Alls konar og lífið Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar 29. mars 2024 17:01 Á sólríkum síðvetrardegi, sá ég alls konar og lífið. Út um gluggann, úti í garði. Hundar viðra sína mennsku húsfélaga, gangandi um með bros á vör. Svartþrestir í beðum, róta öllu sem rótað geta. Glaðværir auðnutittlingar í trjánum, hástöfum syngja sitt hamingjulag. Stöku fluga, furðu lostin, flakkar um loftið. Skilur sjálf ekki af hverju hún er á ferli. Í fjarska situr fólk á fákum og náttúrunnar nýtur. Fæstir eru fákarnir vélvæddir. Frekar knúnir áfram af knapanum sem stígur pedalana. Inn á milli birtast þó hinir einu sönnu fákar. Hjólum skipt út fyrir hófa. Knapar með reiðtygi í lófa, í stýrisstað. Heiður er himinn, líkt og lóan sem snemma er komin og nágrannakonan, nokkrum húsum innar. Hratt hún hleypur yfir túnið. Sprettæfingar, ætisleit eða eintóm gleði? Loks fer hún að leita í beði. Vængjalangi vaðfuglinn, sko ekki nágrannakonan. Lauf, greinar og leifar síðasta sumars liggja enn í beðinu. Vernda lífið sem undir býr og auðvelda lóunni fæðuleit. Litríkt er það með eindæmum, þökk sé krúttlegum krókusum. Gulir blekkja og gefa von um hlýju, hinir heiðarlegri bláleitir af kulda. Ofar rísa þó blágrænir, breiðari stilkar, bíðandi þess að blása í lúðra. Blómstrar þar síðar páskalilja. Áður óx þar runni sem ég eitt sinn unni. Hvers nafn ég þó ekki kunni, fyrr en ég heyrði það úr nærliggjandi munni. Einhvern tíman runninn hvarf, sennilega látið lífið. Skömmu síðar fór nafnið sömu leið. Yfirgefinn fótbolti í útilegu, furðu loftmikill, bíður spenntur, enda vertíðin framundan. Skítugur pallurinn glottir og fagnar friðsældinni. Félagslyndur er hann, en hvíldin er góð. Geislar sólar flakka milli greina, skína á jörð, en vanda valið. Sofandi sinan ver það sem enn í dvala dvelur. Mér verður litið að læknum, sem voru skammt undan að brynna hestum sínum hjá læknum. Skrýtið að ríða út í vinnufötunum, með hlustunarpípuna um hálsinn. Líklega brjálað að gera og naumur tími til útivistar. Ætli þeir séu dýralæknar, kannski á vakt? Augun fylgdu rennslinu, þótt rólegt væri, eftir árfarveginum niður að vatni. Þar beið óvanaleg sjón. Árabátur á vatninu. Ekki nýr. Árin sem að mér sneri hafði greinilega lifað þau mörg, árin. Báturinn bar með sér að hafa ekki verið mikið notaður undanfarið og hélt varla vatni af spenningi. Eða af ónægu viðhaldi. Í honum sat einn maður. Sá sá um að sá fræjum efasemdar í hugum áhorfenda, þökk sé lítt íþróttamannslegum vexti. Virtist þó njóta lífsins. Hávær kvenrödd rauf skyndilega þögnina, ef þögn mætti kalla og hrópaði eitthvað óskiljanlegt meðan hún óð sem óð væri að bátnum. Gæsir flögruðu og flúðu lætin. Maðurinn, eftir mikinn róður, var másandi og móður. Átti ekki von á að sjá sína eigin móður og varð því strax í kinnum rjóður. Skömmu síðar skammir í ríkulegum skömmtum fylgdu fast á hæla konuskrefi hverju. Læddist að mér sá grunur að hún væri eitthvað ósátt. Velti fyrir mér að poppa og fylgjast áfram með framvindu mála, en lét þetta duga. Lagaði mér te og leiddi hugann að öðrum málum. Fínasta forskot á sæluna, enda kuldakeimur í lofti. Frostið ekki úr jörðu farið og nóg eftir af sveiflum niðurfyrir núllið. En samt, hrotunum farið að fækka og sumt farið að rumska. Áminning um fyrstu skrefin í átt að litríkari og líflegri tíð. Ár eftir ár við hringsólum milli tíða, svo lengi sem tíminn nennir. Hvort sem bráðnar eða fennir. Alltaf gerist þó eitthvað nýtt. Alltaf gerist alls konar og lífið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Sjá meira
Á sólríkum síðvetrardegi, sá ég alls konar og lífið. Út um gluggann, úti í garði. Hundar viðra sína mennsku húsfélaga, gangandi um með bros á vör. Svartþrestir í beðum, róta öllu sem rótað geta. Glaðværir auðnutittlingar í trjánum, hástöfum syngja sitt hamingjulag. Stöku fluga, furðu lostin, flakkar um loftið. Skilur sjálf ekki af hverju hún er á ferli. Í fjarska situr fólk á fákum og náttúrunnar nýtur. Fæstir eru fákarnir vélvæddir. Frekar knúnir áfram af knapanum sem stígur pedalana. Inn á milli birtast þó hinir einu sönnu fákar. Hjólum skipt út fyrir hófa. Knapar með reiðtygi í lófa, í stýrisstað. Heiður er himinn, líkt og lóan sem snemma er komin og nágrannakonan, nokkrum húsum innar. Hratt hún hleypur yfir túnið. Sprettæfingar, ætisleit eða eintóm gleði? Loks fer hún að leita í beði. Vængjalangi vaðfuglinn, sko ekki nágrannakonan. Lauf, greinar og leifar síðasta sumars liggja enn í beðinu. Vernda lífið sem undir býr og auðvelda lóunni fæðuleit. Litríkt er það með eindæmum, þökk sé krúttlegum krókusum. Gulir blekkja og gefa von um hlýju, hinir heiðarlegri bláleitir af kulda. Ofar rísa þó blágrænir, breiðari stilkar, bíðandi þess að blása í lúðra. Blómstrar þar síðar páskalilja. Áður óx þar runni sem ég eitt sinn unni. Hvers nafn ég þó ekki kunni, fyrr en ég heyrði það úr nærliggjandi munni. Einhvern tíman runninn hvarf, sennilega látið lífið. Skömmu síðar fór nafnið sömu leið. Yfirgefinn fótbolti í útilegu, furðu loftmikill, bíður spenntur, enda vertíðin framundan. Skítugur pallurinn glottir og fagnar friðsældinni. Félagslyndur er hann, en hvíldin er góð. Geislar sólar flakka milli greina, skína á jörð, en vanda valið. Sofandi sinan ver það sem enn í dvala dvelur. Mér verður litið að læknum, sem voru skammt undan að brynna hestum sínum hjá læknum. Skrýtið að ríða út í vinnufötunum, með hlustunarpípuna um hálsinn. Líklega brjálað að gera og naumur tími til útivistar. Ætli þeir séu dýralæknar, kannski á vakt? Augun fylgdu rennslinu, þótt rólegt væri, eftir árfarveginum niður að vatni. Þar beið óvanaleg sjón. Árabátur á vatninu. Ekki nýr. Árin sem að mér sneri hafði greinilega lifað þau mörg, árin. Báturinn bar með sér að hafa ekki verið mikið notaður undanfarið og hélt varla vatni af spenningi. Eða af ónægu viðhaldi. Í honum sat einn maður. Sá sá um að sá fræjum efasemdar í hugum áhorfenda, þökk sé lítt íþróttamannslegum vexti. Virtist þó njóta lífsins. Hávær kvenrödd rauf skyndilega þögnina, ef þögn mætti kalla og hrópaði eitthvað óskiljanlegt meðan hún óð sem óð væri að bátnum. Gæsir flögruðu og flúðu lætin. Maðurinn, eftir mikinn róður, var másandi og móður. Átti ekki von á að sjá sína eigin móður og varð því strax í kinnum rjóður. Skömmu síðar skammir í ríkulegum skömmtum fylgdu fast á hæla konuskrefi hverju. Læddist að mér sá grunur að hún væri eitthvað ósátt. Velti fyrir mér að poppa og fylgjast áfram með framvindu mála, en lét þetta duga. Lagaði mér te og leiddi hugann að öðrum málum. Fínasta forskot á sæluna, enda kuldakeimur í lofti. Frostið ekki úr jörðu farið og nóg eftir af sveiflum niðurfyrir núllið. En samt, hrotunum farið að fækka og sumt farið að rumska. Áminning um fyrstu skrefin í átt að litríkari og líflegri tíð. Ár eftir ár við hringsólum milli tíða, svo lengi sem tíminn nennir. Hvort sem bráðnar eða fennir. Alltaf gerist þó eitthvað nýtt. Alltaf gerist alls konar og lífið.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar