Innlent

„Það er á­kveðið óvissustig núna“

Samúel Karl Ólason skrifar
Bjarni Benediktsson eftir ríkisstjórnarfund í dag.
Bjarni Benediktsson eftir ríkisstjórnarfund í dag. Vísir/Vilhelm

Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að möguleg ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands, hafi ekki verið til formlegrar umræðu á ríkisstjórnarfundi í morgun.

Hann sagði að ný færi að skýrast hvort hrókeringar yrðu á ríkisstjórninni.

Að öðru leyti vildi Bjarni lítið tjá sig eftir fundinn í morgun. Þegar hann var spurður hvort hann yrði mögulega forsætisráðherra eða Sigurður Ingi, sagðist hann ekkert getað sagt um það.

„Það er ákveðið óvissustig núna,“ sagði Bjarni.

Aðspurður um það hvenær svör væru væntanleg sagði Bjarni:

„Ja, erum við ekki öll að bíða eftir því að fá það beint frá Katrínu hvernig þetta verður?“

Þá sagði hann blaðamönnum að finna símanúmer Katrínar og hringja í hana en hún fór af ríkisstjórnarfundi án þess að ræða við blaðamenn.

Fylgjast má með vendingum dagins í Vaktinni á Vísi.


Tengdar fréttir

Katrín hafi enn ekki ákveðið sig

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna, segir forsætisráðherra ekki enn hafa tilkynnt ákvörðun sína um mögulegt forsetaframboð.

Segir könnunina vonbrigði fyrir Höllu

Almannatengill segir nýja könnun vonbrigði fyrir Höllu Tómasdóttur á meðan prófessor í stjórnmálafræði segir hana góðar fréttir fyrir nöfnu hennar Höllu Hrund Logadóttur. Það hafi verið sterkur taktískur leikur hjá Baldri Þórhallssyni og stuðningsfólki hans að láta framkvæma könnun á fylgi áður en helstu keppinautar stigu fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×