Skytturnar á toppinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. apríl 2024 20:25 Lagði upp fyrra mark Arsenal í kvöld. David Price/Getty Images Arsenal er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á nýliðum Luton Town. Þá gerði Brighton & Hove Albion markalaust jafntefli við Brentford. Skytturnar frá Lundúnum voru töluvert sterkari aðilinn í heldur bragðdaufum leik á Emirates-vellinum í kvöld. Norski miðjumaðurinn Martin Ødegaard kom Arsenal yfir eftir undirbúning Kai Havertz á 24. mínútu. Tuttugu mínútum síðar varð Daiki Hashioka fyrir því óláni að skora sjálfsmark og Skytturnar 2-0 yfir í hálfleik. Þar sem ekkert var skorað í síðari hálfleik lauk leiknum með 2-0 sigri Arsenal sem er komið á topp deildarinnar. Arsenal er nú með 68 stig að loknum 30 umferðum. Stigi meira en Liverpool og Manchester City sem koma í sætunum tveimur fyrir neðan. Liðið frá Bítlaborginni á hins vegar leik til góða. Enski boltinn Fótbolti
Arsenal er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á nýliðum Luton Town. Þá gerði Brighton & Hove Albion markalaust jafntefli við Brentford. Skytturnar frá Lundúnum voru töluvert sterkari aðilinn í heldur bragðdaufum leik á Emirates-vellinum í kvöld. Norski miðjumaðurinn Martin Ødegaard kom Arsenal yfir eftir undirbúning Kai Havertz á 24. mínútu. Tuttugu mínútum síðar varð Daiki Hashioka fyrir því óláni að skora sjálfsmark og Skytturnar 2-0 yfir í hálfleik. Þar sem ekkert var skorað í síðari hálfleik lauk leiknum með 2-0 sigri Arsenal sem er komið á topp deildarinnar. Arsenal er nú með 68 stig að loknum 30 umferðum. Stigi meira en Liverpool og Manchester City sem koma í sætunum tveimur fyrir neðan. Liðið frá Bítlaborginni á hins vegar leik til góða.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti