Hvers konar húsnæðislán hentar mér? Ingvar Ingvarsson skrifar 9. apríl 2024 15:01 Þegar sótt er um nýtt húsnæðislán, hvort sem um er að ræða fasteignakaup eða endurfjármögnun, þarf að ákveða hvers konar lán á að taka, óverðtryggt, verðtryggt eða blandað. Enn fremur þarf að velja fasta eða breytilega vexti, jafnar greiðslur eða jafnar afborganir og að lokum lengd lánstímans. Fyrir fólk sem ekki lifir og hrærist í þessum efnum getur valið eðlilega verið mikill hausverkur. Mörg leitum við ráða hjá ættingjum og vinum, jafnvel á netinu og ráðin sem berast úr öllum áttum geta verið jafn ólík og þau eru mörg. Til að ná lendingu getur verið gott að byrja á að reyna að skilja þau hugtök sem um er að ræða. Hér á eftir verður farið lauslega í hvert og eitt þeirra. Verðtryggð lán fylgja svokallaðri vísitölu neysluverðs (verðbólgunni) ásamt því að bera vexti. Höfuðstóll lánsins uppfærist mánaðarlega í takt við nýja vísitölu, ýmist til hækkunar eða lækkunar. Það er þó sjaldséð að vísitala neysluverðs lækki á milli mánaða en í sögulegu samhengi gerist það kannski tvisvar á ári. Vexti verðtryggðra lána er annars vegar hægt að hafa breytilega og hins vegar fasta. Breytilegir vextir fylgja vaxtatöflu bankans og geta hækkað eða lækkað í takt við hana. Verðtryggða vexti er hins vegar hægt að festa til fimm ára í senn. Þá haldast vextirnir þeir sömu yfir tímabilið en verðtryggingin er þó alltaf til staðar, en við henni er ekki hægt að hrófla á verðtryggðum lánum og því má búast við hækkandi greiðslubyrði á tímabilinu vegna verðbólgu. Óverðtryggð lán bera eingöngu vexti og eru þeir yfirleitt hærri en á verðtryggðum lánum. Hægt er að hafa vexti óverðtryggðra lána breytilega eða festa þá til þriggja eða fimm ára í senn. Sumir duttu í lukkupottinn þegar stýrivextir voru hvað lægstir og náðu að festa lán sín á afar góðum kjörum, sérstaklega ef miðað er við markaðsaðstæður í dag. Það felst nefnilega ákveðið öryggi í að festa vexti, þar sem greiðslubyrðin helst óbreytt út fastvaxtatímabilið á óverðtryggðum lánum. Á móti getur maður hins vegar lent í því að breytilegir vextir lækki niður fyrir föstu vextina og því þarf að taka það inn í ákvörðunartökuna. Blandað lán er svo þegar annars vegar er tekið verðtryggt lán og hins vegar óverðtryggt lán. Hlutfallið fer eftir hverjum og einum. Ekki þarf að skipta því jafnt heldur getur fólk stillt þetta algjörlega eftir eigin höfði, 60/40, 30/70 o.s.frv. Næsta skref er að velja á milli jafnra greiðsla eða jafnra afborgana. Jafnar greiðslur er þegar greidd er u.þ.b. sama heildarupphæð í hverjum mánuði (jafngreiðslulán). Til að byrja með fer stærstur hluti mánaðarlegra greiðslna í vexti lánsins og minni upphæð í afborganir höfuðstóls, en svo snýst það við því lengra sem líður á lánstímann. Jafnar afborganir er þegar við greiðum alltaf sömu upphæð beint inn á höfuðstólinn í hverjum mánuði. Mánaðarlegar greiðslur eru því hæstar í upphafi en lækka svo því lengra sem líður á lánstímann þar sem vaxtahluti greiðslunnar lækkar í takt við lægri höfuðstól. Að lokum þarf að ákveða lánstímann. Óverðtryggð lán er að hámarki hægt að taka til 40 ára en verðtryggð lán til 25 ára að hámarki. Fyrstu kaupendur hafa þó svigrúm til þess að taka verðtryggð lán til 40 ára, óski þeir eftir því. Þegar lánstími er valinn er gott að hafa í huga að hægt er að spara sér umtalsverðar fjárhæðir með því að taka styttri lánstíma en hámarkið sem er í boði, ef svigrúm fyrir slíku er til staðar. Húsnæðislán eru stærsta skuldbinding flestra á lífsleiðinni og með því ein stærsta ákvörðun sem fólk tekur. Við val á lánsformi þarf að hafa í huga að öll erum við ólík og greiðslugetan mismunandi. Mikilvægast er því að stilla þessa stærstu skuldbindingu eftir þörfum og greiðslugetu. Höfundur er lánastjóri húsnæðislánaþjónustu hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Húsnæðismál Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Þegar sótt er um nýtt húsnæðislán, hvort sem um er að ræða fasteignakaup eða endurfjármögnun, þarf að ákveða hvers konar lán á að taka, óverðtryggt, verðtryggt eða blandað. Enn fremur þarf að velja fasta eða breytilega vexti, jafnar greiðslur eða jafnar afborganir og að lokum lengd lánstímans. Fyrir fólk sem ekki lifir og hrærist í þessum efnum getur valið eðlilega verið mikill hausverkur. Mörg leitum við ráða hjá ættingjum og vinum, jafnvel á netinu og ráðin sem berast úr öllum áttum geta verið jafn ólík og þau eru mörg. Til að ná lendingu getur verið gott að byrja á að reyna að skilja þau hugtök sem um er að ræða. Hér á eftir verður farið lauslega í hvert og eitt þeirra. Verðtryggð lán fylgja svokallaðri vísitölu neysluverðs (verðbólgunni) ásamt því að bera vexti. Höfuðstóll lánsins uppfærist mánaðarlega í takt við nýja vísitölu, ýmist til hækkunar eða lækkunar. Það er þó sjaldséð að vísitala neysluverðs lækki á milli mánaða en í sögulegu samhengi gerist það kannski tvisvar á ári. Vexti verðtryggðra lána er annars vegar hægt að hafa breytilega og hins vegar fasta. Breytilegir vextir fylgja vaxtatöflu bankans og geta hækkað eða lækkað í takt við hana. Verðtryggða vexti er hins vegar hægt að festa til fimm ára í senn. Þá haldast vextirnir þeir sömu yfir tímabilið en verðtryggingin er þó alltaf til staðar, en við henni er ekki hægt að hrófla á verðtryggðum lánum og því má búast við hækkandi greiðslubyrði á tímabilinu vegna verðbólgu. Óverðtryggð lán bera eingöngu vexti og eru þeir yfirleitt hærri en á verðtryggðum lánum. Hægt er að hafa vexti óverðtryggðra lána breytilega eða festa þá til þriggja eða fimm ára í senn. Sumir duttu í lukkupottinn þegar stýrivextir voru hvað lægstir og náðu að festa lán sín á afar góðum kjörum, sérstaklega ef miðað er við markaðsaðstæður í dag. Það felst nefnilega ákveðið öryggi í að festa vexti, þar sem greiðslubyrðin helst óbreytt út fastvaxtatímabilið á óverðtryggðum lánum. Á móti getur maður hins vegar lent í því að breytilegir vextir lækki niður fyrir föstu vextina og því þarf að taka það inn í ákvörðunartökuna. Blandað lán er svo þegar annars vegar er tekið verðtryggt lán og hins vegar óverðtryggt lán. Hlutfallið fer eftir hverjum og einum. Ekki þarf að skipta því jafnt heldur getur fólk stillt þetta algjörlega eftir eigin höfði, 60/40, 30/70 o.s.frv. Næsta skref er að velja á milli jafnra greiðsla eða jafnra afborgana. Jafnar greiðslur er þegar greidd er u.þ.b. sama heildarupphæð í hverjum mánuði (jafngreiðslulán). Til að byrja með fer stærstur hluti mánaðarlegra greiðslna í vexti lánsins og minni upphæð í afborganir höfuðstóls, en svo snýst það við því lengra sem líður á lánstímann. Jafnar afborganir er þegar við greiðum alltaf sömu upphæð beint inn á höfuðstólinn í hverjum mánuði. Mánaðarlegar greiðslur eru því hæstar í upphafi en lækka svo því lengra sem líður á lánstímann þar sem vaxtahluti greiðslunnar lækkar í takt við lægri höfuðstól. Að lokum þarf að ákveða lánstímann. Óverðtryggð lán er að hámarki hægt að taka til 40 ára en verðtryggð lán til 25 ára að hámarki. Fyrstu kaupendur hafa þó svigrúm til þess að taka verðtryggð lán til 40 ára, óski þeir eftir því. Þegar lánstími er valinn er gott að hafa í huga að hægt er að spara sér umtalsverðar fjárhæðir með því að taka styttri lánstíma en hámarkið sem er í boði, ef svigrúm fyrir slíku er til staðar. Húsnæðislán eru stærsta skuldbinding flestra á lífsleiðinni og með því ein stærsta ákvörðun sem fólk tekur. Við val á lánsformi þarf að hafa í huga að öll erum við ólík og greiðslugetan mismunandi. Mikilvægast er því að stilla þessa stærstu skuldbindingu eftir þörfum og greiðslugetu. Höfundur er lánastjóri húsnæðislánaþjónustu hjá Íslandsbanka.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun