Sætin sem liðin geta tryggt sér í lokaumferð Subway deildar karla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2024 10:31 Sigtryggur Arnar Björnsson og félagar í Tindastólsliðinu þurfa bæði að vinna sinn leik sem og treysta á úrslit úr öðrum leikjum. Vísir/Hulda Margrét Subway deild karla í körfubolta hefur líklegast aldrei verið jafnari eða meira spennandi. Það sést vel á því hvað mikið getur breyst í töflunni í lokaleik liðanna á fimmtudagskvöldið kemur. Nú er bara ein umferð eftir í deildinni en það eru bara þrjú sæti klár. Valsmenn eru deildarmeistarar og Breiðablik og Hamar eru fallin. Það er aftur á móti mikil spenna í baráttunni um heimavallarréttinn og um leið um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Suðurnesjaliðin geta öll náð öðru sætinu en þau geta líka öll þrjú endað í fjórða eða fimmta sætinu. Þórsarar úr Þorlákshöfn eru tölfræðilega í sömu stöðu en það þarf svo mikið að gerast til að þeir nái öðru eða þriðja sætinu að það getur seint talist raunhæf niðurstaða. Klippa: Má bjóða ykkur höfuðverkjatöflur? Það er aftur á móti líklegt að úrslitin í lokaumferðinni kalli á miklar sviptingar í töflunni eftir lokaumferðina. Sigur Keflavíkur á nágrönnum sínum í Njarðvík þýðir að Keflvíkingar þurfa bara að treysta á sjálfa sig til að ná öðru sætinu. Keflvíkingar eru aftur á móti í verstu stöðunni ef liðið endar með jafnmörg stig og Grindavík og Þór. Keflavík er 1-3 í þeirri baráttu og myndi því enda neðsta af þeim þremur. Það myndi þýða fimmta sæti og ekki heimvallarrétt í átta liða úrslitunum. Njarðvíkingar þurfa bæði að treysta á sig sem og að Keflavík tapi sínum leik. Njarðvíkingar eru þó öruggir með heimavallarréttinn ólíkt við Keflvíkinga. Frábær árangur í tveimur leikjum á móti Þór (2-0, +37) tryggir það að þeir verða alltaf meðal fjögurra efstu. Grindvíkingar eru líka í ágætri stöðu um að hækka sig í töflunni en það kemur til að þeir standa svo vel í innbyrðis leikjum við liðin í kringum sig. Grindavík er 2-0 á móti bæði Njarðvík og Þór. Þeir eru undir á móti Keflavík og því þurfa Grindvíkingar á "hjálp" frá Njarðvík og Þór til að koma sér upp fyrir Keflvíkinga. Grindvíkingar hækka sig ef Njarðvík og Þór enda með jafnmörg stig og þeir og Keflvíkingar. Stjörnumenn eiga enn möguleika á því að komast í úrslitakeppnina.Vísir/Hulda Margrét Það er einnig mikil barátta um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Tap Tindastóls á Egilsstöðum tryggði ekki aðeins Hetti sæti í úrslitakeppninni heldur þýðir það einnig að Íslandsmeistararnir af Króknum geta ekki treyst á sjálfan sig í lokaumferðinni. Tindastóll þarf annað hvort að treysta á það að ná betri úrslitum en Stjarnan eða að Höttur endi með jafnmörg stig og þeir og Stjarnan. Endi Tindastóll og Stjarnan jöfn að stigum þá enda Garðbæingar ofar á betri árangri í innbyrðis leikjum liðanna. Þar sem Tindastóll og Stjarnan mæta neðstu liðunum í lokaumferðinni eru mestar líkur á því að úrslitin úr leik Álftanes og Hattar ráði því hvort þeirra endar ofar. Tapi Höttur þeim leik og hin tvö vinna, þá enda þau öll jöfn. Tindastóll kemur best út í innbyrðis leikjum allra liðanna þriggja en Stjarnan verst. Hér fyrir neðan má sjá alla möguleikana fyrir liðin í deildinni eftir einstökum úrslitum í lokaumferðinni. Sætin sem liðin geta lent í eftir lokaumferðina: Valur: 1. sæti Keflavík: 2. til 5. sæti Njarðvík: 2. til 4. sæti Grindavík: 2. til 5. sæti Þór Þorl.: 4. til 5. sæti (+ 2. og 3. sæti en er mjög óraunhæft) Álftanes: 6. til 7. sæti Höttur: 6. til 8. sæti Tindastóll: 7. til 9. sæti Stjarnan: 8. til 9. sæti Hauka: 10. sæti Breiðablik: 11. sæti Hamar: 12. sæti Sætin sem liðin geta endaði í eftir lokaumferðina: Valur verður í 1. sæti Keflavík 2. sæti: Vinnur Þór 3. sæti: Tap fyrir Þór, Njarðvík tapar og Grindavík vinnur 4. sæti: Tap fyrir Þór, Njarðvík vinnur og Grindavík tapar 4. sæti: Tap fyrir Þór með 35 stigum, Njarðvík tapar og Grindavík tapar 5. sæti: Tap fyrir Þór, Njarðvík vinnur Val og Grindavík vinnur Njarðvík 2. sæti: Vinnur Val og Keflavík tapar 3. sæti: Tap fyrir Val, Keflavík vinnur og Grindavík tapar 4. sæti: Tap fyrir Val, Grindavík vinnur og Keflavík vinnur Grindavík 2. sæti: Vinnur Hauka, Njarðvík tapar, Þór vinnur Keflavík 3. sæti: Vinnur Hauka, Njarðvík vinnur, Þór vinnur Keflavík 4. sæti: Tap fyrir Haukum, Þór tapar fyrir Keflavík 5. sæti: Tap fyrir Haukum, Þór vinnur Keflavík Þór Þorl. 2. sæti : Vinnur Keflavík með 40 stigum, Njarðvík tapar og Grindavík tapar 3. sæti: Vinnur Keflavík með 35-39 stigum, Njarðvík tapar og Grindavík tapar 4. sæti: Vinnur Keflavík, Grindavík vinnur og Njarðvík vinnur 5. sæti: Tapar fyrir Keflavík Álftanes 6. sæti: Vinnur Hött 7. sæti: Tapar fyrir Hetti Höttur 6. sæti: Vinnur Álftanes 7. sæti: Tapar fyrir Álftanesi og Tindastóll tapar 8. sæti: Tapar fyrir Álftanesi og bæði Tindastóll og Stjarnan vinna Tindastóll 7. sæti: Vinnur Hamar, Stjarnan vinnur og Höttur tapar 8. sæti: Vinnur Hamar, Stjarnan tapar og Höttur vinnur 9. sæti: Höttur vinnur og sömu úrslit hjá Stjörnunni og Tindastól Stjarnan 8. sæti: Vinnur Breiðablik, Tindastóll vinnur og Höttur vinnur 8. sæti: Tapar fyrir Breiðabliki og Tindastól tapar 9. sæti: Vinnur Breiðablik, Tindastóll vinnur en Höttur tapar 9. sæti: Tapar á móti Breiðabliki, Tindastóll vinnur Haukar verða í 10. sæti Breiðablik verður í 11. sæti Hamar verður í 12. sæti Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
Nú er bara ein umferð eftir í deildinni en það eru bara þrjú sæti klár. Valsmenn eru deildarmeistarar og Breiðablik og Hamar eru fallin. Það er aftur á móti mikil spenna í baráttunni um heimavallarréttinn og um leið um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Suðurnesjaliðin geta öll náð öðru sætinu en þau geta líka öll þrjú endað í fjórða eða fimmta sætinu. Þórsarar úr Þorlákshöfn eru tölfræðilega í sömu stöðu en það þarf svo mikið að gerast til að þeir nái öðru eða þriðja sætinu að það getur seint talist raunhæf niðurstaða. Klippa: Má bjóða ykkur höfuðverkjatöflur? Það er aftur á móti líklegt að úrslitin í lokaumferðinni kalli á miklar sviptingar í töflunni eftir lokaumferðina. Sigur Keflavíkur á nágrönnum sínum í Njarðvík þýðir að Keflvíkingar þurfa bara að treysta á sjálfa sig til að ná öðru sætinu. Keflvíkingar eru aftur á móti í verstu stöðunni ef liðið endar með jafnmörg stig og Grindavík og Þór. Keflavík er 1-3 í þeirri baráttu og myndi því enda neðsta af þeim þremur. Það myndi þýða fimmta sæti og ekki heimvallarrétt í átta liða úrslitunum. Njarðvíkingar þurfa bæði að treysta á sig sem og að Keflavík tapi sínum leik. Njarðvíkingar eru þó öruggir með heimavallarréttinn ólíkt við Keflvíkinga. Frábær árangur í tveimur leikjum á móti Þór (2-0, +37) tryggir það að þeir verða alltaf meðal fjögurra efstu. Grindvíkingar eru líka í ágætri stöðu um að hækka sig í töflunni en það kemur til að þeir standa svo vel í innbyrðis leikjum við liðin í kringum sig. Grindavík er 2-0 á móti bæði Njarðvík og Þór. Þeir eru undir á móti Keflavík og því þurfa Grindvíkingar á "hjálp" frá Njarðvík og Þór til að koma sér upp fyrir Keflvíkinga. Grindvíkingar hækka sig ef Njarðvík og Þór enda með jafnmörg stig og þeir og Keflvíkingar. Stjörnumenn eiga enn möguleika á því að komast í úrslitakeppnina.Vísir/Hulda Margrét Það er einnig mikil barátta um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Tap Tindastóls á Egilsstöðum tryggði ekki aðeins Hetti sæti í úrslitakeppninni heldur þýðir það einnig að Íslandsmeistararnir af Króknum geta ekki treyst á sjálfan sig í lokaumferðinni. Tindastóll þarf annað hvort að treysta á það að ná betri úrslitum en Stjarnan eða að Höttur endi með jafnmörg stig og þeir og Stjarnan. Endi Tindastóll og Stjarnan jöfn að stigum þá enda Garðbæingar ofar á betri árangri í innbyrðis leikjum liðanna. Þar sem Tindastóll og Stjarnan mæta neðstu liðunum í lokaumferðinni eru mestar líkur á því að úrslitin úr leik Álftanes og Hattar ráði því hvort þeirra endar ofar. Tapi Höttur þeim leik og hin tvö vinna, þá enda þau öll jöfn. Tindastóll kemur best út í innbyrðis leikjum allra liðanna þriggja en Stjarnan verst. Hér fyrir neðan má sjá alla möguleikana fyrir liðin í deildinni eftir einstökum úrslitum í lokaumferðinni. Sætin sem liðin geta lent í eftir lokaumferðina: Valur: 1. sæti Keflavík: 2. til 5. sæti Njarðvík: 2. til 4. sæti Grindavík: 2. til 5. sæti Þór Þorl.: 4. til 5. sæti (+ 2. og 3. sæti en er mjög óraunhæft) Álftanes: 6. til 7. sæti Höttur: 6. til 8. sæti Tindastóll: 7. til 9. sæti Stjarnan: 8. til 9. sæti Hauka: 10. sæti Breiðablik: 11. sæti Hamar: 12. sæti Sætin sem liðin geta endaði í eftir lokaumferðina: Valur verður í 1. sæti Keflavík 2. sæti: Vinnur Þór 3. sæti: Tap fyrir Þór, Njarðvík tapar og Grindavík vinnur 4. sæti: Tap fyrir Þór, Njarðvík vinnur og Grindavík tapar 4. sæti: Tap fyrir Þór með 35 stigum, Njarðvík tapar og Grindavík tapar 5. sæti: Tap fyrir Þór, Njarðvík vinnur Val og Grindavík vinnur Njarðvík 2. sæti: Vinnur Val og Keflavík tapar 3. sæti: Tap fyrir Val, Keflavík vinnur og Grindavík tapar 4. sæti: Tap fyrir Val, Grindavík vinnur og Keflavík vinnur Grindavík 2. sæti: Vinnur Hauka, Njarðvík tapar, Þór vinnur Keflavík 3. sæti: Vinnur Hauka, Njarðvík vinnur, Þór vinnur Keflavík 4. sæti: Tap fyrir Haukum, Þór tapar fyrir Keflavík 5. sæti: Tap fyrir Haukum, Þór vinnur Keflavík Þór Þorl. 2. sæti : Vinnur Keflavík með 40 stigum, Njarðvík tapar og Grindavík tapar 3. sæti: Vinnur Keflavík með 35-39 stigum, Njarðvík tapar og Grindavík tapar 4. sæti: Vinnur Keflavík, Grindavík vinnur og Njarðvík vinnur 5. sæti: Tapar fyrir Keflavík Álftanes 6. sæti: Vinnur Hött 7. sæti: Tapar fyrir Hetti Höttur 6. sæti: Vinnur Álftanes 7. sæti: Tapar fyrir Álftanesi og Tindastóll tapar 8. sæti: Tapar fyrir Álftanesi og bæði Tindastóll og Stjarnan vinna Tindastóll 7. sæti: Vinnur Hamar, Stjarnan vinnur og Höttur tapar 8. sæti: Vinnur Hamar, Stjarnan tapar og Höttur vinnur 9. sæti: Höttur vinnur og sömu úrslit hjá Stjörnunni og Tindastól Stjarnan 8. sæti: Vinnur Breiðablik, Tindastóll vinnur og Höttur vinnur 8. sæti: Tapar fyrir Breiðabliki og Tindastól tapar 9. sæti: Vinnur Breiðablik, Tindastóll vinnur en Höttur tapar 9. sæti: Tapar á móti Breiðabliki, Tindastóll vinnur Haukar verða í 10. sæti Breiðablik verður í 11. sæti Hamar verður í 12. sæti
Sætin sem liðin geta lent í eftir lokaumferðina: Valur: 1. sæti Keflavík: 2. til 5. sæti Njarðvík: 2. til 4. sæti Grindavík: 2. til 5. sæti Þór Þorl.: 4. til 5. sæti (+ 2. og 3. sæti en er mjög óraunhæft) Álftanes: 6. til 7. sæti Höttur: 6. til 8. sæti Tindastóll: 7. til 9. sæti Stjarnan: 8. til 9. sæti Hauka: 10. sæti Breiðablik: 11. sæti Hamar: 12. sæti
Sætin sem liðin geta endaði í eftir lokaumferðina: Valur verður í 1. sæti Keflavík 2. sæti: Vinnur Þór 3. sæti: Tap fyrir Þór, Njarðvík tapar og Grindavík vinnur 4. sæti: Tap fyrir Þór, Njarðvík vinnur og Grindavík tapar 4. sæti: Tap fyrir Þór með 35 stigum, Njarðvík tapar og Grindavík tapar 5. sæti: Tap fyrir Þór, Njarðvík vinnur Val og Grindavík vinnur Njarðvík 2. sæti: Vinnur Val og Keflavík tapar 3. sæti: Tap fyrir Val, Keflavík vinnur og Grindavík tapar 4. sæti: Tap fyrir Val, Grindavík vinnur og Keflavík vinnur Grindavík 2. sæti: Vinnur Hauka, Njarðvík tapar, Þór vinnur Keflavík 3. sæti: Vinnur Hauka, Njarðvík vinnur, Þór vinnur Keflavík 4. sæti: Tap fyrir Haukum, Þór tapar fyrir Keflavík 5. sæti: Tap fyrir Haukum, Þór vinnur Keflavík Þór Þorl. 2. sæti : Vinnur Keflavík með 40 stigum, Njarðvík tapar og Grindavík tapar 3. sæti: Vinnur Keflavík með 35-39 stigum, Njarðvík tapar og Grindavík tapar 4. sæti: Vinnur Keflavík, Grindavík vinnur og Njarðvík vinnur 5. sæti: Tapar fyrir Keflavík Álftanes 6. sæti: Vinnur Hött 7. sæti: Tapar fyrir Hetti Höttur 6. sæti: Vinnur Álftanes 7. sæti: Tapar fyrir Álftanesi og Tindastóll tapar 8. sæti: Tapar fyrir Álftanesi og bæði Tindastóll og Stjarnan vinna Tindastóll 7. sæti: Vinnur Hamar, Stjarnan vinnur og Höttur tapar 8. sæti: Vinnur Hamar, Stjarnan tapar og Höttur vinnur 9. sæti: Höttur vinnur og sömu úrslit hjá Stjörnunni og Tindastól Stjarnan 8. sæti: Vinnur Breiðablik, Tindastóll vinnur og Höttur vinnur 8. sæti: Tapar fyrir Breiðabliki og Tindastól tapar 9. sæti: Vinnur Breiðablik, Tindastóll vinnur en Höttur tapar 9. sæti: Tapar á móti Breiðabliki, Tindastóll vinnur Haukar verða í 10. sæti Breiðablik verður í 11. sæti Hamar verður í 12. sæti
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum