Innlent

Katrín vildi engum spurningum svara

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Katrín yfirgefur mögulega sinn síðasta ríkisstjórnarfund.
Katrín yfirgefur mögulega sinn síðasta ríkisstjórnarfund. Vísir/Vilhelm

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra yfirgaf ríkistjórnarfund morgunsins án þess að gefa sér tíma til að svara spurningum fjölmiðla varðandi líklegt forsetaframboð sitt. Hún sagðist vera á leið í stjórnarráðið og myndi ræða við fjölmiðla síðar í dag.

Fundur ríkisstjórnarinnar í morgun var reglulegur föstudagsfundur, hófst klukkan 8:30 og stóð í um þrjár klukkustundir. Að honum loknum yfirgáfu ráðherrar fundinn og sögðu það Katrínar að svara spurningum varðandi framboð hennar. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hvatti fjölmiðla til að finna símanúmer Katrínar því hún ætti að svara spurningunum sem hann væri spurður.

Katrín gekk í flassið á fulltrúa helstu íslensku fjölmiðlanna að loknum fundi.

„Ég er aðeins að skreppa upp í Stjórnarráð núna. Ég sé ykkur kannski seinna,“ sagði Katrín og gekk sem leið lá út í ráðherrabíl sinn ásamt Láru Björgu Björnsdóttur aðstoðarmanni sínum.

Talið er líklegt að Katrín haldi í dag á fund forseta Íslands og biðjist lausnar fyrir ráðuneyti sitt.


Tengdar fréttir

„Það er ákveðið óvissustig núna“

Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að möguleg ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands, hafi ekki verið til formlegrar umræðu á ríkisstjórnarfundi í morgun.

Katrín hafi enn ekki ákveðið sig

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna, segir forsætisráðherra ekki enn hafa tilkynnt ákvörðun sína um mögulegt forsetaframboð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×