Klopp skaut á United og býst ekki við greiða Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2024 08:00 Jürgen KLopp stappar stálinu í Curtis Jones eftir jafnteflið á Old Trafford, sem gæti reynst Liverpool dýrkeypt. Getty/Andrew Powell Jürgen Klopp og hans menn í Liverpool gætu þurft á aðstoð frá Manchester United að halda til að landa Englandsmeistaratitlinum í fótbolta, en Klopp er ekki bjartsýnn á að fá þá hjálp. Liverpool óð í færum gegn United á Old Trafford í gær en varð að sætta sig við 2-2 jafntefli eftir að Mohamed Salah jafnaði metin úr vítaspyrnu þegar skammt var til leiksloka. Þetta var annað jafntefli þessara erkifjenda á leiktíðinni og United vann 4-3 sigur í bikarleik liðanna fyrir þremur vikum. Klopp var þó sannfærður um að Liverpool hefði átt að vinna í gær enda fékk liðið færin til þess. Klopp ítrekaði þetta þegar hann var spurður út í titilbaráttuna, en Liverpool er núna fyrir neðan Arsenal á markatölu og eru liðin einu stigi fyrir ofan Manchester City. Liverpool gæti þurft að treysta á að Arsenal missi af stigum gegn United á Old Trafford 11. maí, í næstsíðustu umferð deildarinnar, en Klopp er ekki bjartsýnn á að það gerist. „Ef við verðum enn í baráttunni þá, þá væri það frábært,“ sagði Klopp en bætti svo við: „En Arsenal er gott fótboltalið. Ef þeir [United-menn] spila eins og í dag þá mun Arsenal vinna, um það er ég 100 prósent viss. Það hryggir mig að segja það.“ Heimskulegt að stefna á betri markatölu Markatala Arsenal er níu mörkum betri en Liverpool, nú þegar sjö umferðir eru eftir af deildinni. „Fólk mun segja okkur að við þurfum að bæta markatöluna en það heimskulegasta sem við gætum gert væri að stefna á það. Slíkt gerist ekki vegna þess að menn ætli sér það. Þú ferð ekki út í leik og skorar átta mörk bara af því að þú vilt það. Þetta verður alveg ótrúlega sníð allt til enda. Þar til í gær vorum við á toppnum, núna Arsenal, og svo gæti það orðið einhver annar,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Sjá meira
Liverpool óð í færum gegn United á Old Trafford í gær en varð að sætta sig við 2-2 jafntefli eftir að Mohamed Salah jafnaði metin úr vítaspyrnu þegar skammt var til leiksloka. Þetta var annað jafntefli þessara erkifjenda á leiktíðinni og United vann 4-3 sigur í bikarleik liðanna fyrir þremur vikum. Klopp var þó sannfærður um að Liverpool hefði átt að vinna í gær enda fékk liðið færin til þess. Klopp ítrekaði þetta þegar hann var spurður út í titilbaráttuna, en Liverpool er núna fyrir neðan Arsenal á markatölu og eru liðin einu stigi fyrir ofan Manchester City. Liverpool gæti þurft að treysta á að Arsenal missi af stigum gegn United á Old Trafford 11. maí, í næstsíðustu umferð deildarinnar, en Klopp er ekki bjartsýnn á að það gerist. „Ef við verðum enn í baráttunni þá, þá væri það frábært,“ sagði Klopp en bætti svo við: „En Arsenal er gott fótboltalið. Ef þeir [United-menn] spila eins og í dag þá mun Arsenal vinna, um það er ég 100 prósent viss. Það hryggir mig að segja það.“ Heimskulegt að stefna á betri markatölu Markatala Arsenal er níu mörkum betri en Liverpool, nú þegar sjö umferðir eru eftir af deildinni. „Fólk mun segja okkur að við þurfum að bæta markatöluna en það heimskulegasta sem við gætum gert væri að stefna á það. Slíkt gerist ekki vegna þess að menn ætli sér það. Þú ferð ekki út í leik og skorar átta mörk bara af því að þú vilt það. Þetta verður alveg ótrúlega sníð allt til enda. Þar til í gær vorum við á toppnum, núna Arsenal, og svo gæti það orðið einhver annar,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Sjá meira