Fyrsti lifandi svínsnýrnaþeginn útskrifaður af spítalanum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. apríl 2024 09:19 Slayman ásamt unnustu sinni og læknum sínum. MGH Fyrsti maðurinn til að fá grætt í sig svínsnýra hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Hinn 62 ára Richard „Rick“ Slayman, sem þjáist af nýrnabilun á lokastigi, horfir bjartsýnn til framtíðar og segir heilsu sína ekki hafa verið betri í langan tíma. Nýrað úr erfðabreyttu svíni var grætt í Slayman í fjögurra klukkustunda aðgerð á Massachusetts General Hospital í Boston í mars síðastliðnum. Aðgerðin gekk vel og hrósuðu læknar Slayman fyrir hugrekki hans og vilja til að feta ótroðnar slóðir í þágu læknavísindanna. Nýru úr svínum hafa áður verið grædd í einstaklinga sem hafa verið úrskurðaðir heiladauðir en þetta er í fyrsta sinn sem svínsnýra er grætt í lifandi einstakling. Tilraunir til að erfðabreyta svínum til að draga úr líkunum á því að mannslíkaminn hafni líffærum þeirra hafa staðið yfir í um 20 ár. „Ég er spenntur fyrir því að verja tíma með fjölskyldu minni, vinum og ástvinum, laus við byrðar blóðskilunar sem hefur komið niður á lífsgæðum mínum í mörg ár,“ sagði Slayman þegar hann var útskrifaður. Þá þakkaði hann læknunum sínum og öllum þeim sem höfðu samband við hann, ekki síst þeim sem sjálfir væru á biðlista eftir nýra. „Dagurinn í dag markar nýtt upphaf ekki bara fyrir mig heldur líka fyrir þá.“ sagði Slayman. Vonir standa til að líffæraígræðslur með líffærum úr dýrum muni í fyllingu tímans útrýma biðlistum eftir líffærum, sem eru langir. Í Bandaríkjunum eru um 100 þúsund manns á biðlista, flestir eftir nýra, og í Bretlandi um 5.200 manns. Vísir greindi frá því í janúar 2022 að læknar hefðu grætt svínshjarta í lifandi mann í fyrsta sinn. Líffæraþegin, David Bennett, lést í júlí sama ár. Hann var 57 ára. Margþættar ástæður leiddu til dauða Bennett en læknar sögðu huggun harmi að líffærahöfnun hefði ekki verið ein þeirra. Bandaríkin Heilbrigðismál Líffæragjöf Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Nýrað úr erfðabreyttu svíni var grætt í Slayman í fjögurra klukkustunda aðgerð á Massachusetts General Hospital í Boston í mars síðastliðnum. Aðgerðin gekk vel og hrósuðu læknar Slayman fyrir hugrekki hans og vilja til að feta ótroðnar slóðir í þágu læknavísindanna. Nýru úr svínum hafa áður verið grædd í einstaklinga sem hafa verið úrskurðaðir heiladauðir en þetta er í fyrsta sinn sem svínsnýra er grætt í lifandi einstakling. Tilraunir til að erfðabreyta svínum til að draga úr líkunum á því að mannslíkaminn hafni líffærum þeirra hafa staðið yfir í um 20 ár. „Ég er spenntur fyrir því að verja tíma með fjölskyldu minni, vinum og ástvinum, laus við byrðar blóðskilunar sem hefur komið niður á lífsgæðum mínum í mörg ár,“ sagði Slayman þegar hann var útskrifaður. Þá þakkaði hann læknunum sínum og öllum þeim sem höfðu samband við hann, ekki síst þeim sem sjálfir væru á biðlista eftir nýra. „Dagurinn í dag markar nýtt upphaf ekki bara fyrir mig heldur líka fyrir þá.“ sagði Slayman. Vonir standa til að líffæraígræðslur með líffærum úr dýrum muni í fyllingu tímans útrýma biðlistum eftir líffærum, sem eru langir. Í Bandaríkjunum eru um 100 þúsund manns á biðlista, flestir eftir nýra, og í Bretlandi um 5.200 manns. Vísir greindi frá því í janúar 2022 að læknar hefðu grætt svínshjarta í lifandi mann í fyrsta sinn. Líffæraþegin, David Bennett, lést í júlí sama ár. Hann var 57 ára. Margþættar ástæður leiddu til dauða Bennett en læknar sögðu huggun harmi að líffærahöfnun hefði ekki verið ein þeirra.
Bandaríkin Heilbrigðismál Líffæragjöf Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira