Framsókn í heilbrigðiskerfinu Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar 2. apríl 2024 18:01 Fyrir síðustu kosningar var heilbrigðiskerfið mikið til umfjöllunar enda stærsta sameiginlega verkefni þjóðarinnar. Verkefni heilbrigðiskerfisins eru ærin og þurfa stöðugrar skoðunar við og þar má aldrei slá slöku við hvorki í umbótum, þróun eða nýsköpun. Við í Framsókn vorum tilbúin til að taka við heilbrigðisráðuneytinu og það var heilla skref að Willum Þór Þórsson var valinn Heilbrigðisráðherra. Á undanförnum vikum og mánuðum hafa borist margar jákvæðar fréttir úr heilbrigðiskerfinu og langar mig að draga nokkrar þeirra saman á einn stað, þótt aðeins verði stiklað á stóru. Samningar tryggja jafnt aðgengi Í heilbrigðisstefnu til ársins 2030 er kveðið á um að hið opinbera skuli tryggja öllum landsmönnum nauðsynlega heilbrigðisþjónustu óháð efnahag eða öðrum aðstæðum. Eftir áralangt samningsleysi við sérfræðilækna var ekki hægt að segja að allir hefðu sama aðgang að heilbrigðisþjónustu. Síðastliðið sumar var loks gengið frá samningum við sérfræðilækna sem höfðu verið samningslausir allt frá árinu 2019, með þessum samningum lækkaði greiðsluþátttaka einstaklinga sem hafði hækkað jafnt og þétt í samningsleysinu. Þessi samningur styrkir umgjörð um starfsemi sérfræðilækna og stuðlar að framþróun þjónustunnar ásamt því að tryggja aðgengi að henni. Þá var annar tímamótasamningur gerður á síðasta ári þegar 24 ára stöðnun var rofin með þriggja ára samningum milli Sjúkratrygginga Íslands og tannréttingasérfræðinga. Þar með sköpuðust forsendur til að auka greiðsluþátttöku ríkisins í tannréttingum og voru styrkir til almennra tannréttinga nær þrefaldaðir. Þessir samningar fylgja eftir markmiðum ríkisstjórnarinnar um að draga úr kostnaði sjúkratryggðra vegna heilbrigðisþjónustu. Biðlistar styttast Markvisst hefur verið unnið að því að fjölga lýðheilsutengdum aðgerðum í þeim tilgangi að tryggja tímanlegt aðgengi að þjónustunni, stytta biðlista og bæta þannig skilvirkni í heilbrigðiskerfinu. Hér er um að ræða aðgerðir líkt og liðskiptaaðgerðir, aðgerðir á augasteinum, kvennaaðgerðir s.s. vegna endómetríósu, sem og ýmsar hrygg- og efnaskiptaaðgerðir. Segja má að þessar aðgerðir séu liður í viðhaldi góðrar lýðheilsu. Aðgerðir af þessu tagi geta verið undirstaða lífsgæða, tryggt virkni einstaklinga jafnt í lífi og starfi og því mikilvægt að þeir sem þurfa á þeim að halda þurfi ekki að bíða. Í þessu samhengi má nefna að aldrei hafa verið framkvæmdar jafn margar valkvæðar liðskiptaaðgerðir á mjöðmum og hnjám eins og árið 2023 en þær voru samtals 2.138. Aukningin nam tæpum 60% á milli ára en aðgerðum fjölgaði um rúmlega 800. Þá fór meðalbiðtími eftir liðskiptaaðgerð úr 9,5 mánuðum í 4,6 mánuði á Landsspítala á árinu 2023. Megináherslan hefur verið að ná niður biðlistum, stytta bið sjúklinga eftir aðgerðum og tryggja aðgang óháð efnahag. Hér er mikilvægt að halda því til haga að stefnan er að tryggja öllum þjónustuna sem á þurfa að halda en ekki að fjölga aðgerðum utan opinberra stofnanna og því síður að einkavæða þjónustu. Þetta eru ekki einu biðlistarnir sem þurft hefur að ná niður. Með breyttu skipulagi og auknu fjármagni hefur tekist að stytta verulega biðtíma barna eftir göngudeildarþjónustu hjá barna- og unglingadeild Landsspítalans (BUGL). Biðtími á BUGL var orðin óásættanlegur en að jafnaði biðu um 100-130 börn eftir þjónustu og þurftu þau oft að bíða mánuðum saman. Undir lok janúarmánaðar voru 26 börn sem biðu og biðin eftir þjónustu innan við einn og hálfur mánuður. Starfsfólk BUGL á hrós skilið fyrir ómetanlega vinnu sem hefur gert þetta kleift. Áframhaldandi umbætur Það er stefna Framsóknar að lækka greiðsluþátttöku sjúkratryggðra og farið hefur verið í ýmsar aðgerðir sem miða að því markmiði. Má þar nefna breytingar á reglugerð um ferðakostnað sjúkratryggðra og aðstandenda innanlands sem fjölgar endurgreiddum ferðum úr tveimur í þrjár. Þá hefur greiðsluþáttöku verið komið á vegna aðgerða til að fjarlægja brjóstapúða sem komið hefur verið fyrir í fegrunarskyni ef það telst vera læknisfræðilega nauðsynlegt. Vinnuhópur hefur mótað drög að landsáætlun um sjaldgæfa sjúkdóma. Henni er ætlað að vera leiðbeinandi um þjónustu við einstaklinga með sjaldgæfa sjúkdóma og aðstandendur þeirra. Þá hefur ráðherra skipað starfshóp til að móta heildarstefnu í áfengis- og vímuvörnum. Eins og sjá má er brugðist við á fjölbreyttum sviðum og í samræmi við bestu þekkingu á hverjum tíma. Ekki er hægt að slá botninn í þessa grein án þess að nefna hjúkrunarheimilin. En heilbrigðisráðherra hefur með samkomulagi við fjármála- og efnahagsráðherra ákveðið að breyta fyrirkomulagi við öflun húsnæðis fyrir hjúkrunarheimili. Nú er áformað að ríkið leigi húsnæði af aðilum sem þá sjá þá alfarið um að byggja, viðhalda og reka húsnæðið. Rekstur húsnæðis gæti þá orðið óháður þeim sem veitir hjúkrunarþjónustuna. Hjúkrunarþjónustan verður eftir sem áður ýmist veitt af fyrirtækjum í velferðarþjónustu og sveitarfélögum samkvæmt þjónustusamningum við ríkið, eða af ríkisreknum heilbrigðisstofnunum. Áskorunin er að hraða uppbyggingu hjúkrunarrýma vegna vaxandi þarfar og til að tryggja þjónustu við aldraða á réttum stað og á réttum tíma Eins og ég sagði í upphafi er aldrei hægt að slá slöku við í heilbrigðismálum en hér að framan hef ég nefnt nokkra mikilvæga áfanga sem hafa náðst á kjörtímabilinu, með öflugri forystu og í góðri samvinnu við fólkið sem starfar í kerfinu af fagmennsku og ósérhlífni. Við í þingflokki Framsóknar munum áfram halda okkar manni við efnið og vitum að keppnismaður eins og Willum Þór mun halda áfram við umbætur í heilbrigðiskerfinu af fullum krafti út kjörtímabilið. Höfundur situr í velferðarnefnd Alþingis og er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líneik Anna Sævarsdóttir Heilbrigðismál Framsóknarflokkurinn Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Fyrir síðustu kosningar var heilbrigðiskerfið mikið til umfjöllunar enda stærsta sameiginlega verkefni þjóðarinnar. Verkefni heilbrigðiskerfisins eru ærin og þurfa stöðugrar skoðunar við og þar má aldrei slá slöku við hvorki í umbótum, þróun eða nýsköpun. Við í Framsókn vorum tilbúin til að taka við heilbrigðisráðuneytinu og það var heilla skref að Willum Þór Þórsson var valinn Heilbrigðisráðherra. Á undanförnum vikum og mánuðum hafa borist margar jákvæðar fréttir úr heilbrigðiskerfinu og langar mig að draga nokkrar þeirra saman á einn stað, þótt aðeins verði stiklað á stóru. Samningar tryggja jafnt aðgengi Í heilbrigðisstefnu til ársins 2030 er kveðið á um að hið opinbera skuli tryggja öllum landsmönnum nauðsynlega heilbrigðisþjónustu óháð efnahag eða öðrum aðstæðum. Eftir áralangt samningsleysi við sérfræðilækna var ekki hægt að segja að allir hefðu sama aðgang að heilbrigðisþjónustu. Síðastliðið sumar var loks gengið frá samningum við sérfræðilækna sem höfðu verið samningslausir allt frá árinu 2019, með þessum samningum lækkaði greiðsluþátttaka einstaklinga sem hafði hækkað jafnt og þétt í samningsleysinu. Þessi samningur styrkir umgjörð um starfsemi sérfræðilækna og stuðlar að framþróun þjónustunnar ásamt því að tryggja aðgengi að henni. Þá var annar tímamótasamningur gerður á síðasta ári þegar 24 ára stöðnun var rofin með þriggja ára samningum milli Sjúkratrygginga Íslands og tannréttingasérfræðinga. Þar með sköpuðust forsendur til að auka greiðsluþátttöku ríkisins í tannréttingum og voru styrkir til almennra tannréttinga nær þrefaldaðir. Þessir samningar fylgja eftir markmiðum ríkisstjórnarinnar um að draga úr kostnaði sjúkratryggðra vegna heilbrigðisþjónustu. Biðlistar styttast Markvisst hefur verið unnið að því að fjölga lýðheilsutengdum aðgerðum í þeim tilgangi að tryggja tímanlegt aðgengi að þjónustunni, stytta biðlista og bæta þannig skilvirkni í heilbrigðiskerfinu. Hér er um að ræða aðgerðir líkt og liðskiptaaðgerðir, aðgerðir á augasteinum, kvennaaðgerðir s.s. vegna endómetríósu, sem og ýmsar hrygg- og efnaskiptaaðgerðir. Segja má að þessar aðgerðir séu liður í viðhaldi góðrar lýðheilsu. Aðgerðir af þessu tagi geta verið undirstaða lífsgæða, tryggt virkni einstaklinga jafnt í lífi og starfi og því mikilvægt að þeir sem þurfa á þeim að halda þurfi ekki að bíða. Í þessu samhengi má nefna að aldrei hafa verið framkvæmdar jafn margar valkvæðar liðskiptaaðgerðir á mjöðmum og hnjám eins og árið 2023 en þær voru samtals 2.138. Aukningin nam tæpum 60% á milli ára en aðgerðum fjölgaði um rúmlega 800. Þá fór meðalbiðtími eftir liðskiptaaðgerð úr 9,5 mánuðum í 4,6 mánuði á Landsspítala á árinu 2023. Megináherslan hefur verið að ná niður biðlistum, stytta bið sjúklinga eftir aðgerðum og tryggja aðgang óháð efnahag. Hér er mikilvægt að halda því til haga að stefnan er að tryggja öllum þjónustuna sem á þurfa að halda en ekki að fjölga aðgerðum utan opinberra stofnanna og því síður að einkavæða þjónustu. Þetta eru ekki einu biðlistarnir sem þurft hefur að ná niður. Með breyttu skipulagi og auknu fjármagni hefur tekist að stytta verulega biðtíma barna eftir göngudeildarþjónustu hjá barna- og unglingadeild Landsspítalans (BUGL). Biðtími á BUGL var orðin óásættanlegur en að jafnaði biðu um 100-130 börn eftir þjónustu og þurftu þau oft að bíða mánuðum saman. Undir lok janúarmánaðar voru 26 börn sem biðu og biðin eftir þjónustu innan við einn og hálfur mánuður. Starfsfólk BUGL á hrós skilið fyrir ómetanlega vinnu sem hefur gert þetta kleift. Áframhaldandi umbætur Það er stefna Framsóknar að lækka greiðsluþátttöku sjúkratryggðra og farið hefur verið í ýmsar aðgerðir sem miða að því markmiði. Má þar nefna breytingar á reglugerð um ferðakostnað sjúkratryggðra og aðstandenda innanlands sem fjölgar endurgreiddum ferðum úr tveimur í þrjár. Þá hefur greiðsluþáttöku verið komið á vegna aðgerða til að fjarlægja brjóstapúða sem komið hefur verið fyrir í fegrunarskyni ef það telst vera læknisfræðilega nauðsynlegt. Vinnuhópur hefur mótað drög að landsáætlun um sjaldgæfa sjúkdóma. Henni er ætlað að vera leiðbeinandi um þjónustu við einstaklinga með sjaldgæfa sjúkdóma og aðstandendur þeirra. Þá hefur ráðherra skipað starfshóp til að móta heildarstefnu í áfengis- og vímuvörnum. Eins og sjá má er brugðist við á fjölbreyttum sviðum og í samræmi við bestu þekkingu á hverjum tíma. Ekki er hægt að slá botninn í þessa grein án þess að nefna hjúkrunarheimilin. En heilbrigðisráðherra hefur með samkomulagi við fjármála- og efnahagsráðherra ákveðið að breyta fyrirkomulagi við öflun húsnæðis fyrir hjúkrunarheimili. Nú er áformað að ríkið leigi húsnæði af aðilum sem þá sjá þá alfarið um að byggja, viðhalda og reka húsnæðið. Rekstur húsnæðis gæti þá orðið óháður þeim sem veitir hjúkrunarþjónustuna. Hjúkrunarþjónustan verður eftir sem áður ýmist veitt af fyrirtækjum í velferðarþjónustu og sveitarfélögum samkvæmt þjónustusamningum við ríkið, eða af ríkisreknum heilbrigðisstofnunum. Áskorunin er að hraða uppbyggingu hjúkrunarrýma vegna vaxandi þarfar og til að tryggja þjónustu við aldraða á réttum stað og á réttum tíma Eins og ég sagði í upphafi er aldrei hægt að slá slöku við í heilbrigðismálum en hér að framan hef ég nefnt nokkra mikilvæga áfanga sem hafa náðst á kjörtímabilinu, með öflugri forystu og í góðri samvinnu við fólkið sem starfar í kerfinu af fagmennsku og ósérhlífni. Við í þingflokki Framsóknar munum áfram halda okkar manni við efnið og vitum að keppnismaður eins og Willum Þór mun halda áfram við umbætur í heilbrigðiskerfinu af fullum krafti út kjörtímabilið. Höfundur situr í velferðarnefnd Alþingis og er þingmaður Framsóknar.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar