Þeir sem fóru í ána taldir látnir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2024 06:50 Ýmsum spurningum er enn ósvarað varðandi það hvernig skipið lenti á brúnni en það sendi út neyðarkall áður en slysið átti sér stað. Getty/Kevin Dietsch Lögregluyfirvöld í Maryland í Bandaríkjunum segja einstaklingana sex sem leitað var í gær eftir að Francis Scott Key brúin í Baltimore hrundi í gær séu nú taldir látnir. Samkvæmt yfirvöldum lentu bifreiðar og átta verkamenn í Patapsco ánni. Tveimur var bjargað en að sögn Jeffrey Pritzker, framkvæmdastjóra hjá Brawner Builders, er gert ráð fyrir að hinir sex séu látnir þar sem áin sé djúp og langt síðan slysið átti sér stað. Pritzker segir verkamennina hafa verið að vinna á miðri brúnni þegar hún hrundi ofan í ána. Kafarar munu leita að líkamsleifum látnu þegar aðstæður leyfa. „Þetta var algjörlega ófyrirsjáanlegt,“ segir Pritzker. „Við vitum ekki hvað annað við getum sagt. Við leggjum mikið upp úr öryggi og erum með keilur og spjöld og ljós og tálma og eftirlit. En við sáum það ekki fyrir að brúin myndi hrynja.“ Slysið átti sér stað þegar skipið Dali sigldi á brúna. Tuttugu og tveir voru um borð og björguðust allir. Wes Moore, ríkisstjóri Maryland, segir brúna, sem var byggð árið 1977, hafa verið í góðu lagi en sömu sögu virðist ekki endilgea að segja af skipinu, sem fékk athugasemdir í skoðun í kjölfar annars slyss í Antwerpen í Belgíu árið 2016. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gær að svo virtist sem um væri að ræða hræðilegt slys. Hét hann því að ríkið myndi fjármagna endurbyggingu brúarinnar og sagðist myndu heimsækja Baltimore á næstunni. Spurður að því hvort skipafélagið ætti ekki að bera kostnaðinn sagði forsetinn að það yrði skoðað en menn myndu ekki bíða eftir niðurstöðu heldur ráðast strax í framkvæmdir. Bandaríkin Brú hrynur í Baltimore Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Sjá meira
Samkvæmt yfirvöldum lentu bifreiðar og átta verkamenn í Patapsco ánni. Tveimur var bjargað en að sögn Jeffrey Pritzker, framkvæmdastjóra hjá Brawner Builders, er gert ráð fyrir að hinir sex séu látnir þar sem áin sé djúp og langt síðan slysið átti sér stað. Pritzker segir verkamennina hafa verið að vinna á miðri brúnni þegar hún hrundi ofan í ána. Kafarar munu leita að líkamsleifum látnu þegar aðstæður leyfa. „Þetta var algjörlega ófyrirsjáanlegt,“ segir Pritzker. „Við vitum ekki hvað annað við getum sagt. Við leggjum mikið upp úr öryggi og erum með keilur og spjöld og ljós og tálma og eftirlit. En við sáum það ekki fyrir að brúin myndi hrynja.“ Slysið átti sér stað þegar skipið Dali sigldi á brúna. Tuttugu og tveir voru um borð og björguðust allir. Wes Moore, ríkisstjóri Maryland, segir brúna, sem var byggð árið 1977, hafa verið í góðu lagi en sömu sögu virðist ekki endilgea að segja af skipinu, sem fékk athugasemdir í skoðun í kjölfar annars slyss í Antwerpen í Belgíu árið 2016. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gær að svo virtist sem um væri að ræða hræðilegt slys. Hét hann því að ríkið myndi fjármagna endurbyggingu brúarinnar og sagðist myndu heimsækja Baltimore á næstunni. Spurður að því hvort skipafélagið ætti ekki að bera kostnaðinn sagði forsetinn að það yrði skoðað en menn myndu ekki bíða eftir niðurstöðu heldur ráðast strax í framkvæmdir.
Bandaríkin Brú hrynur í Baltimore Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Sjá meira