Þóttist vera annar maður í þrjá áratugi Jón Þór Stefánsson skrifar 10. apríl 2024 00:06 Matthew David Keirans á yfir höfði sér þungan dóm fyrir að stela auðkenni Williams Woods, en málið hófst við pulsuvagn árið 1988. Lögreglan í Johnson-sýslu/Getty Bandarískur karlmaður að nafni William Woods hefur verið til mikillar umfjöllunar í fjölmiðlum um allan heim síðustu daga. Ástæðan er sú að annar maður hefur þóst vera Woods í marga áratugi og safnað upp gríðarlegum skuldum í nafni hans. Fyrir vikið varð Woods heimilislaus um tíma, honum var stungið í steininn og lokaður á geðsjúkrahúsi. Woods hitti Matthew David Keirans, sem átti eftir að leika Woods grátt næstu þrjá áratugina með gríðarlega umfangsmiklum kennistuldi, árið 1988. Keirans eignaðist börn, stofnaði bankareikninga og falsaði fæðingarvottorð í nafni Woods. Los Angeles Times fjallar ítarlega málið. Enginn trúði Woods þegar hann reyndi að benda á hvað væri á seyði, að einhver annar hefði safnað upp mörg hundruð þúsund dollara skuld með hans nafni, eða að persónuskilríki hans væru hans eigin. Woods var sjálfur handtekinn grunaður um kenniþjófnað og eyddi tveimur árum bak við lás og slá, að bíða eftir réttarhöldum. Þar af voru rúmir hundrað dagar sem hann varði að geðsjúkrahúsi. Það var síðan í síðustu viku sem Matthew Keirans játaði að hafa þóst vera Woods. Keirans, sem er 58 ára gamall er sagður eiga yfir höfði sér 32 ára fangelsisdóm. Nú íhugar Woods málsókn gegn yfirvöldum í Los Angeles, vegna áranna sem hann sat inni, grunaður um glæp sem hann framdi ekki. „Þau ættu að borga fyrir hvern dag sem ég þurfti að dúsa þarna inni,“ hefur LA Times eftir Woods, sem er sjálfur 55 ára. Martröðin hófst við pulsuvagn „Martröð Williams Woods hófst við pulsuvagn í Albuquerque, Nýju Mexíkó,“ segir í umfjöllun Telegraph um málið. Á pulsuvagninum störfuðu þeir báðir þegar veski Woods hvarf skyndilega. Woods segist hafa spurt Keirans um veskið og hann skilað því. Woods skoðaði veskið og sá að skilríkin voru enn á sínum stað. Hann velti þessu því ekki frekar fyrir sér. Samkvæmt dómsgögnum átti Keirans ekki eftir að nota sitt rétta nafn frá og með árinu 1988. Í dómsátt viðurkennir hann að hafa notað auðkenni Woods á öllum sviðum lífs síns. Árið 1990 keypti hann bíl á nafni Woods með gúmmítékkum. Keirans gifti sig árið 1994, en börn hans bera eftirnafnið Woods. Árið 2012 keypti hann fæðingarvottorð Woods frá Kentucky-ríki, þar sem hann notaði upplýsingar frá vefsíðunni Ancestry.com, sem er einskonar Íslendingabók Bandaríkjamanna. Þangað til á síðasta ári var Keirans í vinnu hjá upplýsingatæknideild háskólasjúkrahúss Iowa-ríkis. En honum var sagt upp þar þegar kennistuldarmálið kom í dagsljósið. Enginn trúði honum Á meðan átti hinn raunverulegi Williams Woods það erfitt. Árið 2019 var hann orðinn heimilislaus og þá komst hann að því að einhver hefði safnað miklum skuldum í hans nafni. Hann fór í banka og greindi frá þessu. Hann sýndi bankastarfsmanni skilríki sín, sem pössuðu við bankareikning hans. Síðan bað bankastarfsmaðurinn hann um að svara öryggisspurningum, sem hann gat ekki gert. Þá hringdi starfsmaðurinn í símanúmer sem var tengt við reikninginn og Keirans svaraði og gat svarað öryggisspurningunum rétt. Keirans sagði að enginn annar en hann ætti að hafa aðgang að bankareikningnum. Í kjölfarið var Woods handtekinn. Hinn raunverulegi William Woods var svo ákærður sem „Matthew Kierans“ – en svo virðist sem rétt nafn kenniþjófsins Keirans hafi verið ritað vitlaust. Ekki liggur þó fyrir hvernig saksóknari komst að þeirri niðurstöðu að Woods væri „Kierans“. Woods neitaði sök og tók ítrekað fram að hann væri ekki „Keirans“. Dómarinn komst að þerri niðurstöðu að Woods væri ekki hæfur til að réttað yrði yfir honum, vegna geðrænna vandamála. Honum var því gert að fara í meðferð á geðsjúkrahúsi. Málið dróst á langinn og endanlegur dómur kom ekki fyrr en 2021, og allan tímann sat Woods inni, annaðhvort í varðhaldi eða á geðsjúkrahúsi.. Hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm, en sá tími sem hann hafði þegar varið bak við lás og slá dreginn frá refsingunni og hann því laus. Honum var þó gert að hætta að nota nafnið William Woods. „Allt er nú farið“ Woods gafst þó ekki upp og var staðráðinn í að endurheimta nafn sitt. Að endingu var það í fyrra sem erfðapróf leiddi í ljós að Woods væri sonur föður síns. Rannsóknarlögreglumaður var fenginn í málið og hann yfirheyrði Keirans. Þegar hann sýndi Keirans niðurstöður erfðaprófsins brást hann við með því að segja „líf mitt er búið“ og „allt er nú farið“. Líkt og áður segir hefur Keirans nú játað að hafa stolið auðkenni Williams Woods og á þunga fangelsisrefsingu yfir höfði sér. Erlend sakamál Bandaríkin Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Woods hitti Matthew David Keirans, sem átti eftir að leika Woods grátt næstu þrjá áratugina með gríðarlega umfangsmiklum kennistuldi, árið 1988. Keirans eignaðist börn, stofnaði bankareikninga og falsaði fæðingarvottorð í nafni Woods. Los Angeles Times fjallar ítarlega málið. Enginn trúði Woods þegar hann reyndi að benda á hvað væri á seyði, að einhver annar hefði safnað upp mörg hundruð þúsund dollara skuld með hans nafni, eða að persónuskilríki hans væru hans eigin. Woods var sjálfur handtekinn grunaður um kenniþjófnað og eyddi tveimur árum bak við lás og slá, að bíða eftir réttarhöldum. Þar af voru rúmir hundrað dagar sem hann varði að geðsjúkrahúsi. Það var síðan í síðustu viku sem Matthew Keirans játaði að hafa þóst vera Woods. Keirans, sem er 58 ára gamall er sagður eiga yfir höfði sér 32 ára fangelsisdóm. Nú íhugar Woods málsókn gegn yfirvöldum í Los Angeles, vegna áranna sem hann sat inni, grunaður um glæp sem hann framdi ekki. „Þau ættu að borga fyrir hvern dag sem ég þurfti að dúsa þarna inni,“ hefur LA Times eftir Woods, sem er sjálfur 55 ára. Martröðin hófst við pulsuvagn „Martröð Williams Woods hófst við pulsuvagn í Albuquerque, Nýju Mexíkó,“ segir í umfjöllun Telegraph um málið. Á pulsuvagninum störfuðu þeir báðir þegar veski Woods hvarf skyndilega. Woods segist hafa spurt Keirans um veskið og hann skilað því. Woods skoðaði veskið og sá að skilríkin voru enn á sínum stað. Hann velti þessu því ekki frekar fyrir sér. Samkvæmt dómsgögnum átti Keirans ekki eftir að nota sitt rétta nafn frá og með árinu 1988. Í dómsátt viðurkennir hann að hafa notað auðkenni Woods á öllum sviðum lífs síns. Árið 1990 keypti hann bíl á nafni Woods með gúmmítékkum. Keirans gifti sig árið 1994, en börn hans bera eftirnafnið Woods. Árið 2012 keypti hann fæðingarvottorð Woods frá Kentucky-ríki, þar sem hann notaði upplýsingar frá vefsíðunni Ancestry.com, sem er einskonar Íslendingabók Bandaríkjamanna. Þangað til á síðasta ári var Keirans í vinnu hjá upplýsingatæknideild háskólasjúkrahúss Iowa-ríkis. En honum var sagt upp þar þegar kennistuldarmálið kom í dagsljósið. Enginn trúði honum Á meðan átti hinn raunverulegi Williams Woods það erfitt. Árið 2019 var hann orðinn heimilislaus og þá komst hann að því að einhver hefði safnað miklum skuldum í hans nafni. Hann fór í banka og greindi frá þessu. Hann sýndi bankastarfsmanni skilríki sín, sem pössuðu við bankareikning hans. Síðan bað bankastarfsmaðurinn hann um að svara öryggisspurningum, sem hann gat ekki gert. Þá hringdi starfsmaðurinn í símanúmer sem var tengt við reikninginn og Keirans svaraði og gat svarað öryggisspurningunum rétt. Keirans sagði að enginn annar en hann ætti að hafa aðgang að bankareikningnum. Í kjölfarið var Woods handtekinn. Hinn raunverulegi William Woods var svo ákærður sem „Matthew Kierans“ – en svo virðist sem rétt nafn kenniþjófsins Keirans hafi verið ritað vitlaust. Ekki liggur þó fyrir hvernig saksóknari komst að þeirri niðurstöðu að Woods væri „Kierans“. Woods neitaði sök og tók ítrekað fram að hann væri ekki „Keirans“. Dómarinn komst að þerri niðurstöðu að Woods væri ekki hæfur til að réttað yrði yfir honum, vegna geðrænna vandamála. Honum var því gert að fara í meðferð á geðsjúkrahúsi. Málið dróst á langinn og endanlegur dómur kom ekki fyrr en 2021, og allan tímann sat Woods inni, annaðhvort í varðhaldi eða á geðsjúkrahúsi.. Hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm, en sá tími sem hann hafði þegar varið bak við lás og slá dreginn frá refsingunni og hann því laus. Honum var þó gert að hætta að nota nafnið William Woods. „Allt er nú farið“ Woods gafst þó ekki upp og var staðráðinn í að endurheimta nafn sitt. Að endingu var það í fyrra sem erfðapróf leiddi í ljós að Woods væri sonur föður síns. Rannsóknarlögreglumaður var fenginn í málið og hann yfirheyrði Keirans. Þegar hann sýndi Keirans niðurstöður erfðaprófsins brást hann við með því að segja „líf mitt er búið“ og „allt er nú farið“. Líkt og áður segir hefur Keirans nú játað að hafa stolið auðkenni Williams Woods og á þunga fangelsisrefsingu yfir höfði sér.
Erlend sakamál Bandaríkin Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira