Skytturnar skutust aftur á toppinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. apríl 2024 18:29 Kai Havertz skoraði og lagði upp fyrir Arsenal í dag. Steve Bardens/Getty Images Arsenal kom sér aftur á topp ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu er liðið vann 3-0 útisigur gegn Brighton & Hove Albion í kvöld. Það tók gestina í Arsenal rúman hálftíma að brjóta ísinn, en það var Bukayo Saka sem kom liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu á 33. mínútu eftir að Gabriel Jesus hafði verið tekinn niður innan vítateigs. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og Arsenal fór því 1-0 forystu inn í hléið. Kai Havertz tvöfaldaði svo forystu Arsenal þegar hann stýrði fyrirgjöf Jorginho í netið á 62. mínútu og útlitið því orðið ansi gott fyrir Skytturnar. Havertz var svo aftur á ferðinni á 86. mínútu þegar hann lagði upp þriðja mark liðsins fyrir varamanninn Leandro Trossard og þar við sat. Niðurstaðan því 3-0 sigur Arsenal sem nú trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið er með 71 stig eftir 31 leik, einu stigi meira en Liverpool og Manchester City sem sitja í öðru og þriðja sæti. Liverpool á þó leik til góða og getur komið sér aftur á toppinn með sigri gegn Manchester United á morgun. Fótbolti Enski boltinn
Arsenal kom sér aftur á topp ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu er liðið vann 3-0 útisigur gegn Brighton & Hove Albion í kvöld. Það tók gestina í Arsenal rúman hálftíma að brjóta ísinn, en það var Bukayo Saka sem kom liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu á 33. mínútu eftir að Gabriel Jesus hafði verið tekinn niður innan vítateigs. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og Arsenal fór því 1-0 forystu inn í hléið. Kai Havertz tvöfaldaði svo forystu Arsenal þegar hann stýrði fyrirgjöf Jorginho í netið á 62. mínútu og útlitið því orðið ansi gott fyrir Skytturnar. Havertz var svo aftur á ferðinni á 86. mínútu þegar hann lagði upp þriðja mark liðsins fyrir varamanninn Leandro Trossard og þar við sat. Niðurstaðan því 3-0 sigur Arsenal sem nú trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið er með 71 stig eftir 31 leik, einu stigi meira en Liverpool og Manchester City sem sitja í öðru og þriðja sæti. Liverpool á þó leik til góða og getur komið sér aftur á toppinn með sigri gegn Manchester United á morgun.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti