Bréf til Íslands - hið fullkomna samfélag Valerio Gargiulo skrifar 2. apríl 2024 11:00 Kæra Ísland, Ég skrifa þér þetta bréf með hjarta fullt af von og þrá, og ímynda mér heillandi eyju þar sem draumar um félagslegt réttlæti og velmegun rætast. Mig langar að búa í samfélagi þar sem hvert barn hefur tækifæri til þess að komast í dagvistun án langrar biðar, þar sem aðgangur að leikskóla er ekki forréttindi sem aðeins eru áskilin þeim heppnu sem komast að. Ég sé fyrir mér stað þar sem sérhver ungur hugur getur kannað, lært og vaxið án hindrana og takmarkana. Mig langar að búa í samfélagi þar sem þak yfir höfuðið er ekki munaður heldur grundvallarréttindi. Þar sem húsaleiga eða íbúðarlán verður ekki ósjálfbær byrði fyrir fjölskyldur, þar sem framfærslukostnaður kemur ekki í veg fyrir að neinn geti notið heimilis síns án stöðugra áhyggna af fjárhagsáætlun fjölskyldunnar. Að fjölskyldur og einstaklingar þurfa ekki að reiða sig á smálán eða yfirdrátt í lok mánaðar eða fyrir stórhátíða, eð jafnvel eiga ekki pening til þess að athafna sig. Ég myndi elska að búa í samfélagi þar sem draumurinn um að eignast heimili breytist ekki í fjárhagslega martröð. Ég ímynda mér stað þar sem lánum til íbúðakaupa fylgja ekki óhóflegir vextir, þar sem fjölskyldur eru ekki kramdar af þunga afborgana og óvæntra útgjalda. Þar sem matvara (sérstaklega innlend) sé ekki skilgreind sem lúxusvara. Þar sem læknis- og önnur heilbrigðisþjónusta sé ekki af skornum skammti þar sem þú biður fyrir því að komast hjá því að veikjast eða slasa þig. Èg ímynda mér stað þar sem skattpeningarnir eru nýttir til þess að bæta innviði í samræmi við fólksfjölgun, og bæta þjónustu við samfélagsþegna. Og aftur, mig langar að búa í samfélagi þar sem hugtakið samfélag er miðlægt. Þar sem ríkir samstaða milli nágranna, gagnkvæmur stuðningur við áskoranir daglegs lífs og menning sem stuðlar að velferð allra íbúa, óháð félagslegri stöðu eða efnahagslegum bakgrunni. Ég veit að ekkert samfélag er fullkomið og að hver staður hefur sínar einstöku áskoranir sem þarf að takast á við. Ég trúi því hins vegar staðfastlega að með pólitískum vilja og sameiginlegri skuldbindingu sé hægt að gera þessar sýn að veruleika. Því kæra Ísland, ég bið þig um að þykja vænt um náttúrufegurð þína og framfaraanda og halda áfram að ganga til framtíðar þar sem allir geta fundið virðulegan og farsælan stað í þínu rausnarlega landi. Með ást og von, Valerio. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valerio Gargiulo Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Kæra Ísland, Ég skrifa þér þetta bréf með hjarta fullt af von og þrá, og ímynda mér heillandi eyju þar sem draumar um félagslegt réttlæti og velmegun rætast. Mig langar að búa í samfélagi þar sem hvert barn hefur tækifæri til þess að komast í dagvistun án langrar biðar, þar sem aðgangur að leikskóla er ekki forréttindi sem aðeins eru áskilin þeim heppnu sem komast að. Ég sé fyrir mér stað þar sem sérhver ungur hugur getur kannað, lært og vaxið án hindrana og takmarkana. Mig langar að búa í samfélagi þar sem þak yfir höfuðið er ekki munaður heldur grundvallarréttindi. Þar sem húsaleiga eða íbúðarlán verður ekki ósjálfbær byrði fyrir fjölskyldur, þar sem framfærslukostnaður kemur ekki í veg fyrir að neinn geti notið heimilis síns án stöðugra áhyggna af fjárhagsáætlun fjölskyldunnar. Að fjölskyldur og einstaklingar þurfa ekki að reiða sig á smálán eða yfirdrátt í lok mánaðar eða fyrir stórhátíða, eð jafnvel eiga ekki pening til þess að athafna sig. Ég myndi elska að búa í samfélagi þar sem draumurinn um að eignast heimili breytist ekki í fjárhagslega martröð. Ég ímynda mér stað þar sem lánum til íbúðakaupa fylgja ekki óhóflegir vextir, þar sem fjölskyldur eru ekki kramdar af þunga afborgana og óvæntra útgjalda. Þar sem matvara (sérstaklega innlend) sé ekki skilgreind sem lúxusvara. Þar sem læknis- og önnur heilbrigðisþjónusta sé ekki af skornum skammti þar sem þú biður fyrir því að komast hjá því að veikjast eða slasa þig. Èg ímynda mér stað þar sem skattpeningarnir eru nýttir til þess að bæta innviði í samræmi við fólksfjölgun, og bæta þjónustu við samfélagsþegna. Og aftur, mig langar að búa í samfélagi þar sem hugtakið samfélag er miðlægt. Þar sem ríkir samstaða milli nágranna, gagnkvæmur stuðningur við áskoranir daglegs lífs og menning sem stuðlar að velferð allra íbúa, óháð félagslegri stöðu eða efnahagslegum bakgrunni. Ég veit að ekkert samfélag er fullkomið og að hver staður hefur sínar einstöku áskoranir sem þarf að takast á við. Ég trúi því hins vegar staðfastlega að með pólitískum vilja og sameiginlegri skuldbindingu sé hægt að gera þessar sýn að veruleika. Því kæra Ísland, ég bið þig um að þykja vænt um náttúrufegurð þína og framfaraanda og halda áfram að ganga til framtíðar þar sem allir geta fundið virðulegan og farsælan stað í þínu rausnarlega landi. Með ást og von, Valerio. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun