Væri ekki hægt að ljúka ferlinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 3. apríl 2024 09:00 Kæmi til þess að Ísland sæktist eftir inngöngu í Evrópusambandið yrði ekki hægt að ljúka umsóknarferlinu nema allir stjórnarflokkarnir styddu heilshugar þá ákvörðun að ganga í sambandið og hefðu þingmeirihluta að baki sér fyrir henni. Ekki einungis í upphafi heldur allt til loka ferlisins enda þyrfti að taka ákvarðanir tengdar umsókninni jafnt og þétt á meðan á því stæði. Án þess yrði auk þess farið í bága við þingræðisregluna. Textinn hér að ofan er óbein tilvitnun í skrif Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi sendiherra, í Fréttablaðinu þegar misheppnuð umsókn ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs var í gangi. Þorsteinn fjallaði ítrekað í pistlum sínum í blaðinu um það að ríkisstjórn, sem ekki væri samstíga um inngöngu í Evrópusambandið, gæti ekki staðið að slíkri umsókn ef hún ætti að skila tilætluðum árangri. Tilefni skrifa Þorsteins, sem óhætt er að kalla guðföður Viðreisnar, var sú staðreynd að á meðan Samfylkingin var hlynnt inngöngu í Evrópusambandið var VG það ekki. Fyrir vikið var engin samstaða í stjórninni þegar til dæmis þurfti að samþykkja lokun einstakra kafla umsóknarferlisins að sambandinu á fundum hennar. Þannig voru til að mynda ítrekað gerðir hinir ýmsu fyrirvarar í þeim efnum af hálfu tiltekinna ráðherra. Færi gegn þingræðisreglunni „Frá upphafi hefur verið ljóst að andstaða VG við aðild að ESB myndi veikja samningsstöðu Íslands. Eftir því sem nær dregur efnislegum viðræðum verður þetta vandamál skýrara,“ ritaði Þorsteinn til dæmis í Fréttablaðið 23. október 2010 og enn fremur: „Viðræður af þessu tagi lúta sömu lögmálum og aðrir samningar. Ákvarðanir þarf að taka jafnt og þétt eftir því sem þeim vindur fram.“ Þann 20. nóvember sama ár ritaði hann: „Sú pólitíska tvöfeldni VG að greiða atkvæði með aðildarumsókn en vera jafnframt á móti aðild veikir stöðu Íslands í samningaviðræðum. Hún útilokar jafnframt að unnt verði að ljúka samningnum nema fleiri flokkar verði þá tilbúnir til að axla ábyrgð á niðurstöðunni. Ástæðan er sú að það er andstætt þingræðisreglunni að utanríkisráðherra undirriti samning ef meirihluti þingmanna styður ekki efni hans.“ Enn fremur ritaði Þorsteinn til að mynda í blaðið 15. janúar 2011 að án þingmeirihluta sem ábyrgðist undirritun slíks samnings yrði hann ekki að veruleika: „Veruleikinn er sá að báðir stjórnarflokkarnir þurfa að gangast undir sameiginlega ábyrgð á samningaferlinu öllu. Aðrir kostir eru að hætta við eða slíta samstarfinu.“ Með öðrum orðum að flokkar andvígir inngöngu í Evrópusambandið gætu ekki staðið að slíkri umsókn. Kvartað yfir klofinni ríkisstjórn Fulltrúar Evrópusambandsins, sem höfðu það verkefni með höndum að hafa eftirlit með framgangi umsóknar ríkisstjórnar vinstriflokkanna lýstu því ítrekað yfir á meðan umsóknarferlið var í gangi að það ylli verulegum áhyggjum að ríkisstjórnin væri ekki samstíga í afstöðu sinni til þess hvort ganga ætti í sambandið. Einnig að innan stjórnarflokkanna væri ekki einhugur um málið. Voru með öðrum orðum sammála Þorsteini. Til að mynda segir þannig í þingsályktunartillögu dagsettri 13. nóvember 2012 sem þingmaðurinn Cristian Dan Preda ritaði sem fulltrúi utanríkismálanefndar þings Evrópusambandsins um framvindu umsóknarinnar og samþykkt var með 56 atkvæðum gegn tveimur: „Þing Evrópusambandsins ítrekar áhyggjur sínar af pólitískum ágreiningi innan ríkisstjórnarinnar og stjórnmálaflokkanna varðandi inngönguna í það“. Talsvert nýr tónn hefur hins vegar verið sleginn af hálfu Þorsteins í seinni tíð. Þannig kallaði hann um páskana eftir þjóðaratkvæði fyrir lok ársins um það hvort stefna ætti á nýjan leik að inngöngu í Evrópusambandið í grein á Dv.is líkt og Viðreisn hefur gert. Með öðrum orðum er nú í góðu lagi að hans mati að ríkisstjórn sem er alfarið andvíg inngöngu standi að því að taka skref í þá átt. Hvað ætli sambandinu þætti um það? Forsendan samstíga ríkisstjórn Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið er þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um það eins og Þorsteinn benti réttilega á í umræddum skrifum sínum í Fréttablaðinu. Annars verða engar slíkar ákvarðanir teknar. Flokkar andvígir inngöngu í sambandið geta ekki staðið að slíku nema með því að hafa að engu það sem þeir sögðu við kjósendur. Vitanlega er öllum frjálst að skipta um skoðun. Hins vegar er ljóst að áðurnefnd skrif Þorsteins í Fréttablaðinu eru í fullu samræmi við reynsluna af umsókn vinstristjórnarinnar, fyrirkomulag umsóknarferlisins, íslenzka stjórnskipun og afstöðu Evrópusambandsins. Ný afstaða hans er á hinn bóginn í fullkomnu ósamræmi við reynslu vinstristjórnarinnar, fyrirkomulag ferlisins, stjórnskipun landsins sem og afstöðu sambandsins. Viðreisn, eini flokkurinn sem leggur áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið, ber vitanlega ein ábyrgð á því að vinna að stefnumálum flokksins, afla honum fylgis út á þau og hrinda þeim í framkvæmd en ekki aðrir. Hins vegar er skiljanlegt að forystumenn Viðreisnar, Þorsteinn þar með talinn, leiti logandi ljósi að leiðum til þess að komast í kringum þann veruleika í ljósi fylgisleysis flokksins bæði í kosningum og könnunum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Kæmi til þess að Ísland sæktist eftir inngöngu í Evrópusambandið yrði ekki hægt að ljúka umsóknarferlinu nema allir stjórnarflokkarnir styddu heilshugar þá ákvörðun að ganga í sambandið og hefðu þingmeirihluta að baki sér fyrir henni. Ekki einungis í upphafi heldur allt til loka ferlisins enda þyrfti að taka ákvarðanir tengdar umsókninni jafnt og þétt á meðan á því stæði. Án þess yrði auk þess farið í bága við þingræðisregluna. Textinn hér að ofan er óbein tilvitnun í skrif Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi sendiherra, í Fréttablaðinu þegar misheppnuð umsókn ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs var í gangi. Þorsteinn fjallaði ítrekað í pistlum sínum í blaðinu um það að ríkisstjórn, sem ekki væri samstíga um inngöngu í Evrópusambandið, gæti ekki staðið að slíkri umsókn ef hún ætti að skila tilætluðum árangri. Tilefni skrifa Þorsteins, sem óhætt er að kalla guðföður Viðreisnar, var sú staðreynd að á meðan Samfylkingin var hlynnt inngöngu í Evrópusambandið var VG það ekki. Fyrir vikið var engin samstaða í stjórninni þegar til dæmis þurfti að samþykkja lokun einstakra kafla umsóknarferlisins að sambandinu á fundum hennar. Þannig voru til að mynda ítrekað gerðir hinir ýmsu fyrirvarar í þeim efnum af hálfu tiltekinna ráðherra. Færi gegn þingræðisreglunni „Frá upphafi hefur verið ljóst að andstaða VG við aðild að ESB myndi veikja samningsstöðu Íslands. Eftir því sem nær dregur efnislegum viðræðum verður þetta vandamál skýrara,“ ritaði Þorsteinn til dæmis í Fréttablaðið 23. október 2010 og enn fremur: „Viðræður af þessu tagi lúta sömu lögmálum og aðrir samningar. Ákvarðanir þarf að taka jafnt og þétt eftir því sem þeim vindur fram.“ Þann 20. nóvember sama ár ritaði hann: „Sú pólitíska tvöfeldni VG að greiða atkvæði með aðildarumsókn en vera jafnframt á móti aðild veikir stöðu Íslands í samningaviðræðum. Hún útilokar jafnframt að unnt verði að ljúka samningnum nema fleiri flokkar verði þá tilbúnir til að axla ábyrgð á niðurstöðunni. Ástæðan er sú að það er andstætt þingræðisreglunni að utanríkisráðherra undirriti samning ef meirihluti þingmanna styður ekki efni hans.“ Enn fremur ritaði Þorsteinn til að mynda í blaðið 15. janúar 2011 að án þingmeirihluta sem ábyrgðist undirritun slíks samnings yrði hann ekki að veruleika: „Veruleikinn er sá að báðir stjórnarflokkarnir þurfa að gangast undir sameiginlega ábyrgð á samningaferlinu öllu. Aðrir kostir eru að hætta við eða slíta samstarfinu.“ Með öðrum orðum að flokkar andvígir inngöngu í Evrópusambandið gætu ekki staðið að slíkri umsókn. Kvartað yfir klofinni ríkisstjórn Fulltrúar Evrópusambandsins, sem höfðu það verkefni með höndum að hafa eftirlit með framgangi umsóknar ríkisstjórnar vinstriflokkanna lýstu því ítrekað yfir á meðan umsóknarferlið var í gangi að það ylli verulegum áhyggjum að ríkisstjórnin væri ekki samstíga í afstöðu sinni til þess hvort ganga ætti í sambandið. Einnig að innan stjórnarflokkanna væri ekki einhugur um málið. Voru með öðrum orðum sammála Þorsteini. Til að mynda segir þannig í þingsályktunartillögu dagsettri 13. nóvember 2012 sem þingmaðurinn Cristian Dan Preda ritaði sem fulltrúi utanríkismálanefndar þings Evrópusambandsins um framvindu umsóknarinnar og samþykkt var með 56 atkvæðum gegn tveimur: „Þing Evrópusambandsins ítrekar áhyggjur sínar af pólitískum ágreiningi innan ríkisstjórnarinnar og stjórnmálaflokkanna varðandi inngönguna í það“. Talsvert nýr tónn hefur hins vegar verið sleginn af hálfu Þorsteins í seinni tíð. Þannig kallaði hann um páskana eftir þjóðaratkvæði fyrir lok ársins um það hvort stefna ætti á nýjan leik að inngöngu í Evrópusambandið í grein á Dv.is líkt og Viðreisn hefur gert. Með öðrum orðum er nú í góðu lagi að hans mati að ríkisstjórn sem er alfarið andvíg inngöngu standi að því að taka skref í þá átt. Hvað ætli sambandinu þætti um það? Forsendan samstíga ríkisstjórn Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið er þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um það eins og Þorsteinn benti réttilega á í umræddum skrifum sínum í Fréttablaðinu. Annars verða engar slíkar ákvarðanir teknar. Flokkar andvígir inngöngu í sambandið geta ekki staðið að slíku nema með því að hafa að engu það sem þeir sögðu við kjósendur. Vitanlega er öllum frjálst að skipta um skoðun. Hins vegar er ljóst að áðurnefnd skrif Þorsteins í Fréttablaðinu eru í fullu samræmi við reynsluna af umsókn vinstristjórnarinnar, fyrirkomulag umsóknarferlisins, íslenzka stjórnskipun og afstöðu Evrópusambandsins. Ný afstaða hans er á hinn bóginn í fullkomnu ósamræmi við reynslu vinstristjórnarinnar, fyrirkomulag ferlisins, stjórnskipun landsins sem og afstöðu sambandsins. Viðreisn, eini flokkurinn sem leggur áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið, ber vitanlega ein ábyrgð á því að vinna að stefnumálum flokksins, afla honum fylgis út á þau og hrinda þeim í framkvæmd en ekki aðrir. Hins vegar er skiljanlegt að forystumenn Viðreisnar, Þorsteinn þar með talinn, leiti logandi ljósi að leiðum til þess að komast í kringum þann veruleika í ljósi fylgisleysis flokksins bæði í kosningum og könnunum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun