Þóttist vera annar maður í þrjá áratugi Jón Þór Stefánsson skrifar 10. apríl 2024 00:06 Matthew David Keirans á yfir höfði sér þungan dóm fyrir að stela auðkenni Williams Woods, en málið hófst við pulsuvagn árið 1988. Lögreglan í Johnson-sýslu/Getty Bandarískur karlmaður að nafni William Woods hefur verið til mikillar umfjöllunar í fjölmiðlum um allan heim síðustu daga. Ástæðan er sú að annar maður hefur þóst vera Woods í marga áratugi og safnað upp gríðarlegum skuldum í nafni hans. Fyrir vikið varð Woods heimilislaus um tíma, honum var stungið í steininn og lokaður á geðsjúkrahúsi. Woods hitti Matthew David Keirans, sem átti eftir að leika Woods grátt næstu þrjá áratugina með gríðarlega umfangsmiklum kennistuldi, árið 1988. Keirans eignaðist börn, stofnaði bankareikninga og falsaði fæðingarvottorð í nafni Woods. Los Angeles Times fjallar ítarlega málið. Enginn trúði Woods þegar hann reyndi að benda á hvað væri á seyði, að einhver annar hefði safnað upp mörg hundruð þúsund dollara skuld með hans nafni, eða að persónuskilríki hans væru hans eigin. Woods var sjálfur handtekinn grunaður um kenniþjófnað og eyddi tveimur árum bak við lás og slá, að bíða eftir réttarhöldum. Þar af voru rúmir hundrað dagar sem hann varði að geðsjúkrahúsi. Það var síðan í síðustu viku sem Matthew Keirans játaði að hafa þóst vera Woods. Keirans, sem er 58 ára gamall er sagður eiga yfir höfði sér 32 ára fangelsisdóm. Nú íhugar Woods málsókn gegn yfirvöldum í Los Angeles, vegna áranna sem hann sat inni, grunaður um glæp sem hann framdi ekki. „Þau ættu að borga fyrir hvern dag sem ég þurfti að dúsa þarna inni,“ hefur LA Times eftir Woods, sem er sjálfur 55 ára. Martröðin hófst við pulsuvagn „Martröð Williams Woods hófst við pulsuvagn í Albuquerque, Nýju Mexíkó,“ segir í umfjöllun Telegraph um málið. Á pulsuvagninum störfuðu þeir báðir þegar veski Woods hvarf skyndilega. Woods segist hafa spurt Keirans um veskið og hann skilað því. Woods skoðaði veskið og sá að skilríkin voru enn á sínum stað. Hann velti þessu því ekki frekar fyrir sér. Samkvæmt dómsgögnum átti Keirans ekki eftir að nota sitt rétta nafn frá og með árinu 1988. Í dómsátt viðurkennir hann að hafa notað auðkenni Woods á öllum sviðum lífs síns. Árið 1990 keypti hann bíl á nafni Woods með gúmmítékkum. Keirans gifti sig árið 1994, en börn hans bera eftirnafnið Woods. Árið 2012 keypti hann fæðingarvottorð Woods frá Kentucky-ríki, þar sem hann notaði upplýsingar frá vefsíðunni Ancestry.com, sem er einskonar Íslendingabók Bandaríkjamanna. Þangað til á síðasta ári var Keirans í vinnu hjá upplýsingatæknideild háskólasjúkrahúss Iowa-ríkis. En honum var sagt upp þar þegar kennistuldarmálið kom í dagsljósið. Enginn trúði honum Á meðan átti hinn raunverulegi Williams Woods það erfitt. Árið 2019 var hann orðinn heimilislaus og þá komst hann að því að einhver hefði safnað miklum skuldum í hans nafni. Hann fór í banka og greindi frá þessu. Hann sýndi bankastarfsmanni skilríki sín, sem pössuðu við bankareikning hans. Síðan bað bankastarfsmaðurinn hann um að svara öryggisspurningum, sem hann gat ekki gert. Þá hringdi starfsmaðurinn í símanúmer sem var tengt við reikninginn og Keirans svaraði og gat svarað öryggisspurningunum rétt. Keirans sagði að enginn annar en hann ætti að hafa aðgang að bankareikningnum. Í kjölfarið var Woods handtekinn. Hinn raunverulegi William Woods var svo ákærður sem „Matthew Kierans“ – en svo virðist sem rétt nafn kenniþjófsins Keirans hafi verið ritað vitlaust. Ekki liggur þó fyrir hvernig saksóknari komst að þeirri niðurstöðu að Woods væri „Kierans“. Woods neitaði sök og tók ítrekað fram að hann væri ekki „Keirans“. Dómarinn komst að þerri niðurstöðu að Woods væri ekki hæfur til að réttað yrði yfir honum, vegna geðrænna vandamála. Honum var því gert að fara í meðferð á geðsjúkrahúsi. Málið dróst á langinn og endanlegur dómur kom ekki fyrr en 2021, og allan tímann sat Woods inni, annaðhvort í varðhaldi eða á geðsjúkrahúsi.. Hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm, en sá tími sem hann hafði þegar varið bak við lás og slá dreginn frá refsingunni og hann því laus. Honum var þó gert að hætta að nota nafnið William Woods. „Allt er nú farið“ Woods gafst þó ekki upp og var staðráðinn í að endurheimta nafn sitt. Að endingu var það í fyrra sem erfðapróf leiddi í ljós að Woods væri sonur föður síns. Rannsóknarlögreglumaður var fenginn í málið og hann yfirheyrði Keirans. Þegar hann sýndi Keirans niðurstöður erfðaprófsins brást hann við með því að segja „líf mitt er búið“ og „allt er nú farið“. Líkt og áður segir hefur Keirans nú játað að hafa stolið auðkenni Williams Woods og á þunga fangelsisrefsingu yfir höfði sér. Erlend sakamál Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Woods hitti Matthew David Keirans, sem átti eftir að leika Woods grátt næstu þrjá áratugina með gríðarlega umfangsmiklum kennistuldi, árið 1988. Keirans eignaðist börn, stofnaði bankareikninga og falsaði fæðingarvottorð í nafni Woods. Los Angeles Times fjallar ítarlega málið. Enginn trúði Woods þegar hann reyndi að benda á hvað væri á seyði, að einhver annar hefði safnað upp mörg hundruð þúsund dollara skuld með hans nafni, eða að persónuskilríki hans væru hans eigin. Woods var sjálfur handtekinn grunaður um kenniþjófnað og eyddi tveimur árum bak við lás og slá, að bíða eftir réttarhöldum. Þar af voru rúmir hundrað dagar sem hann varði að geðsjúkrahúsi. Það var síðan í síðustu viku sem Matthew Keirans játaði að hafa þóst vera Woods. Keirans, sem er 58 ára gamall er sagður eiga yfir höfði sér 32 ára fangelsisdóm. Nú íhugar Woods málsókn gegn yfirvöldum í Los Angeles, vegna áranna sem hann sat inni, grunaður um glæp sem hann framdi ekki. „Þau ættu að borga fyrir hvern dag sem ég þurfti að dúsa þarna inni,“ hefur LA Times eftir Woods, sem er sjálfur 55 ára. Martröðin hófst við pulsuvagn „Martröð Williams Woods hófst við pulsuvagn í Albuquerque, Nýju Mexíkó,“ segir í umfjöllun Telegraph um málið. Á pulsuvagninum störfuðu þeir báðir þegar veski Woods hvarf skyndilega. Woods segist hafa spurt Keirans um veskið og hann skilað því. Woods skoðaði veskið og sá að skilríkin voru enn á sínum stað. Hann velti þessu því ekki frekar fyrir sér. Samkvæmt dómsgögnum átti Keirans ekki eftir að nota sitt rétta nafn frá og með árinu 1988. Í dómsátt viðurkennir hann að hafa notað auðkenni Woods á öllum sviðum lífs síns. Árið 1990 keypti hann bíl á nafni Woods með gúmmítékkum. Keirans gifti sig árið 1994, en börn hans bera eftirnafnið Woods. Árið 2012 keypti hann fæðingarvottorð Woods frá Kentucky-ríki, þar sem hann notaði upplýsingar frá vefsíðunni Ancestry.com, sem er einskonar Íslendingabók Bandaríkjamanna. Þangað til á síðasta ári var Keirans í vinnu hjá upplýsingatæknideild háskólasjúkrahúss Iowa-ríkis. En honum var sagt upp þar þegar kennistuldarmálið kom í dagsljósið. Enginn trúði honum Á meðan átti hinn raunverulegi Williams Woods það erfitt. Árið 2019 var hann orðinn heimilislaus og þá komst hann að því að einhver hefði safnað miklum skuldum í hans nafni. Hann fór í banka og greindi frá þessu. Hann sýndi bankastarfsmanni skilríki sín, sem pössuðu við bankareikning hans. Síðan bað bankastarfsmaðurinn hann um að svara öryggisspurningum, sem hann gat ekki gert. Þá hringdi starfsmaðurinn í símanúmer sem var tengt við reikninginn og Keirans svaraði og gat svarað öryggisspurningunum rétt. Keirans sagði að enginn annar en hann ætti að hafa aðgang að bankareikningnum. Í kjölfarið var Woods handtekinn. Hinn raunverulegi William Woods var svo ákærður sem „Matthew Kierans“ – en svo virðist sem rétt nafn kenniþjófsins Keirans hafi verið ritað vitlaust. Ekki liggur þó fyrir hvernig saksóknari komst að þeirri niðurstöðu að Woods væri „Kierans“. Woods neitaði sök og tók ítrekað fram að hann væri ekki „Keirans“. Dómarinn komst að þerri niðurstöðu að Woods væri ekki hæfur til að réttað yrði yfir honum, vegna geðrænna vandamála. Honum var því gert að fara í meðferð á geðsjúkrahúsi. Málið dróst á langinn og endanlegur dómur kom ekki fyrr en 2021, og allan tímann sat Woods inni, annaðhvort í varðhaldi eða á geðsjúkrahúsi.. Hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm, en sá tími sem hann hafði þegar varið bak við lás og slá dreginn frá refsingunni og hann því laus. Honum var þó gert að hætta að nota nafnið William Woods. „Allt er nú farið“ Woods gafst þó ekki upp og var staðráðinn í að endurheimta nafn sitt. Að endingu var það í fyrra sem erfðapróf leiddi í ljós að Woods væri sonur föður síns. Rannsóknarlögreglumaður var fenginn í málið og hann yfirheyrði Keirans. Þegar hann sýndi Keirans niðurstöður erfðaprófsins brást hann við með því að segja „líf mitt er búið“ og „allt er nú farið“. Líkt og áður segir hefur Keirans nú játað að hafa stolið auðkenni Williams Woods og á þunga fangelsisrefsingu yfir höfði sér.
Erlend sakamál Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira