Allt að gerast í Vík í Mýrdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. mars 2024 20:30 Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sem segist alls ekki vera orðin þreyttur á öllum ferðamönnunum á staðnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Aldrei hefur verið eins mikið byggt af íbúðarhúsnæði í Vík í Mýrdal eins og nú, og þá á að fara að byggja nýjan leikskóla og flytja sveitarstjórnarskrifstofuna í nýtt ráðhús. Þúsundir ferðamanna heimsækja Vík á hverjum degi enda á að fara að stækka verslunarmiðstöðina á staðnum og nýjar verslanir eru að fara að opna. Það má segja að maður sé hættur að þekkja sig þegar maður kemur í Vík því það hefur verið byggt svo mikið þar á síðustu árum, ekki síst hótel og starfsemi tengd ferðaþjónustu. En íbúðum fjölgar líka samhliða mikilli fólksfjölgun á staðnum eins og sveitarstjórinn þekkir manna best. „Það fjölgar og við erum bara spennt fyrir áframhaldandi uppbyggingu. Það hefur áfram verið mikil fjölgun íbúa og það hefur aldrei verið byggt jafn mikið íbúðarhúsnæði. Við erum að fara að byggja nýjan leikskóla hjá okkur og erum að fara að skipuleggja nýtt íbúðahverfi í Vík á alveg óbyggðu svæði þar sem er gert ráð fyrir allt að tvö hundruð íbúðum,” segir Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Þúsundir ferðamanna heimsækja Vík daglega En af hverju er Vík svona vinsæll staður? „Þetta er auðvitað mjög fallegur staður og við njótum líka góðs af því að það er gott aðgengi af auðlindum ferðaþjónustunnar,” segir Einar Freyr. Þúsundir ferðamanna heimsækja Vík á hverjum degi allt árið um kring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um ferðaþjónustuna, á hverjum einasta degi heimsækja þúsundir ferðamanna Vík eða stoppa þar á ferð sinni um landið. En hvað segir Einar sveitarstjóri, eru íbúar í Vík orðnir þreyttir á öllum þessum ferðamönnum? „Þú getur eflaust fundið einhvern hérna, sem er það en ég er alinn upp í ferðaþjónustu, þannig að ég er ekkert orðin þreyttur,” segir sveitarstjórinn. Leikskóli, lögreglustöð og bókabúð að opna Einar Freyr segir að það standa til að stækka verslunarmiðstöðina í Þorpinu þar sem Icewear og Krónan eru meðal annars og svo er Penninn að fara að opna í Vík og sveitarfélagið er að flytja starfsemi sína í nýtt ráðhús og lögreglustöð er að opna í þorpinu svo eitthvað sé nefnt. „Og þá erum við í raun og veru búin með verslunar- og þjónustulóðirnar í bili, menn bíða eftir því að fleiri séu tilbúnar,” segir Einar Freyr. Það er allt að gera í Vík í Mýrdal þar sem er byggt og byggt og ferðaþjónustan blómstrar á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Það má segja að maður sé hættur að þekkja sig þegar maður kemur í Vík því það hefur verið byggt svo mikið þar á síðustu árum, ekki síst hótel og starfsemi tengd ferðaþjónustu. En íbúðum fjölgar líka samhliða mikilli fólksfjölgun á staðnum eins og sveitarstjórinn þekkir manna best. „Það fjölgar og við erum bara spennt fyrir áframhaldandi uppbyggingu. Það hefur áfram verið mikil fjölgun íbúa og það hefur aldrei verið byggt jafn mikið íbúðarhúsnæði. Við erum að fara að byggja nýjan leikskóla hjá okkur og erum að fara að skipuleggja nýtt íbúðahverfi í Vík á alveg óbyggðu svæði þar sem er gert ráð fyrir allt að tvö hundruð íbúðum,” segir Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Þúsundir ferðamanna heimsækja Vík daglega En af hverju er Vík svona vinsæll staður? „Þetta er auðvitað mjög fallegur staður og við njótum líka góðs af því að það er gott aðgengi af auðlindum ferðaþjónustunnar,” segir Einar Freyr. Þúsundir ferðamanna heimsækja Vík á hverjum degi allt árið um kring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um ferðaþjónustuna, á hverjum einasta degi heimsækja þúsundir ferðamanna Vík eða stoppa þar á ferð sinni um landið. En hvað segir Einar sveitarstjóri, eru íbúar í Vík orðnir þreyttir á öllum þessum ferðamönnum? „Þú getur eflaust fundið einhvern hérna, sem er það en ég er alinn upp í ferðaþjónustu, þannig að ég er ekkert orðin þreyttur,” segir sveitarstjórinn. Leikskóli, lögreglustöð og bókabúð að opna Einar Freyr segir að það standa til að stækka verslunarmiðstöðina í Þorpinu þar sem Icewear og Krónan eru meðal annars og svo er Penninn að fara að opna í Vík og sveitarfélagið er að flytja starfsemi sína í nýtt ráðhús og lögreglustöð er að opna í þorpinu svo eitthvað sé nefnt. „Og þá erum við í raun og veru búin með verslunar- og þjónustulóðirnar í bili, menn bíða eftir því að fleiri séu tilbúnar,” segir Einar Freyr. Það er allt að gera í Vík í Mýrdal þar sem er byggt og byggt og ferðaþjónustan blómstrar á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira