Innlent

Er­lendir skíða­menn í snjó­flóði í Eyja­firði

Lovísa Arnardóttir skrifar
Fjölmargir taka þátt í aðgerðunum. Mikill snjór er á Norðurlandi eins og sést á myndunum.
Fjölmargir taka þátt í aðgerðunum. Mikill snjór er á Norðurlandi eins og sést á myndunum. Mynd/Landsbjörg

Einn er slasaður vegna snjóflóðs sem féll í Eyjafirði í dag. Fjórir lentu í snjóflóðinu en um er að ræða erlenda ferðamenn. Töluverð snjóflóðahætta er á svæðinu. Búið er að kalla til björgunarsveitir og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar.

Fjórir erlendir skíðamenn lentu í snjóflóði í við Þveráröxl í Fnjóskadal. Einn þeirra er slasaður á fæti. Tilkynnt var um snjóflóðið klukkan 15:38. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Þar segir að ekki sé vitað til þess að önnur slys hafi orðið á fólki. Aðgerðarstjórn hefur verið virkjuð á Akureyri.

Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir björgunarsveitir af Norðurlandi séu á leið á vettvang en sent var útkall til björgunarsveita í nærliggjandi sveitum.

Meðlimir í björgunarsveitinni Súlum eru á leið á vettvang. Myndin var tekin þegar björgunasveitarmenn voru að taka sig til í dag. Mynd/Landsbjörg

„Það lentu nokkrir í flóðinu en það komust allir úr því. Það er einn slasaður og það er það sem er verið að bregðast við,“ segir Jón Þór og að unnið sé að því að komast að fólkinu.

Fréttin hefur verið uppfærð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×