Opinberar ákvörðun sína á allra næstu dögum Kolbeinn Tumi Daðason og Heimir Már Pétursson skrifa 3. apríl 2024 12:23 Katrín Jakobsdóttir segir ríkisstjórnarsamstarfið standa traustum fótum hingað til sem hér eftir. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framboð til forseta Íslands á allra næstu dögum. Stjórnarsamstarfið standi sterkum fótum hér eftir sem hingað til. „Ég hef ekki tekið ákvörðun nei en það má alveg segja það að ég leiddi ekki hugann að framboði framan af þessu ári. En svona á síðustu vikum og dögum ætla ég að viðurkenna það að ég hef verið að hugsa þetta. Gott fólk komið að máli við mig eins og sagt er Mér finnst mikilvægt í ljósi þess að þessi umræða er uppi að ég ígrundi þetta mjög vel,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Katrín hefur verið þögul sem gröfin varðandi mögulegt framboð í nokkurn tíma. Hún rífur nú þögnina í aðdraganda aukafundar þingflokks Sjálfstæðisflokksins sem boðað var til í gær. Þar er umræðuefnið mögulegt framboð Katrínar og áhrif þess á ríkisstjórnarsamstarfið. Vinstri græn og Framsókn hafa sömuleiðis boðað til funda hjá sínum þingflokkum. Alþingi hefst á mánudag og því mætti ætla að skammur tími sé til stefnu fyrir Katrínu að gera upp hug sinn. „Ég held það sé sanngjarnt að ég gefi mér ekki langan tíma til að ígrunda þetta og mun því greina frá minni ákvörðun, hver sem hún verður, á allra næstu dögum,“ segir Katrín. „Þetta er gríðarlega mikilvægt embætti að mínu viti. Embætti sem skiptir þjóðina miklu máli. En auðvitað ólíkt stjórnmálununum þar sem ég hef auðvitað starfað lengi vel.“ Katrín segist hafa rætt við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins um mögulegt framboð. „Ég hef greint þeim frá því að ég sé að íhuga þetta. Þeir eru upplýstir um það. Sömuleiðis að ég muni ekki gefa mér langan tíma til að ljúka þeirri hugsun,“ segir Katrín. „Ég held nú að stjórnarsamstarfið standi ágætlega sterkum fótum hér eftir sem hingað til.“ Athygli vakti í morgun þegar Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins var ekki viðstaddur mikilvægan fund utanríkisráðherra í NATO. Þau svör fengust frá aðstoðarmanni Bjarna að hann hefði öðrum verkefnum að sinna hér heima, þó ekki hverjum. Kemur fyrst upp í hugann fundur þingflokksins í dag vegna Katrínar. Margir hafa velt fyrir sér hvaða áhrif það hefði ef Katrín stigi úr ríkisstjórn. „Nú er það þannig auðvitað að ef ég tek þá ákvörun að fara í framboð eru þau mál úr mínum höndum. En hingað til hefur þetta stjórnarsamstarf staðið styrkum fótum.“ Aðspurð um þann mikla fjölda frambjóðenda til forseta Íslands segir Katrín: „Er það ekki bara fegurð lýðræðisins sem þarna birtist?“ Aðspurð um lénið Katrinjakobs.is sem fjallað hefur verið um undanfarið segist Katrín hafa keypt lénið árið 2006 og notað í kosningum árið 2007. Síðan hafi hún ekki borgað af léninu en hafi nú byrjað að gera það aftur. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Forsetakosningar 2024 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
„Ég hef ekki tekið ákvörðun nei en það má alveg segja það að ég leiddi ekki hugann að framboði framan af þessu ári. En svona á síðustu vikum og dögum ætla ég að viðurkenna það að ég hef verið að hugsa þetta. Gott fólk komið að máli við mig eins og sagt er Mér finnst mikilvægt í ljósi þess að þessi umræða er uppi að ég ígrundi þetta mjög vel,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Katrín hefur verið þögul sem gröfin varðandi mögulegt framboð í nokkurn tíma. Hún rífur nú þögnina í aðdraganda aukafundar þingflokks Sjálfstæðisflokksins sem boðað var til í gær. Þar er umræðuefnið mögulegt framboð Katrínar og áhrif þess á ríkisstjórnarsamstarfið. Vinstri græn og Framsókn hafa sömuleiðis boðað til funda hjá sínum þingflokkum. Alþingi hefst á mánudag og því mætti ætla að skammur tími sé til stefnu fyrir Katrínu að gera upp hug sinn. „Ég held það sé sanngjarnt að ég gefi mér ekki langan tíma til að ígrunda þetta og mun því greina frá minni ákvörðun, hver sem hún verður, á allra næstu dögum,“ segir Katrín. „Þetta er gríðarlega mikilvægt embætti að mínu viti. Embætti sem skiptir þjóðina miklu máli. En auðvitað ólíkt stjórnmálununum þar sem ég hef auðvitað starfað lengi vel.“ Katrín segist hafa rætt við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins um mögulegt framboð. „Ég hef greint þeim frá því að ég sé að íhuga þetta. Þeir eru upplýstir um það. Sömuleiðis að ég muni ekki gefa mér langan tíma til að ljúka þeirri hugsun,“ segir Katrín. „Ég held nú að stjórnarsamstarfið standi ágætlega sterkum fótum hér eftir sem hingað til.“ Athygli vakti í morgun þegar Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins var ekki viðstaddur mikilvægan fund utanríkisráðherra í NATO. Þau svör fengust frá aðstoðarmanni Bjarna að hann hefði öðrum verkefnum að sinna hér heima, þó ekki hverjum. Kemur fyrst upp í hugann fundur þingflokksins í dag vegna Katrínar. Margir hafa velt fyrir sér hvaða áhrif það hefði ef Katrín stigi úr ríkisstjórn. „Nú er það þannig auðvitað að ef ég tek þá ákvörun að fara í framboð eru þau mál úr mínum höndum. En hingað til hefur þetta stjórnarsamstarf staðið styrkum fótum.“ Aðspurð um þann mikla fjölda frambjóðenda til forseta Íslands segir Katrín: „Er það ekki bara fegurð lýðræðisins sem þarna birtist?“ Aðspurð um lénið Katrinjakobs.is sem fjallað hefur verið um undanfarið segist Katrín hafa keypt lénið árið 2006 og notað í kosningum árið 2007. Síðan hafi hún ekki borgað af léninu en hafi nú byrjað að gera það aftur.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Forsetakosningar 2024 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira