Sauðkindin - listir og Mogginn Birgir Dýrförð skrifar 4. apríl 2024 12:31 Vera kann þegar sauðkindin þreyir þorrann njóti hún minninga um gróna haga, sól í heiði og svala vindsins. Um það veit ég ekkert, en hitt veit ég, að aldrei getur hún deilt þeim tilfinningum til annarra. Beethoven gat ekki látið okkur skynja hvernig tónarnir ómuðu í huga hans. Hann gat þó efnisbundið þá með bleki á blað og skapað listaverk, sem í aldir hafa nært mannsálina og aukið þroska hennar og sköpunarmátt. Listaverk hvort sem eru skrifuð orð eða nótur á blað, litir á fleti eða form í stein, eru árangur af viðleitni einstaklings að efnisbinda hugsun og tilfinningu. Það heitir sköpun. Það sem mest skilur milli sauðkindarinnar og mannkindarinnar er hæfileikinn að skapa. Sköpunargáfan er uppspretta allrar menningar og tækniafreka mannkyns. Strax í bernsku sést að það er í eðli manna að skapa. Snjókallinn með gulrótarnefið. Blómum skrýddar drullukökur og myndir og textar á blaði, og endalausar breytingar á uppröðun húsgagna og skrautmuna. Allt eru það afleiðingar þess að efnisbinda hugsanir. Þannig er listaverk, Það veldur skynjun sem vekur upplifun, sem við köllum list. Dæmi: Hópur fólks horfir á listaverk og sumir segja; hvaða hryllingur er þetta? Aðrir segja; mikið er þetta yndislega fallegt. Þetta segir okkur að list er upplifun þeirra sem skynja, ekki síður en þeirra sem skapa. Uppeldisfræðingar fullyrða að besta aðferðin til að þjálfa og þroska sköpunargáfuna, sem skilur milli manns og skepnu, sé listaiðkun og listaneysla. Líklega er sköpunargáfan dýrmætasti eiginleiki Íslensku þjóðarinnar. Hámenntaðir hagfræðingar hafa sannað, að víðfræg listaiðkun á Íslandi gefur af sér verðmæti sem mælast í ævintýralegum stærðum, á annað hundruð milljarða. Það jafngildir að selja eitt stykki Íslandsbanka á hverju ári – takk fyrir. Ríkssjóði gagnast vel margt sem smærra er. Listafólk á Íslandi er því sjálfbær og gróðavænleg auðlind, sem gáfulegt er að rækta. Þá er ótalið það sem aldrei verður metið til fjár. Áhrifin af upplifun listarinnar. Þau áhrif eru viðvarandi allsherjar heilun. Þau örva sköpunargáfu og andlega getu íslendinga. Vel meinandi ráðherra Lilja Alfreðsdóttir hefur í mörgu reynst góður ráðherra. Hún hefur beitt sér fyrir ýmsum tímabærum og farsælum framfaramálum. Mörg verk hennar minna okkur á, að samvinnustefnan og jafnaðarstefnan eru sitt hvor greinin á einum og sama stofni félagshyggjunnar. Nú hefur Lilja kynnt áform sín um aukin listamannalaun. Það er góð fjárfesting. Sumt fólk er þó svo smátt, að það sér ekki út yfir röndina á tíkallinum sem því er snúið á. Það er samgróið þeirri skaðlegu trú, að aldrei verði bókvitið í askana látið. Nú hefur það fundið sálufélaga innan Sjálfstæðisflokksins. Þar safnast það í klíkur og hefur áhrif. Í þessu máli ber að benda á skýr skil milli Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins. Mogginn hefur alla sína tíð fjallað mikið um listir og verið þar dýrmæt fyrirmynd. Höfundur er rafvirkjameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Vera kann þegar sauðkindin þreyir þorrann njóti hún minninga um gróna haga, sól í heiði og svala vindsins. Um það veit ég ekkert, en hitt veit ég, að aldrei getur hún deilt þeim tilfinningum til annarra. Beethoven gat ekki látið okkur skynja hvernig tónarnir ómuðu í huga hans. Hann gat þó efnisbundið þá með bleki á blað og skapað listaverk, sem í aldir hafa nært mannsálina og aukið þroska hennar og sköpunarmátt. Listaverk hvort sem eru skrifuð orð eða nótur á blað, litir á fleti eða form í stein, eru árangur af viðleitni einstaklings að efnisbinda hugsun og tilfinningu. Það heitir sköpun. Það sem mest skilur milli sauðkindarinnar og mannkindarinnar er hæfileikinn að skapa. Sköpunargáfan er uppspretta allrar menningar og tækniafreka mannkyns. Strax í bernsku sést að það er í eðli manna að skapa. Snjókallinn með gulrótarnefið. Blómum skrýddar drullukökur og myndir og textar á blaði, og endalausar breytingar á uppröðun húsgagna og skrautmuna. Allt eru það afleiðingar þess að efnisbinda hugsanir. Þannig er listaverk, Það veldur skynjun sem vekur upplifun, sem við köllum list. Dæmi: Hópur fólks horfir á listaverk og sumir segja; hvaða hryllingur er þetta? Aðrir segja; mikið er þetta yndislega fallegt. Þetta segir okkur að list er upplifun þeirra sem skynja, ekki síður en þeirra sem skapa. Uppeldisfræðingar fullyrða að besta aðferðin til að þjálfa og þroska sköpunargáfuna, sem skilur milli manns og skepnu, sé listaiðkun og listaneysla. Líklega er sköpunargáfan dýrmætasti eiginleiki Íslensku þjóðarinnar. Hámenntaðir hagfræðingar hafa sannað, að víðfræg listaiðkun á Íslandi gefur af sér verðmæti sem mælast í ævintýralegum stærðum, á annað hundruð milljarða. Það jafngildir að selja eitt stykki Íslandsbanka á hverju ári – takk fyrir. Ríkssjóði gagnast vel margt sem smærra er. Listafólk á Íslandi er því sjálfbær og gróðavænleg auðlind, sem gáfulegt er að rækta. Þá er ótalið það sem aldrei verður metið til fjár. Áhrifin af upplifun listarinnar. Þau áhrif eru viðvarandi allsherjar heilun. Þau örva sköpunargáfu og andlega getu íslendinga. Vel meinandi ráðherra Lilja Alfreðsdóttir hefur í mörgu reynst góður ráðherra. Hún hefur beitt sér fyrir ýmsum tímabærum og farsælum framfaramálum. Mörg verk hennar minna okkur á, að samvinnustefnan og jafnaðarstefnan eru sitt hvor greinin á einum og sama stofni félagshyggjunnar. Nú hefur Lilja kynnt áform sín um aukin listamannalaun. Það er góð fjárfesting. Sumt fólk er þó svo smátt, að það sér ekki út yfir röndina á tíkallinum sem því er snúið á. Það er samgróið þeirri skaðlegu trú, að aldrei verði bókvitið í askana látið. Nú hefur það fundið sálufélaga innan Sjálfstæðisflokksins. Þar safnast það í klíkur og hefur áhrif. Í þessu máli ber að benda á skýr skil milli Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins. Mogginn hefur alla sína tíð fjallað mikið um listir og verið þar dýrmæt fyrirmynd. Höfundur er rafvirkjameistari.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun