Erlent

Gíslatökumaðurinn  í Hollandi hand­tekinn

Lovísa Arnardóttir skrifar
Ekki liggur fyrir hversu margir eru inni á barnum eða hvers vegna maðurinn heldur þeim þar.
Ekki liggur fyrir hversu margir eru inni á barnum eða hvers vegna maðurinn heldur þeim þar. Vísir/EPA

Einn hefur verið handtekinn vegna gíslatöku í borginni Ede í Hollandi í morgun. Karlmaður gekk inn á næturklúbb í morgun vopnaður og hótaði að sprengja staðinn í lof tupp. 

Í frétt hollenska miðilsins Telegraaf kemur fram að gíslarnir hafi verið starfsmenn næturklúbbsins. Alls voru þeir sjö en þremur var sleppt í morgun. Eftir að maðurinn var handtekinn var hægt að hleypa fjórum til viðbótar út. 

„Þetta er hræðileg staða fyrir þetta fólk. Ég hef miklar áhyggjur af þeim og hugsa til þeirra og ástvina þeirra. Ég vona að hægt verði að leysa úr þessu fljótt og örugglega,“ var haft eftir bæjarstjóra Ede, René Verhulst, í frétt Telegraaf á meðan gíslatakan stóð enn yfir. 

150 heimili rýmd

Alls voru um 150 heimili í bænum verið rýmd vegna gíslatökunnar. Mikill viðbúnaður var jafnframt á vettvangi og stórum hluta miðborgarinnar lokað. 

Mikill viðbúnaður er í miðbæ Ede vegna gíslatökunnar. Vísir/EPA

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×