Stjórnmálin koma okkur öllum við Arnar Freyr Sigurðsson skrifar 26. mars 2024 16:00 Núna síðastliðinn fimmtudag voru ný lög samþykkt á Alþingi sem gerir kjötframleiðendum undanþegna samkeppnislögum. Það er enþá hægt að koma í veg fyrir þessi lög, ef nægar undirskriftir safnast og verða þær að koma tveimur vikum frá því að lögin voru samþykkt á Alþingi skv. 26.gr stjórnarskrárinnar. En hún hljóðar svo: „Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.“ Eini forsetinn í sögu lýðveldsins sem hefur virkjað þetta ákvæði stjórnarskrárinnar er Ólafur Ragnar Grímsson, en hann gerði það í þrígang í sinni forsetatíð. Það var Fjölmiðlafrumvarpið árið 2004, og svo Icesave í tvígang árin 2010 og 2011. Rómverska skáldið Juvenalis, vildi meina að rómversk alþýða sóttist helst eftir brauði og leikum. Þar sem það þótti mikið eftirsóttara að spá í hvað ætti sér stað í hringleikahúsinu fremur en hvað ætti sér stað í stjórnsýslunni. Núna tvö þúsund árum síðar hefur hringleikahúsið breyst í knattspyrnuvöll, og ég vil meina að almenningur hafi mun meiri áhuga á þessum landsleik Íslands og Úkraínu en þessum lögum. Ég hef verið með annan fótinn í Suður-Kóreu síðustu ár, og mér hefur þótt merkilegt hvað almenningur tekur mikinn þátt í stjórnmálum þar í landi. Enda er ekki langt síðan að grunaðir kommúnistar þar voru teknir af lífi án dóms og laga, og komst lýðræði ekki á fyrr en seint á níunda áratugnum. Allt fólkið sem ég hef kynnst þar hefur gríðarlegar miklar skoðanir á stjórnmálum þar og hefur tekið þátt í öll kosningum sem það hefur getað tekið þátt í. Ef lýðræðið á að virka, þá verður almenningur að taka virkan þátt, en ekki einungis mæta í kjörklefann á fjögurra ára fresti. Fyrir Orkupakka 3 árið 2019 voru um sjö þúsund undirskriftir afhendar og þótti forseta það ekki vera nógu hátt hlutfall kosningabærra manna. Tökum þátt og sýnum að lýðræðið á Íslandi gangi upp, því að stjórnmálin koma okkur öllum við. Höfundur er sagnfræðinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Núna síðastliðinn fimmtudag voru ný lög samþykkt á Alþingi sem gerir kjötframleiðendum undanþegna samkeppnislögum. Það er enþá hægt að koma í veg fyrir þessi lög, ef nægar undirskriftir safnast og verða þær að koma tveimur vikum frá því að lögin voru samþykkt á Alþingi skv. 26.gr stjórnarskrárinnar. En hún hljóðar svo: „Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.“ Eini forsetinn í sögu lýðveldsins sem hefur virkjað þetta ákvæði stjórnarskrárinnar er Ólafur Ragnar Grímsson, en hann gerði það í þrígang í sinni forsetatíð. Það var Fjölmiðlafrumvarpið árið 2004, og svo Icesave í tvígang árin 2010 og 2011. Rómverska skáldið Juvenalis, vildi meina að rómversk alþýða sóttist helst eftir brauði og leikum. Þar sem það þótti mikið eftirsóttara að spá í hvað ætti sér stað í hringleikahúsinu fremur en hvað ætti sér stað í stjórnsýslunni. Núna tvö þúsund árum síðar hefur hringleikahúsið breyst í knattspyrnuvöll, og ég vil meina að almenningur hafi mun meiri áhuga á þessum landsleik Íslands og Úkraínu en þessum lögum. Ég hef verið með annan fótinn í Suður-Kóreu síðustu ár, og mér hefur þótt merkilegt hvað almenningur tekur mikinn þátt í stjórnmálum þar í landi. Enda er ekki langt síðan að grunaðir kommúnistar þar voru teknir af lífi án dóms og laga, og komst lýðræði ekki á fyrr en seint á níunda áratugnum. Allt fólkið sem ég hef kynnst þar hefur gríðarlegar miklar skoðanir á stjórnmálum þar og hefur tekið þátt í öll kosningum sem það hefur getað tekið þátt í. Ef lýðræðið á að virka, þá verður almenningur að taka virkan þátt, en ekki einungis mæta í kjörklefann á fjögurra ára fresti. Fyrir Orkupakka 3 árið 2019 voru um sjö þúsund undirskriftir afhendar og þótti forseta það ekki vera nógu hátt hlutfall kosningabærra manna. Tökum þátt og sýnum að lýðræðið á Íslandi gangi upp, því að stjórnmálin koma okkur öllum við. Höfundur er sagnfræðinemi.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar