40 ára húsmóðir finnur sjálfa sig Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar 2. apríl 2024 11:31 Helgina fyrir páska lá leið mín til Hólmavíkur á Húmorsþing, en það er partur af námskeiði sem ég sit þessa önnina, að fara á þetta þing. Í þessu námskeiði, Húmor og hæðni er farið ofan í saumana á húmor í okkar daglega lífi, s.s. kvikmyndum, bókmenntum og fólks á milli. Í sumar er einmitt stefnan á að útskrifast sem þjóðfræðingur fá Háskóla Íslands og hlakka ég mikið til. Á þessu þingi stóð ég upp og flutti smá ræðu um ágæti kennara minna, en þá aðallega til að gera grín að þeim. Ég held að við hrósum hvert öðru ekki nógu oft, svo núna langar mig til þess. Hrósa öllum þeim frábæru kennurum sem ég hef hitt á leið minni í náminu. Þegar ég hóf BA nám við þjóðfræði var ég alls ekki viss um hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór. Ég var samt orðin ágætlega stór á alla kanta en hafði þrátt fyrir það ekki fundið mína hillu í lífinu. Ég hafði vissulega prófað margt og fundið mig í mörgu, en aldrei nógu mikið til að setjast á skólabekk og læra það frekar. Það var því mín lífsins lukka að kynnast þjóðfræðinni, en í henni sameinast margt sem vekur áhuga minn, eins og félagsfræði, menningarfræði, fortíðin, nútíðin og framtíðin og áhugi minn á að vinna með fólki. Námið hefur verið virkilega skemmtilegt og afar gagnlegt og hef ég fengið mikla þjálfun í mörgu sem nýtist mér í hinu daglega lífi. Ég hef fengið það frelsi við verkefnavinnu síðastliðin 3 ár að ég hef alltaf getað skrifað um og rannsakað það sem ég hef áhuga á. Einnig eru verkefnin fjölbreytt og gaman að miðla reynslu sinni í gegnum myndbandsgerð og samfélagsmiðla. Námið er lifandi og áhugavert og kennararnir skora á okkur nemendurna á margvíslegan máta. Ég hef aldrei kynnst öðrum eins hópi fólki og í þjóðfræðinni (fyrirgefið þið öll sem ég þekkti áður). Samhugurinn, samfylgdin og áhuginn á hvert öðru og því sem hvert og eitt er að gera hverja stundina er næstum því áþreifanlegur. Kennararnir styðja vel við bakið á okkur nemendum og eru öll af vilja gerð að aðstoða okkur í einu og öllu. Þau eru snillingar í gagnrýni og gera það svo fallega. Ég hef eignast margar fyrirmyndir í náminu sem ég verð ævinlega þakklát fyrir. Takk Júlíana, Dagrún, Kristinn, Snjólaug, Anna Karen, Rósa og Áki, Ólafur, Gísli og Vilhelmína, fyrir að stuðla að því, með ykkar visku, að 40 ára gömul húsmóðir, fann sjálfa sig. Vona ég að með þessum skrifum, að meðaleinkunn mín muni rjúka upp. Höfundur er þjóðfræðinemi við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Helgina fyrir páska lá leið mín til Hólmavíkur á Húmorsþing, en það er partur af námskeiði sem ég sit þessa önnina, að fara á þetta þing. Í þessu námskeiði, Húmor og hæðni er farið ofan í saumana á húmor í okkar daglega lífi, s.s. kvikmyndum, bókmenntum og fólks á milli. Í sumar er einmitt stefnan á að útskrifast sem þjóðfræðingur fá Háskóla Íslands og hlakka ég mikið til. Á þessu þingi stóð ég upp og flutti smá ræðu um ágæti kennara minna, en þá aðallega til að gera grín að þeim. Ég held að við hrósum hvert öðru ekki nógu oft, svo núna langar mig til þess. Hrósa öllum þeim frábæru kennurum sem ég hef hitt á leið minni í náminu. Þegar ég hóf BA nám við þjóðfræði var ég alls ekki viss um hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór. Ég var samt orðin ágætlega stór á alla kanta en hafði þrátt fyrir það ekki fundið mína hillu í lífinu. Ég hafði vissulega prófað margt og fundið mig í mörgu, en aldrei nógu mikið til að setjast á skólabekk og læra það frekar. Það var því mín lífsins lukka að kynnast þjóðfræðinni, en í henni sameinast margt sem vekur áhuga minn, eins og félagsfræði, menningarfræði, fortíðin, nútíðin og framtíðin og áhugi minn á að vinna með fólki. Námið hefur verið virkilega skemmtilegt og afar gagnlegt og hef ég fengið mikla þjálfun í mörgu sem nýtist mér í hinu daglega lífi. Ég hef fengið það frelsi við verkefnavinnu síðastliðin 3 ár að ég hef alltaf getað skrifað um og rannsakað það sem ég hef áhuga á. Einnig eru verkefnin fjölbreytt og gaman að miðla reynslu sinni í gegnum myndbandsgerð og samfélagsmiðla. Námið er lifandi og áhugavert og kennararnir skora á okkur nemendurna á margvíslegan máta. Ég hef aldrei kynnst öðrum eins hópi fólki og í þjóðfræðinni (fyrirgefið þið öll sem ég þekkti áður). Samhugurinn, samfylgdin og áhuginn á hvert öðru og því sem hvert og eitt er að gera hverja stundina er næstum því áþreifanlegur. Kennararnir styðja vel við bakið á okkur nemendum og eru öll af vilja gerð að aðstoða okkur í einu og öllu. Þau eru snillingar í gagnrýni og gera það svo fallega. Ég hef eignast margar fyrirmyndir í náminu sem ég verð ævinlega þakklát fyrir. Takk Júlíana, Dagrún, Kristinn, Snjólaug, Anna Karen, Rósa og Áki, Ólafur, Gísli og Vilhelmína, fyrir að stuðla að því, með ykkar visku, að 40 ára gömul húsmóðir, fann sjálfa sig. Vona ég að með þessum skrifum, að meðaleinkunn mín muni rjúka upp. Höfundur er þjóðfræðinemi við HÍ.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun