Innlent

Vaktin: Dagurinn sem Katrín Jakobs­dóttir bauð sig fram sem for­seta

Hólmfríður Gísladóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa
Katrín Jakobsdóttir púðruð áður en hún veitti fjölmiðlum viðtöl í Hörpu klukkan 14. Þá hafði hún tilkynnt tæpri klukkustund fyrr að hún ætlaði að bjóða sig fram til forseta Íslands.
Katrín Jakobsdóttir púðruð áður en hún veitti fjölmiðlum viðtöl í Hörpu klukkan 14. Þá hafði hún tilkynnt tæpri klukkustund fyrr að hún ætlaði að bjóða sig fram til forseta Íslands. Vísir/Vilhelm

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur tilkynnt að hún muni biðjast lausnar úr embættinu og gefa kost á sér í komandi kosningum til embættis forseta Íslands. Katrín tilkynnti ákvörðun sína með myndbandi á samfélagsmiðlum og ræddi svo við fjölmiðla.

Eins og rakið var í Pallborðinu á Vísi í gær eru næstu skref þau að Katrín fari á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, og biðjist lausnar. Þá muni forseti óska eftir því að stjórnin haldi áfram sem starfsstjórn. 

Þar á eftir þurfa formenn hinna tveggja ríkisstjórnarflokkanna, Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins, að funda með Guðmundi Inga Guðbrandssyni, varaformanni VG, og hefja umræður um framhaldið. 

Fylgst var með viðburðaríkum degi í lífi fráfarandi forsætisráðherra og núverandi forsetaframbjóðanda í vaktinni á Vísi.

Ef vaktin birtist ekki strax er ráð að endurhlaða síðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×