Bíó og sjónvarp

Sandler vinnur að Happy Gilmore 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Adam Sandler ku vera að skrifa handrit að Happy Gilmore 2.
Adam Sandler ku vera að skrifa handrit að Happy Gilmore 2. Getty/Christopher Furlong

Leikarinn Adam Sandler er sagður vinna að framhaldi myndarinnar Happy Gilmore frá árinu 1996. Leikarinn Christopher McDonald, sem lék illmennið Shooter McGavin í myndinni, segir Sandler þegar búinn að skrifa handrit.

McDonald sagði í viðtali á dögunum að hann hefði nýverið hitt Sandler og fengið að sjá fyrstu drög að handriti fyrir Happy Gilmore 2.

„Svo, það er verið að vinna að henni. Aðdáendurnir krefjast þess, fjandinn hafi það,“ sagði McDonald.

Happy Gilmore, sem er ein vinsælasta kvikmynd Sandler, fjallar í einföldu máli um skapstóran hokkíspilara vill bjarga ömmu sinni frá því að verða heimilislaus með því að spila golf og uppgötvar að hann býr yfir leyndum hæfileikum í þeirri íþrótt. Gilmore þarf að etja kappi við dusilmennið Shooter McGavin, sem er ósáttur við þau áhrif sem Gilmore hefur á golfíþróttina og viðurkennir í myndinni að hann borðar kúk í morgunmat.

Julie Bowen og Carl Weathers léku einnig í kvikmyndinni.

The Sun segir Sandler hafa staðfest að framhaldsmynd sé í vinnslu.

Íþróttalýsandinn Dan Patrick, sem var í Happy Gilmore og hefur leikið í fleiri myndum Sandler, sagði einnig frá því á dögunum að hann hefði sent Sandler skilaboð um að hann væri að skipuleggja árið og spurði hvað hann ætti að reikna með að vera lengi í tökum.

„Nokkra daga,“ svaraði Sandler og sagðist hann enn vera að vinna að handritinu.

Þá sagðist Patrick hafa verið að grínast en Sandler svaraði um hæl og ítrekaði að hann væri ekki að grínast og að Patrick yrði í myndinni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.