjöður, tók upp símann og hringdi í viðkomandi sóknarprest sem heitir Guðmundur Karl Brynjarsson og boðaði til viðtals. Þennan mann hafði ég aldrei séð, hitt, heyrt um, né rætt við. Ég kynnti mér fortíð hans, nútíð og innsæi á mannlegt eðli, kristni og framtíðarsýn Þjóðkirkjunnar. Álit mitt á GKB skiptir reyndar engu máli í þessu samhengi. Það sem öllu máli skiptir, er að ég laut vilja Jesú gegnum skilaboð draumheima. Lærðist mér þó í viðkynningunni, að allt sem Jesú hafði sagt um drenginn þóknanlega, var að sjálfsögðu satt og rétt. Biskupsefnið Guðmundur Karl greinir ekki einungis kjarnann í vanda kirkjunnar, heldur hefur umliðna tvo til þrjá áratugi sýnt það og sannað í störfum sínum sem sóknarprestur og frumkvöðull að uppbyggingu Lindakirkju, að hann er læs í aldirnar, samtímann og framtíðina. Hann býr yfir sköpunarkrafti frumkvöðuls með næmni á listir, kvikmyndagerð, ungt fólk, tæknilegt umhverfi þess og samskiptaaðferðir. Það sem meira er; hann er auðmjúkur og sannur lærisveinn Jesú Krists. Guðmundur Karl hefur vakið athygli á að Þjóðkirkjan getur skapað sér eigið dagskrárvald gegnum gagnvirka margmiðlunartækni samfélagsmiðla. Því sama umhverfi og unga fólkið lifir og hrærist í og þannig náð samskipta-vopnum sínum á ný. Þeim sömu og glatast hafa, þó í nýju umhverfi kunna að vera. Þetta hefur Guðmundur Karl ítrekað komið inn á í málflutningi sínum til biskupsframboðs umliðnar vikur og bent á aðferðir til úrbóta. Þetta sagði Guðmundur Karl í viðtali í Kirkjublaðinu nýlega: „Biskup á því að vera sýnilegur og nálægur á vettvangi fjölmiðla, hlaðvarpa og samfélagsmiðla og bregðast við umræðu og aðstæðum í samfélaginu og miðla erindi kristinnar trúar. Í þeim efnum eru orð postulans Péturs góður vegvísir: „Verið ætíð reiðubúin að svara hverjum manni sem krefst raka fyrir voninni sem þið eigið. En gerið það með hógværð og virðingu og hafið góða samvisku …“ (1Pét 3.) GKB heldur áfram: „Möguleikarnir sem samfélagsmiðlarnir gefa okkur eru að nú er kirkjan í bullandi séns að miðla sinni réttu ásýnd meðal þjóðarinnar. Við þurfum ekkert endilega að fá fjölmiðla með okkur í lið. Við getum tekið dagskrárvaldið í okkar hendur, miðlað okkar eigin narratívu, hver við erum sem kirkja. Það er mikilvægt að við getum verið stolt af því að elska þjóðkirkjuna okkar, sem mætir öllum í þjónustu sinni, býður upp á fjölbreytt og lifandi starf og reynir að koma til móts við mismunandi þarfir fólks í nútímanum.” GKB heldur áfram: „Á stefnumótafundi sem efnt var til á vegum kirkjuþings og haldinn var árið 2021 var unnið í umræðuhópum og töldu hóparnir að mikilvægasta málið sem setja ætti í forgang í starfi þjóðkirkjunnar væri að efla og bæta æskulýðsstarf. Hvað hefur á hinn bóginn verið gert í þeim málaflokki sem metinn var mikilvægastur? Augljóst má vera að þar er enn verk að vinna. Um leið og ég (GKB) býð mig fram til biskups vek ég um leið athygli á því frumkvæði sem ég hef haft á því sviði sem talið er mikilvægast. Ég hef brunnið fyrir barna- og æskulýðsstarfi innan þeirra safnaða sem ég hef þjónað gegnum tíðina. Ég hef skrifað talsvert af fræðsluefni tengt barna- og æskulýðsstarfi. Ég nefni þættina Daginn í dag, sem ég átti minn þátt í að yrðu að veruleika á sínum tíma og eru enn í dag að gera gott mót á myndveitum Símans og Vodafone. Auk þess skrifaði ég ásamt fleirum, þætti um Hafdísi og Klemma, Tófu og Nebbanú sem eru sívinsælir í sunnudagaskólum landsins. Svo má ég til með að nefna nýjan og spennandi vef í smíðum sem nefnist Humm. Hann er runninn undan rifjum Elínar Elísabetar fræðslustjóra en ég sit í ritstjórn hans. Í þeirri vinnu er leitað til fagfólks í hverju rúmi hvað varðar forritun, útlit, kennslufræði og guðfræði. Þessi vefur hefur markhópinn börn og ungt fólk. Honum er ætlað að mæta þeim sem lítið eða ekkert þekkja til trúarinnar. Vefnum er ætlað að efla skilning og þekkingu á biblíusögum og hvernig þær tengjast daglegu lífi okkar í nútímanum. Vonandi kveikir hann trú og auðgar trúarlíf. Þarna verður líka lögð áhersla á menningarlæsi í samhengi kristinnar trúar. Auk þess verður líka flokkur fyrir börn um Biblíuna, trúna og gildin svo eitthvað sé nefnt. Humm á að geta nýst jafnt kirkjunni, skólum, heimilum og einstaklingum og verður auglýstur rækilega þegar hann verður opnaður.” (Tilvitnun lýkur). Lokaorð Á framangreindar aðferðir og framtíðarsýn Guðmundar Karls Brynjarssonar þurfa kosningabærir þjónar innan kirkju og safnaða að hlusta með athygli á. Þeir þurfa einnig að hlusta á eigið innsæið slá með hjarta og vilja Krists. Því Þjóðkirkjan sem við eigum í dag verður einungis svipur hjá sjón á morgun náist ekki að endurbyggja þá samtalsbrú við yngri kynslóðir sem þegar hafa brostið. Samtalsbrú sem Guðmundur Karl, að öðrum biskupsefnum ólöstuðum, hefur sýnt að hann hefur skilning og getu til að byggja. Höfundur er frumkvöðull og stofnandi Pax Vobis. Áhugamaður um betra líf, samfélag, kristna trú, heimspeki og gildi.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun