Mættu með unglingaliðið og gengu af velli í bikarúrslitum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. apríl 2024 07:01 U(nglingalið Fenerbache gengur af velli. Serhat Cagdas/Anadolu via Getty Images Galatasaray varð í gær tyrkneskur bikarmeistari í fótbolta. Það er þó ekki hægt að segja að liðið hafi unnið hefðbundinn sigur í bikarúrslitaleiknum. Galatasaray og Fenerbache áttust við í vægast sagt óvenjulegum úrslitaleik í tyrkneska ofurbikarnum í gær. Liðsmenn Fenerbache mótmæltu því sem þeim þykir vera ósanngjörn meðferð með því að mæta með unglingalið sitt til leiks og gengu svo af velli eftir að liðin höfðu aðeins leikið í eina mínútu. Mauro Icardi hafði þá þegar komið Galatasaray í forystu með marki eftir aðeins nokkrar sekúndur. CRAZY SCENES IN THE TURKISH SUPERCUP FINAL 🤯- Fenerbahce field their reserve team in protest against the Turkish FA's handling of recent brawl with Trabzonspor fans 🥅- Mauro Icardi scores for Galatasaray one minute into match ⚽️-Fenerbahce reserves walk off pitch in… pic.twitter.com/BFG3XOSadG— Football on TNT Sports (@footballontnt) April 7, 2024 Mikið hefur gustað um Fenerbache undanfarna daga, sérstaklega eftir að leikmenn liðsins slógust við stuðningsmenn Trabzonspor sem ruddust inn á völlinn eftir sigur Fenerbache á dögunum. Félagið ákvað í kjölfarið að greiða atkvæði um það hvort liðið yrði dregið úr tyrknesku deildarkeppninni, en stjórnarmeðlimir kusu gegn þeirri tillögu. Félagið hafði óskað eftir því að úrslitaleik gærkvöldsins yrði frestað vegna þess að Fenerbache mætir Olympiakos í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar næstkomandi fimmtudag, en því var hafnað af tyrkneska knattspyrnusambandinu. Þá hafði félagið einnig óskað eftir því að fá erlendan dómara til að dæma úrslitaleikinn gegn Galatasaray þar sem forráðamönnum Fenerbache þykir halla á sitt lið þegar tyrkneskir dómarar dæma leiki liðsins. Í mótmælaskyni ákvað Fenerbache að mæta með varaliðið sitt til leiks í úrslitaleikinn í gær og að leikmenn myndu ganga af velli eftir eina mínútu. Leikmenn sneru ekki aftur á völlinn og Galatasaray var því dæmdur 3-0 sigur. Galatasaray er því tyrkneskur bikarmeistari. Tyrkneski boltinn Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ Sjá meira
Galatasaray og Fenerbache áttust við í vægast sagt óvenjulegum úrslitaleik í tyrkneska ofurbikarnum í gær. Liðsmenn Fenerbache mótmæltu því sem þeim þykir vera ósanngjörn meðferð með því að mæta með unglingalið sitt til leiks og gengu svo af velli eftir að liðin höfðu aðeins leikið í eina mínútu. Mauro Icardi hafði þá þegar komið Galatasaray í forystu með marki eftir aðeins nokkrar sekúndur. CRAZY SCENES IN THE TURKISH SUPERCUP FINAL 🤯- Fenerbahce field their reserve team in protest against the Turkish FA's handling of recent brawl with Trabzonspor fans 🥅- Mauro Icardi scores for Galatasaray one minute into match ⚽️-Fenerbahce reserves walk off pitch in… pic.twitter.com/BFG3XOSadG— Football on TNT Sports (@footballontnt) April 7, 2024 Mikið hefur gustað um Fenerbache undanfarna daga, sérstaklega eftir að leikmenn liðsins slógust við stuðningsmenn Trabzonspor sem ruddust inn á völlinn eftir sigur Fenerbache á dögunum. Félagið ákvað í kjölfarið að greiða atkvæði um það hvort liðið yrði dregið úr tyrknesku deildarkeppninni, en stjórnarmeðlimir kusu gegn þeirri tillögu. Félagið hafði óskað eftir því að úrslitaleik gærkvöldsins yrði frestað vegna þess að Fenerbache mætir Olympiakos í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar næstkomandi fimmtudag, en því var hafnað af tyrkneska knattspyrnusambandinu. Þá hafði félagið einnig óskað eftir því að fá erlendan dómara til að dæma úrslitaleikinn gegn Galatasaray þar sem forráðamönnum Fenerbache þykir halla á sitt lið þegar tyrkneskir dómarar dæma leiki liðsins. Í mótmælaskyni ákvað Fenerbache að mæta með varaliðið sitt til leiks í úrslitaleikinn í gær og að leikmenn myndu ganga af velli eftir eina mínútu. Leikmenn sneru ekki aftur á völlinn og Galatasaray var því dæmdur 3-0 sigur. Galatasaray er því tyrkneskur bikarmeistari.
Tyrkneski boltinn Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ Sjá meira