Settu báðar Íslandsmet í íslenskum sleggjubardaga í Texas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2024 10:01 ÍR-ingarnir Elísabet Rut Rúnarsdóttir og Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir eru báðar að gera frábæra hluti í Bandaríkjunum á þessu tímabili. Frjálsíþróttasamband Íslands Elísabet Rut Rúnarsdóttir varð i gær fyrsta íslenska konan til að kasta yfir sjötíu metra í sleggjukasti. Tvær íslenskar konur settu Íslandsmet í sömu grein og á sama móti þegar flottasta sleggjukasteinvígi Íslandssögunnar fór fram í Texas í gær. Guðrún Karítas Hallgrímsdóttur sló fyrst Íslandsmet Elísabetar Rutar Rúnarsdóttur en Elísabet gaf allt sitt í síðasta kast mótsins og tók Íslandsmetið til baka. View this post on Instagram A post shared by Eli sabet Rut Ru narsdo ttir (@elisabet0) Guðrún Karítas kastaði 69,76 metra í fjórðu umferð en Elísabet hafði bætt Íslandsmetið um tvo metra þegar hún kastaði 69,11 metra 15. mars síðastliðinn. Átti metið í tíu til fimmtán mínútur Guðrún átti Íslandsmetið í svona tíu til fimmtán mínútur eða þar til að Elísabet náði risakasti í lokaumferðinni. Elísabet Rut bætti ekki bara Íslandsmetið í annað skiptið á stuttum tíma heldur braut hún niður mikinn múr í leiðinni. Elísabet Rut kastaði nefnilega 70,33 metra í lokakasti sínu og hún varð þar með fyrsta íslenska konan sem kastar yfir sjötíu metra. Íslandsmetið byrjaði árið í 66,98 metrum en stendur nú í 70,33 metrum. Elísabet er því búin að bæta Íslandsmetið um meira en þrjá metra og þrjátíu sentimetra á þessu tímabili og geri aðrir betur. Guðrún Karítas átti best 65,42 metra kast fyrir þetta ár og er því búin að bæta sig um fjóra metra. Samkeppnin hjá þessum góðvinkonum úr ÍR er líka að kalla fram nýjar hæðir í íslensku sleggjukasti og tímabilið er rétt að byrja. Gaman að vera góða samkeppni „Ég er virkilega sátt með þetta mót og með það að hafa loksins kastað yfir sjötíu metra. Ég er búin að vita lengi að ég eigi þetta inni en það gerðist loksins í dag. Guðrún átti risa kast í fjórðu umferð sem hvatti mig rosalega mikið áfram. Svo kom þetta kast mitt í síðustu umferð. Það var rosalega gaman að vera með svona góða samkeppni og það hjálpaði mér og Guðrúnu báðum að bæta okkur svona mikið,“ sagði Elísabet Rut í viðtali á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Langt yfir væntingum „Ég er alveg rosalega ánægð með daginn og hvernig tímabilið er að byrja hjá mér. Langt yfir væntingum. Ég var alls ekki að búast við því að bæta mig svona mikið og svona fljótt. Gaman að fá svona góða keppni frá Betu þar sem við getum ýtt hvor annarri áfram eins og í dag. Tímabilið er rétt að byrja og margt hægt að bæta svo ég er bara mjög spennt að sjá hvernig framhaldið verður,“ sagði Guðrún Karítas í viðtali á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Hér fyrir neðan má þær ræða daginn á fésbókarsíðunni Íslenskt frjálsíþróttafólk í háskólum Bandaríkjanna. Frjálsar íþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira
Guðrún Karítas Hallgrímsdóttur sló fyrst Íslandsmet Elísabetar Rutar Rúnarsdóttur en Elísabet gaf allt sitt í síðasta kast mótsins og tók Íslandsmetið til baka. View this post on Instagram A post shared by Eli sabet Rut Ru narsdo ttir (@elisabet0) Guðrún Karítas kastaði 69,76 metra í fjórðu umferð en Elísabet hafði bætt Íslandsmetið um tvo metra þegar hún kastaði 69,11 metra 15. mars síðastliðinn. Átti metið í tíu til fimmtán mínútur Guðrún átti Íslandsmetið í svona tíu til fimmtán mínútur eða þar til að Elísabet náði risakasti í lokaumferðinni. Elísabet Rut bætti ekki bara Íslandsmetið í annað skiptið á stuttum tíma heldur braut hún niður mikinn múr í leiðinni. Elísabet Rut kastaði nefnilega 70,33 metra í lokakasti sínu og hún varð þar með fyrsta íslenska konan sem kastar yfir sjötíu metra. Íslandsmetið byrjaði árið í 66,98 metrum en stendur nú í 70,33 metrum. Elísabet er því búin að bæta Íslandsmetið um meira en þrjá metra og þrjátíu sentimetra á þessu tímabili og geri aðrir betur. Guðrún Karítas átti best 65,42 metra kast fyrir þetta ár og er því búin að bæta sig um fjóra metra. Samkeppnin hjá þessum góðvinkonum úr ÍR er líka að kalla fram nýjar hæðir í íslensku sleggjukasti og tímabilið er rétt að byrja. Gaman að vera góða samkeppni „Ég er virkilega sátt með þetta mót og með það að hafa loksins kastað yfir sjötíu metra. Ég er búin að vita lengi að ég eigi þetta inni en það gerðist loksins í dag. Guðrún átti risa kast í fjórðu umferð sem hvatti mig rosalega mikið áfram. Svo kom þetta kast mitt í síðustu umferð. Það var rosalega gaman að vera með svona góða samkeppni og það hjálpaði mér og Guðrúnu báðum að bæta okkur svona mikið,“ sagði Elísabet Rut í viðtali á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Langt yfir væntingum „Ég er alveg rosalega ánægð með daginn og hvernig tímabilið er að byrja hjá mér. Langt yfir væntingum. Ég var alls ekki að búast við því að bæta mig svona mikið og svona fljótt. Gaman að fá svona góða keppni frá Betu þar sem við getum ýtt hvor annarri áfram eins og í dag. Tímabilið er rétt að byrja og margt hægt að bæta svo ég er bara mjög spennt að sjá hvernig framhaldið verður,“ sagði Guðrún Karítas í viðtali á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Hér fyrir neðan má þær ræða daginn á fésbókarsíðunni Íslenskt frjálsíþróttafólk í háskólum Bandaríkjanna.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira