Fótbolti

Spá sér­­­fræðinga Stúkunnar: Að­eins einn sem ekki spáir Víkingum titlinum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Sérfræðingarnir spá því að Víkingur og Valur verði í toppbaráttunni í sumar.
Sérfræðingarnir spá því að Víkingur og Valur verði í toppbaráttunni í sumar. Vísir/Hulda Margrét

Sérfræðingar Stúkunnar spáðu í spilin fyrir sumarið í upphitunarþætti í vikunni. Þar voru spár allra sérfræðinganna birtar og komu ýmsir áhugaverðir molar þar í ljós.

Stúkan hitaði upp fyrir Bestu deildina í knattspyrnu í vikunni með sérstökum upphitunarþætti. Þeir Guðmundur Benediktsson og Kjartan Atli Kjartansson stýrðu herlegheitunum og voru sérfræðingarnir Albert Brynjar Ingason, Baldur Sigurðsson, Atli Viðar Björnsson og Sigurbjörn Hreiðarsson mættir til að fara yfir málin.

Meðal þess sem var farið yfir var spá sérfræðinganna. Í staðinn fyrir að birta eina sameiginlega spá var farið yfir spá hvers og eins og þurftu menn því að svara fyrir sig og mun eflaust þurfa í allt sumar.

Besta deildin hefst í kvöld með leik Víkings og Stjörnunnar. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:45 á Stöð 2 Sport.

Það sem einna helst vakti athygli var það hvaða liði menn spáðu Íslandsmeistaratitlinum. Atli Viðar Björnsson var sá eini sem spáði ekki Víkingum titlinum og þá þurfti Albert Brynjar Ingason að svara fyrir spá sína um fallbaráttuna sem vakti eflaust ekki mikla gleði hjá hans uppeldisfélagi.

Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Besta deildin: Spá sérfræðinganna

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×