Ópíóðar vs THC ríkur lyfjahampur Gunnar Dan Wiium skrifar 3. apríl 2024 10:30 Nýverið talaði ég við tvær konur sem eftir aðgerðir voru sendar heim af sjúkrahúsi með poka fulla af manngerðum ópíóíðum. Önnur þeirra, sem er óvirkur alkahólisti, lenti í kjölfarið í vandræðum með að trappa sig niður og leitaði eftir að komast í niðurtröppun á Vogi en komst ekki að því biðlistinn var of langur. Henni tókst fyrir einhverja guðs mildi að losa sig undan fíkn og miklum andlegum þjáningum sem fylgdu og er örugg í dag. Hin upplifði mikil líkamleg óþægindi vegna aukaverkana af þessum lyfjum og komst í gegnum verkina sem fylgdu aðgerðinni með hjálp Parkódín forte sem hún tók í viku eftir uppskurð. Í bæklingi um ópíóíða sem Lyfjafræðingafélag Íslands vann í samvinnu við Landlæknisembættið segir orðrétt að sjúklingum kunni að vera hætta búin og því haldið fram að það taki einungis eina viku fyrir viðkvæma einstaklinga að þróa með sér ávana eða fíkn í lyf af flokki ópíóíða. Vísað er til erlendra rannsókna en niðurstöður þeirra frá árinu 2000 eru á þá leið að 75% þeirra sem nota ólögleg fíkniefni af flokki ópíóíða (þ.m.t. heróín) í Bandaríkjunum hófu sína fíkniefnaneyslu eftir að hafa fengið ávísað ópíóíða af lækni. Í bæklingnum er því einnig haldið fram að hærri skammtar af ópíóíðum bæti sjaldnast verkjastillingu á krónískum verkjum og geti í vissum tilvikum gert verkina verri. Hættan á lífshættulegum aukaverkunum sé til staðar við lægstu skammta lyfjanna og eykst eftir því sem skammtar hækka. Notkun ópíóíða geti lækkað magn karlhormóna (testósterón) í blóði um helming og að ópíóíðar hafi oft áhrif á kyngetu (minnkuð kynhvöt og ristruflanir). Tölfræðin er einnig á þá leið að karlar séu helmingi líklegri til að deyja vegna lyfja í flokki ópíóíða en konur. Þá eru taldar upp leiðir til sjálfshjálpar og listinn er eftirfarandi: Sálfræðimeðferð. Þverfaglegar verkjameðferðarstofnanir, t.d. Reykjalundur. Óskilgreind verkjalyf án ópíóíða. Raförvun á taugaenda (TNS). Nudd. Reglubundin hreyfing og þjálfun. Sjúkraþjálfun. Hitapokar. Núvitund og fleiri aðferðir til slökunar. Jóga, pilates æfingar og teygjur Nálarstungumeðferðir. Félagslegur stuðningur. Góðar ráðleggingar frá einhverjum sem þú treystir. Allt eru þetta góðar og gildar ráðleggingar en eitt vantar á þennan lista og það er kannabis eða lyfjahampur. Í kannabisplöntunni er að finna um 135 mismunandi kannabínóíða sem allir búa yfir miklum lækningarmætti. Þessir kannabínóíðar geta bætt heilsufarsleg áhrif á fólk sem þjáist af hinum og þessum kvillum. Allt frá alvarlega flogaveikum einstaklingum, parkinson- og krabbameinssjúklingum niður í skilvirkari endurheimt íþróttafólks sökum sterks mótvægis við bólgumyndun í líkamanum. Endókannabínóíðakerfið var uppgötvað af tékkneskum vísindamanni árið 1992 í Ísrael og við þessa uppgötvun komust menn einnig að því að líkaminn framleiðir sína eigin kannabínóíða í margvíslegum tilgangi sem kerfið, ECS (Endocannabinoid system), er hannað til að móttaka. Kerfið sem um ræðir er flókið merkjakerfi frá frumunum sem samanstendur af endókannabínóíðum, ensímum og kannabínóíða-móttökurum, sem hafa stjórn á ýmissi starfsemi í mannslíkamanum. Ber að nefna í þessu samhengi hjálp við svefn, lund, matarlyst og meltingu, minni, bólgumyndun, húðvandamál, endurheimt, frjósemi og síðast en ekki síst mjög öfluga verkjastillingu. Þessar flóknu tengingar finnast í heilanum, vefjum og kirtlum og í öllum mikilvægustu líffærum okkar. Sjálfur hef ég fundið fyrir miklum breytingum hvað varðar bólgur í líkamanum sem ollu stoðkerfisverkjum og þá einna helst mjóbaksverkir. Þessir verkir hurfu nánast eins og dögg fyrir sólu með hjálp kannabínóíðans CBD sem vinnur gegn bólgumyndun í líkamanum. En hvað varðar verkjastillingu þá kemur kannabínóíðinn THC sterkur inn því THC vinnur í gegnum bindingu á CB-1 og CB-2 móttökurum í frumum á svæðum heilans sem hefur með verkjastillingu að gera og dregur þar af leiðandi úr sársauka. Ólíkt ópíóíðum hefur enginn látist úr ofneyslu kannabis því það er einfaldlega ekki mögulegt. Nýleg samantekt á 90 rannsóknum sem 22.028 einstaklingar tóku þátt í sýnir að THC getur verið betri valkostur heldur en ópíóíðar þegar að kemur að verkjastillingu. Mannfólk hefur notað kannabis til að lina sársauka í að minnsta kosti 5.000 ár. Forn samfélög í Kína og Indlandi notuðu kannabis til verkjastillingar. Það var meira að segja selt í amerískum apótekum fram undir 1900. Í dag búum við hinsvegar yfir niðurstöðum tugþúsunda vísindarannsókna sem hjálpa okkur að skilja áhrif kannabis á hina ýmsu kvilla sem hrjá okkur. Á síðustu árum hefur átt sér stað veldisaukning á dauðsföllum af völdum ópíðóíða. Á streymisveitu Disney horfum við á sögu Pordue Pharma og þar má sjá skólabókardæmið um markaðssetningu sem byggð var á lygum og græðgi örfárra manna. Milljónir manna liggja í valnum eftir að hafa verið ávísað“hættulausum” ópíóíðum af læknum sem við treystum og berum virðingu fyrir. Læknar sverja eið þess efnis að forsendur og ásetningur þeirra sé að lækna þá veiku og þá með opnum huga hvað varðar aðferðir sem virka til heilunar en ekki niðurrifs og dauða. Síðustu hundrað ár eða svo hefur hampurinn, plantan, verið svert og talin hættuleg og gerð ólögleg. Þá er ég ekki aðeins að tala um Indica-afbrigði plöntunnar, sem veldur vímu, heldur líka ræktun og öll notkun á iðnaðarhampi sem fyrir áróðursherferð há kapítalískra hagsmunaafla var gríðarlega útbreidd og áberandi sem hráefni í allskonar iðnaði. Má nefna í því samhengi í iðnaði sem snéri að allskonar textílframleiðslu og pappír svo eitthvað sé nefnt. Þegar stórir hagsmunaaðilar innan pappírsiðnaðarins, stáliðnaðar, plast og pólýester komu saman í einskonar samkurli með íhaldsömu og valdamiklu samfélagi bindindishreyfinga í Bandaríkjunum upp úr 1900 hafði það í för með sér mikla neikvæða viðhorfsbreytingu í garð plöntunnar sem svo nú loksins virðist vera í sterkum og jákvæðum viðsnúningi. Afleiðinguna af þessum viðsnúningi sjáum við opinberast víða um heim og nú síðast í Þýskalandi sem regluvætt hefur markað með kannabis og þar með gert plöntuna löglega í almennum skilningi. Velferðarnefnd Alþingis hefur til meðferð þingsályktunartillögu sem lýtur að því að gerð verið tilraun hér á landi með lyfjahamp. Þrátt fyrir mikinn meðbyr meðal þingmanna og úr samfélaginu er talið fullvíst að málið fái ekki að ganga til síðari umræðu í þingsal og þá vegna mótstöðu þingmanna Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Það er sorglegt til þess að vita að íslenskir sjúklingar fái þar með ekki sömu þjónustu og lyf og sjúklingar í öllum þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Í haust mun Hampfélagið standa fyrir málþingi og verður hægt að fræðast um hampinn frá erlendum og innlendum fyrirlesurum. Það myndi gefa samkomunni mikið vægi ef Alþingi hefði dug til þess að afgreiða frumvarpið um lyfjahamp úr velferðarnefnd og samþykkja þingsályktunartillöguna fyrir sumarið. Jafnframt hvet ég þig til að fylgjast með inn á hampfelagid.is og jafnvel gerast félagsmaður og taka þátt í grænu byltingunni. Höfundur starfar sem verslunarstjóri, hlaðvarpsstjórnndi Þvottahússins, umboðsmaður og stjórnarmeðlimur Hampfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Sjá meira
Nýverið talaði ég við tvær konur sem eftir aðgerðir voru sendar heim af sjúkrahúsi með poka fulla af manngerðum ópíóíðum. Önnur þeirra, sem er óvirkur alkahólisti, lenti í kjölfarið í vandræðum með að trappa sig niður og leitaði eftir að komast í niðurtröppun á Vogi en komst ekki að því biðlistinn var of langur. Henni tókst fyrir einhverja guðs mildi að losa sig undan fíkn og miklum andlegum þjáningum sem fylgdu og er örugg í dag. Hin upplifði mikil líkamleg óþægindi vegna aukaverkana af þessum lyfjum og komst í gegnum verkina sem fylgdu aðgerðinni með hjálp Parkódín forte sem hún tók í viku eftir uppskurð. Í bæklingi um ópíóíða sem Lyfjafræðingafélag Íslands vann í samvinnu við Landlæknisembættið segir orðrétt að sjúklingum kunni að vera hætta búin og því haldið fram að það taki einungis eina viku fyrir viðkvæma einstaklinga að þróa með sér ávana eða fíkn í lyf af flokki ópíóíða. Vísað er til erlendra rannsókna en niðurstöður þeirra frá árinu 2000 eru á þá leið að 75% þeirra sem nota ólögleg fíkniefni af flokki ópíóíða (þ.m.t. heróín) í Bandaríkjunum hófu sína fíkniefnaneyslu eftir að hafa fengið ávísað ópíóíða af lækni. Í bæklingnum er því einnig haldið fram að hærri skammtar af ópíóíðum bæti sjaldnast verkjastillingu á krónískum verkjum og geti í vissum tilvikum gert verkina verri. Hættan á lífshættulegum aukaverkunum sé til staðar við lægstu skammta lyfjanna og eykst eftir því sem skammtar hækka. Notkun ópíóíða geti lækkað magn karlhormóna (testósterón) í blóði um helming og að ópíóíðar hafi oft áhrif á kyngetu (minnkuð kynhvöt og ristruflanir). Tölfræðin er einnig á þá leið að karlar séu helmingi líklegri til að deyja vegna lyfja í flokki ópíóíða en konur. Þá eru taldar upp leiðir til sjálfshjálpar og listinn er eftirfarandi: Sálfræðimeðferð. Þverfaglegar verkjameðferðarstofnanir, t.d. Reykjalundur. Óskilgreind verkjalyf án ópíóíða. Raförvun á taugaenda (TNS). Nudd. Reglubundin hreyfing og þjálfun. Sjúkraþjálfun. Hitapokar. Núvitund og fleiri aðferðir til slökunar. Jóga, pilates æfingar og teygjur Nálarstungumeðferðir. Félagslegur stuðningur. Góðar ráðleggingar frá einhverjum sem þú treystir. Allt eru þetta góðar og gildar ráðleggingar en eitt vantar á þennan lista og það er kannabis eða lyfjahampur. Í kannabisplöntunni er að finna um 135 mismunandi kannabínóíða sem allir búa yfir miklum lækningarmætti. Þessir kannabínóíðar geta bætt heilsufarsleg áhrif á fólk sem þjáist af hinum og þessum kvillum. Allt frá alvarlega flogaveikum einstaklingum, parkinson- og krabbameinssjúklingum niður í skilvirkari endurheimt íþróttafólks sökum sterks mótvægis við bólgumyndun í líkamanum. Endókannabínóíðakerfið var uppgötvað af tékkneskum vísindamanni árið 1992 í Ísrael og við þessa uppgötvun komust menn einnig að því að líkaminn framleiðir sína eigin kannabínóíða í margvíslegum tilgangi sem kerfið, ECS (Endocannabinoid system), er hannað til að móttaka. Kerfið sem um ræðir er flókið merkjakerfi frá frumunum sem samanstendur af endókannabínóíðum, ensímum og kannabínóíða-móttökurum, sem hafa stjórn á ýmissi starfsemi í mannslíkamanum. Ber að nefna í þessu samhengi hjálp við svefn, lund, matarlyst og meltingu, minni, bólgumyndun, húðvandamál, endurheimt, frjósemi og síðast en ekki síst mjög öfluga verkjastillingu. Þessar flóknu tengingar finnast í heilanum, vefjum og kirtlum og í öllum mikilvægustu líffærum okkar. Sjálfur hef ég fundið fyrir miklum breytingum hvað varðar bólgur í líkamanum sem ollu stoðkerfisverkjum og þá einna helst mjóbaksverkir. Þessir verkir hurfu nánast eins og dögg fyrir sólu með hjálp kannabínóíðans CBD sem vinnur gegn bólgumyndun í líkamanum. En hvað varðar verkjastillingu þá kemur kannabínóíðinn THC sterkur inn því THC vinnur í gegnum bindingu á CB-1 og CB-2 móttökurum í frumum á svæðum heilans sem hefur með verkjastillingu að gera og dregur þar af leiðandi úr sársauka. Ólíkt ópíóíðum hefur enginn látist úr ofneyslu kannabis því það er einfaldlega ekki mögulegt. Nýleg samantekt á 90 rannsóknum sem 22.028 einstaklingar tóku þátt í sýnir að THC getur verið betri valkostur heldur en ópíóíðar þegar að kemur að verkjastillingu. Mannfólk hefur notað kannabis til að lina sársauka í að minnsta kosti 5.000 ár. Forn samfélög í Kína og Indlandi notuðu kannabis til verkjastillingar. Það var meira að segja selt í amerískum apótekum fram undir 1900. Í dag búum við hinsvegar yfir niðurstöðum tugþúsunda vísindarannsókna sem hjálpa okkur að skilja áhrif kannabis á hina ýmsu kvilla sem hrjá okkur. Á síðustu árum hefur átt sér stað veldisaukning á dauðsföllum af völdum ópíðóíða. Á streymisveitu Disney horfum við á sögu Pordue Pharma og þar má sjá skólabókardæmið um markaðssetningu sem byggð var á lygum og græðgi örfárra manna. Milljónir manna liggja í valnum eftir að hafa verið ávísað“hættulausum” ópíóíðum af læknum sem við treystum og berum virðingu fyrir. Læknar sverja eið þess efnis að forsendur og ásetningur þeirra sé að lækna þá veiku og þá með opnum huga hvað varðar aðferðir sem virka til heilunar en ekki niðurrifs og dauða. Síðustu hundrað ár eða svo hefur hampurinn, plantan, verið svert og talin hættuleg og gerð ólögleg. Þá er ég ekki aðeins að tala um Indica-afbrigði plöntunnar, sem veldur vímu, heldur líka ræktun og öll notkun á iðnaðarhampi sem fyrir áróðursherferð há kapítalískra hagsmunaafla var gríðarlega útbreidd og áberandi sem hráefni í allskonar iðnaði. Má nefna í því samhengi í iðnaði sem snéri að allskonar textílframleiðslu og pappír svo eitthvað sé nefnt. Þegar stórir hagsmunaaðilar innan pappírsiðnaðarins, stáliðnaðar, plast og pólýester komu saman í einskonar samkurli með íhaldsömu og valdamiklu samfélagi bindindishreyfinga í Bandaríkjunum upp úr 1900 hafði það í för með sér mikla neikvæða viðhorfsbreytingu í garð plöntunnar sem svo nú loksins virðist vera í sterkum og jákvæðum viðsnúningi. Afleiðinguna af þessum viðsnúningi sjáum við opinberast víða um heim og nú síðast í Þýskalandi sem regluvætt hefur markað með kannabis og þar með gert plöntuna löglega í almennum skilningi. Velferðarnefnd Alþingis hefur til meðferð þingsályktunartillögu sem lýtur að því að gerð verið tilraun hér á landi með lyfjahamp. Þrátt fyrir mikinn meðbyr meðal þingmanna og úr samfélaginu er talið fullvíst að málið fái ekki að ganga til síðari umræðu í þingsal og þá vegna mótstöðu þingmanna Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Það er sorglegt til þess að vita að íslenskir sjúklingar fái þar með ekki sömu þjónustu og lyf og sjúklingar í öllum þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Í haust mun Hampfélagið standa fyrir málþingi og verður hægt að fræðast um hampinn frá erlendum og innlendum fyrirlesurum. Það myndi gefa samkomunni mikið vægi ef Alþingi hefði dug til þess að afgreiða frumvarpið um lyfjahamp úr velferðarnefnd og samþykkja þingsályktunartillöguna fyrir sumarið. Jafnframt hvet ég þig til að fylgjast með inn á hampfelagid.is og jafnvel gerast félagsmaður og taka þátt í grænu byltingunni. Höfundur starfar sem verslunarstjóri, hlaðvarpsstjórnndi Þvottahússins, umboðsmaður og stjórnarmeðlimur Hampfélagsins.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar