Segir alla munu heita Sato árið 2531 að óbreyttu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. apríl 2024 07:02 Sato, Suzuki, Takahashi, Tanaka, Ito, Watanabe, Yamamoto og Nakamura eru algengustu eftirnöfnin í Japan. epa/Franck Robichon Prófessorinn Hiroshi Yoshida hefur komist að þeirri niðurstöðu að ef stjórnvöld í Japan ráðast ekki í breytingar á lögum og heimili einstaklingum að halda eftirnöfnum sínum þegar þeir ganga í hjónaband, muni allir í Japan heita Sato árið 2531. Yoshida birti niðurstöður sínar í gær og héldu margir að um væri að ræða snjallt aprílgabb en svo er ekki. Yoshida er prófessor í hagfræði við Tohoku-háskóla en hann segist hafa viljað freista þess að nota tölfræði til að varpa ljósi á áhrif löggjafarinnar, sem er frá 19. öld, á japanskt samfélag. „Ef allir verða Sato munum við mögulega þurfa að ávarpa hvort annað með fornafni eða tölu,“ sagði Yoshida í samtali við dagblaðið Mainichi. „Ég held ekki að það væri góður heimur að búa í.“ Sato er nú þegar algengasta eftirnafnið í Japan en 1,5 prósent þjóðarinnar ber nafnið. Samkvæmt útreikningum Yoshida munu mál þróast þannig, að óbreyttu, að helmingur þjóðarinnar mun bera nafnið árið 2446 og allir árið 2531. Samkvæmt lögum verða pör að velja hvaða eftirnafn þau hyggjast nota þegar þau ganga í hjónaband en í 95 prósent tilvika verður eftirnafn mannsins fyrir valinu. Stjórnvöld sæta hins vegar auknum þrýstingi um að breyta lögum og leyfa fólki að halda nafninu sínu. Samkvæmt könnun frá 2022 sögðust um 40 vilja deila eftirnafni jafnvel þótt þeir ættu kost á því að nota áfram sitt eigið. Ef lögunum yrði breytt en það hlutféll héldi myndu „aðeins“ 7,96 prósent þjóðarinnar bera nafnið Sato árið 2531, samkvæmt útreikningum Yoshida. Tillögur um að breyta lögunum hafa mætt andstöðu meðal íhaldsamra stjórnmálamanna, sem segja lagabreytinguna myndu grafa undan fjölskyldunni og valda ruglingi meðal barna. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Japan Mannanöfn Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Yoshida birti niðurstöður sínar í gær og héldu margir að um væri að ræða snjallt aprílgabb en svo er ekki. Yoshida er prófessor í hagfræði við Tohoku-háskóla en hann segist hafa viljað freista þess að nota tölfræði til að varpa ljósi á áhrif löggjafarinnar, sem er frá 19. öld, á japanskt samfélag. „Ef allir verða Sato munum við mögulega þurfa að ávarpa hvort annað með fornafni eða tölu,“ sagði Yoshida í samtali við dagblaðið Mainichi. „Ég held ekki að það væri góður heimur að búa í.“ Sato er nú þegar algengasta eftirnafnið í Japan en 1,5 prósent þjóðarinnar ber nafnið. Samkvæmt útreikningum Yoshida munu mál þróast þannig, að óbreyttu, að helmingur þjóðarinnar mun bera nafnið árið 2446 og allir árið 2531. Samkvæmt lögum verða pör að velja hvaða eftirnafn þau hyggjast nota þegar þau ganga í hjónaband en í 95 prósent tilvika verður eftirnafn mannsins fyrir valinu. Stjórnvöld sæta hins vegar auknum þrýstingi um að breyta lögum og leyfa fólki að halda nafninu sínu. Samkvæmt könnun frá 2022 sögðust um 40 vilja deila eftirnafni jafnvel þótt þeir ættu kost á því að nota áfram sitt eigið. Ef lögunum yrði breytt en það hlutféll héldi myndu „aðeins“ 7,96 prósent þjóðarinnar bera nafnið Sato árið 2531, samkvæmt útreikningum Yoshida. Tillögur um að breyta lögunum hafa mætt andstöðu meðal íhaldsamra stjórnmálamanna, sem segja lagabreytinguna myndu grafa undan fjölskyldunni og valda ruglingi meðal barna. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Japan Mannanöfn Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira