Magnaður De Bruyne sá um Crystal Palace Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2024 13:28 Kevin De Bruyne fagnar öðru marki sínu og fjórða marki Manchester City í dag. Vísir/Getty Kevin De Bruyne var maðurinn á bakvið 4-2 sigur Manchester City á Crystal Palace í hádegisleik ensku úrvalsdeildinnar. City jafnar Liverpool að stigum á toppnum með sigri. Manchester City var í 3. sæti ensku deildarinnar fyrir leikinn en Crystal Palace í neðri hlutanum. Það kom því flestum í opna skjöldu þegar Jean-Philippe Mateta kom liði Palace í 1-0 eftir mistök John Stones. Lið City var nokkuð ólíkt sjálfu sér í fyrri hálfleiknum og lykilmenn eins og Rodri langt frá sínu besta. Liðið býr þó yfir einstaklingsgæðum í hæsta klassa og Kevin De Bruyne er gott dæmi þar um. Hann jafnaði metin í 1-1 á 13. mínútu með stórkostlegu marki þegar hann þrumaði boltanum í samskeytin. Manchester City have won five of their last six on the road They've come from behind in four of those Momentum is on their side after the first half #CRYMCI pic.twitter.com/EZu3TrVAPL— Sky Bet (@SkyBet) April 6, 2024 Staðan í hálfleik var 1-1 en Palace fékk tækifæri til að ná forystunni á ný undir lok fyrri hálfleiks þegar Jordan Ayew skaut í þverslá og aftur skapaði Palace hættu eftir mistök leikmanna City. Í síðari hálfleiknum var hins vegar aðeins eitt lið á vellinum. Rico Lewis kom City í 2-1 strax eftir rúmlega mínútu leik þegar hann skoraði með góðu skoti úr teignum. Erling Haaland skoraði síðan eftir frábæran undirbúning Jack Grealish og Kevin De Bruyne og á 70. mínútu kórónaði De Bruyne frábæran leik sinn með öðru glæsilegu marki. Seinna mark De Bruyne var hans hundraðasta í búningi Manchester City. 18 goals and assists in 16 games.100 goals in a Man City shirt.Kevin De Bruyne is him pic.twitter.com/uXHJFkwiHd— ESPN UK (@ESPNUK) April 6, 2024 Osonne Edouard minnkaði muninn í 4-2 skömmu fyrir leikslok en leikmenn City voru með leikinn í hendi sér og sigur liðsins aldrei í hættu. Eftir sigurinn er Manchester City með jafnmörg stig og Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en hefur leikið einum leik meira. Arsenal getur náð toppsætinu í dag en liðið leikur við Brighton síðar í dag. Fótbolti Enski boltinn
Kevin De Bruyne var maðurinn á bakvið 4-2 sigur Manchester City á Crystal Palace í hádegisleik ensku úrvalsdeildinnar. City jafnar Liverpool að stigum á toppnum með sigri. Manchester City var í 3. sæti ensku deildarinnar fyrir leikinn en Crystal Palace í neðri hlutanum. Það kom því flestum í opna skjöldu þegar Jean-Philippe Mateta kom liði Palace í 1-0 eftir mistök John Stones. Lið City var nokkuð ólíkt sjálfu sér í fyrri hálfleiknum og lykilmenn eins og Rodri langt frá sínu besta. Liðið býr þó yfir einstaklingsgæðum í hæsta klassa og Kevin De Bruyne er gott dæmi þar um. Hann jafnaði metin í 1-1 á 13. mínútu með stórkostlegu marki þegar hann þrumaði boltanum í samskeytin. Manchester City have won five of their last six on the road They've come from behind in four of those Momentum is on their side after the first half #CRYMCI pic.twitter.com/EZu3TrVAPL— Sky Bet (@SkyBet) April 6, 2024 Staðan í hálfleik var 1-1 en Palace fékk tækifæri til að ná forystunni á ný undir lok fyrri hálfleiks þegar Jordan Ayew skaut í þverslá og aftur skapaði Palace hættu eftir mistök leikmanna City. Í síðari hálfleiknum var hins vegar aðeins eitt lið á vellinum. Rico Lewis kom City í 2-1 strax eftir rúmlega mínútu leik þegar hann skoraði með góðu skoti úr teignum. Erling Haaland skoraði síðan eftir frábæran undirbúning Jack Grealish og Kevin De Bruyne og á 70. mínútu kórónaði De Bruyne frábæran leik sinn með öðru glæsilegu marki. Seinna mark De Bruyne var hans hundraðasta í búningi Manchester City. 18 goals and assists in 16 games.100 goals in a Man City shirt.Kevin De Bruyne is him pic.twitter.com/uXHJFkwiHd— ESPN UK (@ESPNUK) April 6, 2024 Osonne Edouard minnkaði muninn í 4-2 skömmu fyrir leikslok en leikmenn City voru með leikinn í hendi sér og sigur liðsins aldrei í hættu. Eftir sigurinn er Manchester City með jafnmörg stig og Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en hefur leikið einum leik meira. Arsenal getur náð toppsætinu í dag en liðið leikur við Brighton síðar í dag.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti