Foden með sýningu og Man City gefur ekkert eftir í toppbaráttunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. apríl 2024 21:15 Phil Foden spilaði svo vel að Kevin de Bruyne gat leyft sér að sitja á bekknum í kvöld. Michael Regan/Getty Images Phil Foden skoraði þrennu í gríðarlega öruggum sigri Englandsmeistara Manchester City á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni, lokatölur 4-1. Spænski miðjumaðurinn sem kann ekki að tapa leik, Rodri, kom meisturum Man City yfir eftir 11. mínútur með skoti úr teignum eftir fyrirgjöf Jérémy Doku. Öllum að óvörum jafnaði Villa metin þökk sé marki Jhon Durán rétt tæpum tíu mínútum síðar. Færið mjög þröngt og setja má spurningu við varnarleik City sem og markvörð liðsins, Stefan Ortega. Eftir það tók Phil Foden einfaldlega yfir leikinn. Hann kom Man City yfir á uppbótartíma fyrri hálfleiks með marki úr aukaspyrnu og bætti við öðru marki sínu þegar rúmur klukkutími var liðinn með skoti úr teignum, stöng og inn. Á 69. mínútu gulltryggði hann svo sigurinn sem og þrennu sína með glæsilegu marki. Fannst á sér brotið, fór og vann boltann rétt fyrir utan teig áður en hann þrumaði honum upp í samskeytin nær. Magnað mark og staðan orðin 4-1, reyndust það lokatölur kvöldsins. 5 - Phil Foden is the fifth player to reach 20+ goals and 10+ assists while playing for a side in Europe's big five leagues this season (all competitions), with four of those five being English players (Kane, Bellingham, Watkins and Foden). Lions. pic.twitter.com/CbgoXmQ6ld— OptaJoe (@OptaJoe) April 3, 2024 Englandsmeistarar Man City eru í 3. sæti með 67 stig líkt og Liverpool á meðan Arsenal er á toppnum með 68 stig. Liverpool á leik til góða. Enski boltinn Fótbolti
Phil Foden skoraði þrennu í gríðarlega öruggum sigri Englandsmeistara Manchester City á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni, lokatölur 4-1. Spænski miðjumaðurinn sem kann ekki að tapa leik, Rodri, kom meisturum Man City yfir eftir 11. mínútur með skoti úr teignum eftir fyrirgjöf Jérémy Doku. Öllum að óvörum jafnaði Villa metin þökk sé marki Jhon Durán rétt tæpum tíu mínútum síðar. Færið mjög þröngt og setja má spurningu við varnarleik City sem og markvörð liðsins, Stefan Ortega. Eftir það tók Phil Foden einfaldlega yfir leikinn. Hann kom Man City yfir á uppbótartíma fyrri hálfleiks með marki úr aukaspyrnu og bætti við öðru marki sínu þegar rúmur klukkutími var liðinn með skoti úr teignum, stöng og inn. Á 69. mínútu gulltryggði hann svo sigurinn sem og þrennu sína með glæsilegu marki. Fannst á sér brotið, fór og vann boltann rétt fyrir utan teig áður en hann þrumaði honum upp í samskeytin nær. Magnað mark og staðan orðin 4-1, reyndust það lokatölur kvöldsins. 5 - Phil Foden is the fifth player to reach 20+ goals and 10+ assists while playing for a side in Europe's big five leagues this season (all competitions), with four of those five being English players (Kane, Bellingham, Watkins and Foden). Lions. pic.twitter.com/CbgoXmQ6ld— OptaJoe (@OptaJoe) April 3, 2024 Englandsmeistarar Man City eru í 3. sæti með 67 stig líkt og Liverpool á meðan Arsenal er á toppnum með 68 stig. Liverpool á leik til góða.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti