Innlent

Týndi vinnings­hafinn gaf sig fram og græddi níu milljónir

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Vinningshafinn er vafalaust mjög lukkuleg með níu milljón króna vinninginn.
Vinningshafinn er vafalaust mjög lukkuleg með níu milljón króna vinninginn. Vísir/Vilhelm

Vinningshafi sem var einn með allar tölur réttar í lottó um síðustu helgi er loksins fundinn. Íslensk getspá hafði í nokkra daga reynt að ná í sigurvegarann. Þegar viðkomandi frétti af leitinni gaf hann sig fram og er tæpum níu milljón krónum ríkari.

Vinningshafinn var kona sem hafði keypt miðann í appinu en var aðeins með heimasíma og úrelt netfang skráð. Íslensk getspá náði því ekki í konuna og greindi frá því á vef sínum.

Þegar konan frétti af leitinni að vinningshafanum kíkti hún í Lottóappið til að skoða miðann sinn og sá þar góðu fréttirnar. Hún hafði í kjölfar samband við skrifstofu Íslenskrar getspár og ku vera mjög lukkuleg með vinninginn. 

Konan hefur þegar uppfært allar sínar upplýsingar í Lottóappinu og hvetur aðra spilara til að gera slíkt hið sama.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×